Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 48

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 48
STEFÁN JÓN HAFSTEIN HEIMA ER kvöldverði ogfœra þeim rauðar rósir. Á svipuðum tíma varð hugtakið mjúkur maður einnig til. Þetta var maður sem fór ekki í grafgötur með tilfinningar sínar, sinnti börnum og heimili og var jafnframt besti vinur konunnar. En hvað varð af gömlu karlímyndinni? Lúrir hún enn djúpt í vitund karla og brýst fram þegar minnst varir í viðhorfum þeirra, hegðun á rómantískum stundum eða í rúminu ? Hafa karlar lent í sjálfsvitundarkrísu eða hafa þeir ef til vill loks fundið sig innan um s pottana og pönnurnar? I gegnum tíðiðna hafa margir og ólíkir mœlikvarðar verið lagðir á það hvað fœlist í sannri karlmennsku. Hvernig verður karlmennska mœld í dag og hver hefur svarið? onur eru ekki leikföng eða nytjadýr fyrir karl- menn,“ eru orð Stefáns Jóns Hafstein, dagskrár- stjóra rásar tvö. „Ég lít fyrst og fremst á konur sem fullgilda félaga í mannlegu samfélagi en ekki sem kynverur.“ En vegurinn getur verið vandrat- aður. Konur eru oft mjög á varðbergi gagnvart karlmönnum og því heyrist oft fleygt þeirra á meðal að stutt sé í karlrembuháttinn sérstaklega hvað varðar samskipti karla og kvenna á vinnumarkaðinum. Stefán, sem yfirmað- ur á vinnustað þar sem bæði konur og karlar vinna sömu störf, hefur að eigin sögn fengið gagnrýni frá starfssystrum sínum fyrir að koma öðruvísi fram við þær en karlana og gera til þcirra aðrar kröfur. „Ég held að þetta sé misskiln- ingur. Eg kem ólíkt fram við ólíka einstaklinga. Við erum öll ólík sem einstaklingar og kynverur og eigum að fá að vera til sem slík en ekki bundin á bás samkvæmt löngu úr- eltum karl- og kvenskilgreiningum. Það fer hins vegar í taugarnar á mér ef konur vilja hverfa til þess tíma að karlar opnuðu fyrir þeim dyr og áttu frumkvæði í öllum samskipt- um. Mér finnst það hreint afturhvarf og í raun niðrandi fyr- ir ungar konur þegar þær eru farnar að setja sig í þetta brúðuhlutverk á ný sem þær eru vissulega farnar að gera.“ Til að leiðrétta allan misskilning tekur Stefán þó fram að hann sé ekki að krefjast þess að konur taki að klæðast mussum og hætti að hafa sig til. „Það kann að vera rétt að konur hafi í jafnréttisbaráttunni tapað mörgu af því sem þeim var hvað dýrmætast, vegna þess hversu mikið þeim lá á að verða eins og karlmenn. Að staldra við og líta til baka getur tæpast verið annað en hollt. Ég er hlynntur því sem kvennahreyfingin virðist nú vera að gera, að hefja til vegs og virðingar þau kvenlegu gildi sem karlmenn hefðu átt að ÞÓRARINN ELDJÁRN JAFNRETTIS órarinn Eldjárn rithöfundur er afsprengi ’68 kyn- slóðarinnar. Skoðanir hans og viðhorf til jafnrétt- ismála hafa að miklu leyti mótast af þeirri hugar- farsbyltingu sem fór eins og eldur um sinu meðal ungs fólks á Vesturlöndum í lok sjöunda áratugar- ins. Sú áhersla sem að undanförnu hefur verið lögð á mun milli kynjanna segir hann því ekki vekja áhuga sinn. Að hans mati eru það fyrst og fremst líffræðilegir þættir sem skilja milli karls og konu. Kjósi fólk hins vegar að gera þennan mun meiri sé það því í sjálfsvald sett. í augum Þórarins er þetta spurning um val. „Það er tíska að greina milli karls og konu.“ Hann bendir hins vegar á að konum verði tíðrætt annars vegar um sér- stök kvennagildi og hins vegar karlagildi sem öll séu af hinu illa, eins og hann kemst að orði. „Það er ljótt að vera karl- maður í dag,“ fullyrðir hann. Þótt Þórarinn líti fyrst og fremst á sig sem manneskju en ekki karlmann getur hann þess að einn sé sá hlutur sem ekki myndi falla að sjálfsmynd hans sem karlmanns. „Ég held ég myndi aldrei segja um lítið fallegt barn „þetta er al- gjört rassgat". Allt eins kveðst hann geta sett rúllur í hárið, málað sig og skellt sér í pils. „Vissulega eru það líka ein- hverjir hlutir sem körlum er mikilvægt að halda í, eins og það að geta talið sig betri bflstjóra en konur.“ Þórarinn bendir hins vegar á að ekkert sé algilt í þessum málum frek- ar en öðrum því hann þekki líka dæmi um hjónaband þar sem konan hefur bflpróf en maðurinn ekki og sér vitandi 48 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.