Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 42

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 42
FEGURÐ: Gegn veöri og vindum Falleg og hraustleg húð hefur lengi verið keppikefli kvenna og draumurinn um ei- lífa œsku aldrei langt undan. Ýmis húsráð og uppskriftir að fegrunarsmyrslum hafa gengið frá móður til dóttur kynslóð fram af kynslóð. Eða hver kannast ekki við ráð eins og pað að þvo sér daglega upp úr mjólk til að halda sem lengst í æskuljóma húð- arinnar? Nú hafa konur hins vegar fengið vísindin í lið með sér til að leysa gátuna um hvernig öðlast megi eilífa æsku. Sérfræðingar á ýmsum sviðum keppast við að leita uppi efni sem hamlað gætu hrörnun húðarinnar og unnið gegn þeim umhverfis- og eðlislægu þáttum sem valda því að hún missir teygjanleika sinn og æskuljóma. Leikur- inn er í raun ójafn frá upp- hafi því margt leggst á eitt við að svipta húðina unglegu yfirbragði hennar, til dæmis streita, reykingar, röskun á hormónajafnvægi, hreyfing- arleysi og sólböð. Húðin er stærsta líffæri mannslíkamans og vegur alls um þrjú kíló. Gott eða slæmt ásigkomulag hennar ræðst mikið til af því lífsmynstri sem viðkomandi temur sér. Forsenda heilbrigðrar og hraustlegrar húðar er heilsu- samlegt líferni, hreyfing, holl fæða, nægur svefn og hófleg sólböð. Pá hafa ýmsir erfða- þættir áhrif á það hvernig húðin eldist. Frá og með tuttugu og fimm ára aldri tekur húðin að missa æskuljóma sinn. Hægja tekur á raka- og súrefnismyndun hennar og eig- inleikar húðarinnar til að bregðast við ytra áreiti minnka. Flest snyrtivörufyrirtæki hafa reynt að koma til móts við konur með því að leita uppi efni sem dregið gætu úr eða hægt verulega á þessari þróun. Fjöldinn allur af andlitskremum hefur í þessum tilgangi verið settur á markað og í aug- lýsingum með sumum þeirra er því jafnvel heitið að smyrslið muni draga að einhverju marki úr þeim hrukkum sem fyrir eru. Margir læknar og sérfræðingar vilja hins vegar draga í efa sann- leiksgildi slíkra loforða og benda í því sambandi á að ekki hafi tekist að sanna með óyggjandi hætti að krem þessi skili tilætluðum árangri. Ein undantekning er þó á þessari reglu. Reatín A, sem upphaflega var þróað sem lyf í baráttunni við ungl- ingabólur, hefur sýnt sig að hafa yngjandi áhrif á húð. Komið hefur á dag- inn að við reglubundna notkun Reatíns A verður hörundið stinnara og mýkra viðkomu og talsvert birtir yfir litarafti húðarinnar. Enn sem komið er fæst þessi áburður þó eingöngu gegn framvísún lyfseðils og verður þess líkast enn Nú hafa vísindin gengið í lið með konum í leitinni að eilífri æsku. langt að bíða að hann verði almennt viðurkenndur sem fegr- unarsmyrsl til almennrar notkunar þar sem talið að hann auki hættu á húðkrabbameini. Um gildi andlitskrema til að verja húðina gegn skaðlegum umhverfisþáttum eins og ryki og brennandi geislum sólar eru þó flestir þeir sem starfa á sviði húðrannsókna sammála. Með reglubundinni hirðu húðarinnar og með notkun nærandi og verjandi krema má draga úr óæskilegum áhrifum umhverfis- þátta á húðina. Flest dagkrem innihalda til dæmis orðið vörn gegn skaðlegum geislum sólar. Sem dæmi má nefna dagkrem- in Lotus frá Clarins og Stratagem Day Care frá Charles of the Ritz en bæði innihalda þau vörn gegn útfjólubláum geislum og verja jafnfamt húðina fyrir þeirri veðrun sem hún verður fyrir daglega. Þá hefur Yves Saint Laurent sett á markað nýtt krem, Hydra Perles, sem er ætlað að verja húðina gegn mengun og sporna við hrörnun hennar. Kreminu er ætlað að örva nátt- úrulega vörn húðarinnar við ytra áreiti, bæta öndun hennar og stuðla að hærra rakastigi í húðfrumunum. Þótt andlitskrem hafi enn ekki sannað mátt sinn sem lyf til að koma í veg fyrir hrörnun húðarinnar hafa sérfræðingar á þessu sviði ekki gefist upp í leitinni að eilífri æsku. Chanel hefur til dæmis nýverið sett á markað andlitskrem sem meðal annars er ætlað að hægja á frekari hrörnun húðarinnar og vernda hana gegn ofþornun. Sömu sögu er að segja af snyrti- vörufyrirtækinu Lancaster sem sett hefur á markað nýtt krem, Competence, og er því meðal annars ætlað að vinna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. A síðustu árum má segja að hafi orðið bylting í fram- leiðslu á snyrtivörum. Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur tekið að státa af því að nota ein- vörðungu náttúrulegar afurðir í fram- leiðslu sína. Þannig innihalda Biodr- oga snyrtivörur í svokallaðri High sensitive línu til dæmis engin ilm-, gervi- eða rotvarnarefni og hafa sér- fræðingar á rannsóknarstofum þess þróað sérstaka lífræna meðferð sem ætlað er að styrkja eigið varn- arkerfi húðarinnar. Þá hafa mörg snyrtivörufyrirtæki einnig tekið að hampa einstökum vítamíntegund- um þó læknar bendi á að í vissum tilfellum geti þau jafnvel valdið of- næmisviðbrögðum. Þannig hefur komið í ljós að e-vítamín í andlits- kremum getur valdið útbrotum. Engum þarf að dyljast að húð sem er bæði vel hirt og snyrt er fal- leg og stuðlar að vellíðan viðkom- andi. Austur-Evrópa hefur lengi ver- ið talin Mekka húðsnyrtingar og kon- ur í þessum löndum yfirleitt þótt hafa áberandi unglega og fallega húð. Þar hefur hirðu húðarinnar frá fornu fari ver- ið gert hátt undir höfði og ætti það að segja kynsystrum þeirra í norðri margt um mikil- vægi þess að huga vel að húð sinni og gæta þess að láta það að hlúa að henni ekki sitja á hakan- um í dagsins önn.D 42 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.