Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 102

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 102
málastjóri Fjölbrautaskóla Suðurlands, gift Garðari H. Gunnarssyni skrifstofu- stjóra. Börn þeirra eru Ingibjörg Þóra Garðarsdóttir (f. 1963) kennari á Sel- fossi, Gunnar Garðarsson (f. 1964) mæl- ingamaður á Selfossi, Aðalsteinn Garð- arsson (f. 1965) kerfisfræðingur á Sel- fossi og Ásthildur Kristín Garðarsdóttir (f. 1967), í sambúð með Þór Valdimars- syni húsasmíðanema á Selfossi. d. Ólafur Þórarinsson (f. 1950) bóndi og tónlistarmaður í Glóru. Hann hefur verið í helstu popphljómsveitum á Suð- urlandi um langt árabil og rekur nú með- al annars hljóðver í Glóru. 3. Þorbjörg Björnsdóttir (f. 1915) starfsmaður Landsbankans í Reykjavík. 4. Ásthildur Kristín Björnsdóttir (f. 1917), lengi starfsmaður Hagstofu Is- lands. Hún er ekkja Steins Steinarr, eins helsta og mest lesna Ijóðskálds Islend- inga á þessari öld, og voru þau barnlaus. BRAUTARHOLTSFÓLKIÐ Ásta Ólafsdóttir (1892-1985) húsfreyja í Brautarholti á Kjalarnesi var yngsta barn þeirra séra Ólafs og Ingibjargar í Hjarð- arholti. Á yngri árum var hún stoð og stytta foreldra sinna í sambandi við skólahald í Hjarðarholti og kenndi sjálf söng og hannyrðir. Ásta giftist Ólafi Bjarnasyni frá Steinnesi í Húnavatns- sýslu. Hann var búfræðingur að mennt og var fyrst bóndi á Akri fyrir norðan. Hann keypti Brautarholtið árið 1925 af Páli, mági sínum, og séra Ólafi, tengda- föður sínum, gerði það eitt af stærstu bú- um landsins og varð vinsæll og vel met- inn bændahöfðingi syðra. Hann var í hreppsnefnd Kjalarneshrepps 1925 til 1958, oddviti í tólf ár og hreppstjóri í 38 ár. Margs konar trúnaðarstörf hlóðust á hann og meðal annars var hann um hríð formaður stjórnar Mjólkurfélags Reykja- víkur. Börn þeirra eru: 1. Bjarni Ölafsson (1926-1948) 2. Ingibjörg Ólafsdóttir (f. 1927) hjúkr- unarfræðingur, kona Gunnars Sigurðs- sonar byggingaverkfræðings í Reykjavík. Gunnar hefur lengst af starfað hjá Reykjavíkurborg og hefur verið bygg- ingafulltrúi borgarinnar frá 1973. Börn þeirra eru: a. Ásta Gunnarsdóttir (f. 1954) kenn- ari í Reykjavík, gift Birni Reyni Frið- geirssyni, starfsmanni Vátryggingafélags Islands. b. Sigurður Bjarni Gunnarsson (f.1962) aðstoðarmaður í hjúkrun. 3. Ólafur Ólafsson (f. 1928) landlækn- ir. Hann lauk læknisprófi frá Háskóla Is- lands 1957 og stundaði síðan framhalds- nám í Danmörku, Svíþjóð og London. Hann er viðurkenndur sérfræðingur í lyf- læknis- og hjartasjúkdómum og embætt- islækningum. Hann var yfirlæknir Rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar 1967 til 1972 og gat sér þar slíkt orð að hann var skipaður landlæknir árið 1972 og hefur gegnt því embætti síðan. Ólafur er að ýmsu leyti óvenjulegur embættismaður, talar yfirleitt ekki neina tæpitungu eða stofnanamál eins og margir embættis- menn gera. Til þess að staðna ekki hleypur hann í það öðru hverju að gegna héraðslæknisstörfum um tíma og þá einkum í afskekktum héruðum sem erfitt er að manna. Kona hans er Inga Mari- anne Falck hjúkrunarfræðingur frá Sví- þjóð. Þau eiga fimm börn en fyrir átti Ólafur tvo syni. Börnin eru: a. Svavar Lárus Ólafsson (f. 1955) verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Por- kötlu Valdimarsdóttur bankagjaldkera. b. Ólafur Ólafsson (f. 1957) héraðs- dómari á Akureyri. c. Ásta Sólveig Ólafsdóttir (f. 1960) hjúkrunarfræðingur, í framhaldsnámi í Svíþjóð, í sambúð með Ágúst Kárasyni vélamanni. d. Ingibjörg Ólafsdóttir (f. 1964) hjúkrunarfræðinemi. e. Bjarni Ólafur Ólafsson (f. 1965) lög- reglumaður. f. Páll Ólafsson (f. 1968) laganemi. g. Gunnar Alexander Ólafsson (f. 1969) nemi. 4. Páll Ólafsson (f. 1930) bóndi og bú- fræðingur í Brautarholti. Hann stofnaði graskögglaverksmiðju í Brautarholti ásamt Jóni bróður sínum árið 1963 og hefur rekið hana síðan. Hann hefur tek- ið mikinn þátt í félagsmálum bænda, ver- ið formaður Búnaðarsambands Kjalar- nesþings og tók við hreppstjóraembætti að föður sínum látnum. Kona hans er Sigríður Kristjana Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Börn þeirra, komin yfir tví- tugt, eru: a. Guðrún Pálsdóttir (f. 1963) lyfja- fræðingur í Reykjavík, í sambúð með Stefáni Hilmarssyni, löggiltum endur- skoðanda. b. Ásta Pálsdóttir (f. 1965) nemi í Reykjavík, í sambúð með Gunnari Páli Pálssyni viðskiptafræðingi. c. Þórdís Pálsdóttir (f. 1968) nemi. d. Ingibiörg Pálsdóttir (f. 1969) nemi. 5. Jón Ólafsson (f. 1932) bóndi í Braut- arholti. Hann er oddviti sveitar sinnar og hefur verið potturinn og pannan í öllum helstu framkvæmdum á Kjalarnesi und- anfarin ár. Kona hans er Auður Krist- insdóttir. Börn þeirra yfir tvítugt eru: a. Ólafur Jónsson (f. 1961) svínabóndi í Brautarholti. :r*v ' ii / JrP V -r* i Ný sending Dömu- oq herrasloppar Stórglæsilegt úrval Ennfremur mikið úrval af nærfötum, slæðum og margskonar gjafavörum. Snyrtivöruverslunin Gullbrá, Nóatúni 17, sími: 624217. Sendum ípóstkröfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.