Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 97

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 97
lensku í Háskólanum árið óhætt að segja að við urðum öll fyrir miklum ■vonbrigðum með nám- skeiðið, enda virtist lítill metnaður vera í að gera þetta sem best úr garði. Flestir bekkjarfélagar mínir voru frá Norður- löndunum, og kennslan fór fram á dönsku sem ég kunni ekki neitt í, og því nýttist námið mér illa. Einnig var ekkert tillit tekið til þess hvort fólk hefði einhverja und- irstöðu í íslensku eða ekki, og öllum tilmælum okkar um Barnfóstran, Elsa Finnsdóttir, les íslenska barnabók fyrir Chris litla. að skipta upp hópnum, sem var allt of stór, var hafnað. Engu að síður var Joan ákveðin í að starfa við íslenskuna til frambúðar. Þar sem ógerlegt var að taka kúrsa í nútíma íslensku úti hafði hún ekki um aðra möguleika að ræða en að skreppa til Is- lands við og við. Frá 1979 kom hún næst- um hvert sumar í eina eða tvær vikur til að sinna málrannsóknum. „Því miður hef ég aldrei verið nógu lengi á íslandi til að virkilega ná mál- inu,“ heldur Joan áfram. „Auk þess finnst mér ég stundum vera of gömul til að læra nýtt tungumál. Franskan mín, sem ég hef numið frá sex ára aldri, er mjög góð, en kunnátta mín í tungumál- um sem ég hef bætt við mig síðar á lífs- leiðinni fer stigversnandi eftir því hve- nær ég hóf að læra þau. Svo ég tala ís- lensku ekki eins vel og ég vildi gera, en ég les hana. ichael, eldri sonur hennar, er fæddur árið 1982. Síðan þá hefur ein íslensk stúlka dvalist á hverju ári á heimili Joan og eiginmanns hennar, Kim Valentine. Christopher fæddist svo fjór- um árum seinna og hafa því báðir dreng- irnir eingöngu haft íslenskar barnfóstrur síðan þeir fæddust. „Á þessum tíma hafði ég tekið þá ákvörðun, eða að minnsta kosti vonaðist til að geta eytt einni og einni önn á Is- landi, og svo annarri hér. Ég hafði ein- göngu verið á íslandi yfir sumartímann þegar málvísindamenn eru ekki við og skólar ekki starfræktir. Ég vildi fara þangað einhvern tímann á skólaárinu, sem auðvitað þýddi að ég yrði að taka börnin með mér,“ útskýrir Joan fyrir mér. „Það yrði miklu auðveldara fyrir þau og fyrir mig ef þau skildu íslensku, og því tók ég þá ákvörðun að fá íslensk- ar barnfóstrur. Ég vildi hafa au-pair stúlku, og sem betur fer er það auðveld- ara nú eftir að það er hægt á löglegan hátt. En sem sagt, það var langskynsam- legast að fá íslenskar stelpur í starfið.“ Eftir að Joan átti börnin var erfiðara fyrir hana að fara til íslands á hvaða tíma ársins sem var. í júní 1985 kenndi hún á norrænu sumarnámskeiði á Flúð- um, en dvaldi tvo mánuði alls á íslandi með Michael, en hann var meðal annars á leikskóla í Breiðholtinu. Á vorönn 1987 var Joan svo Ful- bright kennari við Háskóla íslands. Hún kenndi þar málfræði við íslensku- deildina: „Eða, til að vera öllu nákvæmari, íslenska fallnotkun sem ég hef al- veg sérstakan áhuga á í ís- lensku setningarfræðinni,“ bætir Joan við. Ég spyr hvernig kenns- lutilhögun hafi verið hátt- að og hvort nemendum hafi ekki þótt einkennilegt að hafa útlending til að kenna þeim ís- lensku. „Ég flutti fyrirlestrana á ensku, en nemendurnir skiluðu flestum verkefnum sínum á íslensku, þannig að þeir gátu notfært sér þekkingu mínu á málinu. Ég held að aðeins einn nemandi hafi lagt það á sig að skrifa á ensku. Þeir báru einnig fram spurningar á íslensku,“ segir Joan. „Þetta var því alveg það sama og með strákana mína og barnfóstrurnar, nemendurnir töluðu á íslensku og ég svaraði þeim á ensku. Það var ekkert erfitt fyrir mig, því ég skil íslensku nógu vel til að geta fylgst með samræðum fólks og tekið þátt í venjulegum umræð- um sem eiga sér stað í málvísindatímum - það er komið upp með setningar og síðan rætt um uppbyggingu þeirra og önnur setningarfræðileg dæmi tekin til umfjöllunar.“ „Það var hins vegar mjög erfitt að út- skýra fyrir öðru fólki hvað ég var að gera. Það gat ekki trúað því að útlend- ingur væri við Háskólann að kenna Is- lendingum íslenska setningafræði,“ held- ur hún áfram. „Fólk gerði bara ráð fyrir að ég væri þangað komin til að kenna ensku!“ J oan segir að þetta hafi verið mjög erf- itt tímabil fyrir hana. Christopher var aðeins þriggja mánaða þegar hún fór sem Fulbright kennari til Islands og hún var enn með hann á brjósti. Hann fylgdi móður sinn þangað og var hjá dag- mömmu meðan hún var að kenna. Einn- ig voru launin mjög lág. „Ég var ófrísk þegar ég sótti um starf- ið, en þetta var í fyrsta skipti í tíu ár sem þeir höfðu Fulbright stöðu í málvísind- um. Ég vissi að það yrði ekki annað tækifæri í langan tíma og þú verður að grípa það þegar það gefst,“segir hún. „Ég fór vegna ýmissa ástæðna, það var sérstaklega gott að geta talað um það sem ég var að vinna að án þess að þurfa að þýða allt yfir á ensku. Þegar ég tala um íslensku hérna verð ég alltaf að stoppa og útskýra mjög nákvæmlega allt um tungumálið." Michael kom svo til mömmu sinnar og bróður síðustu tvo mánuðina af dvöl þeirra hérlendis, og gekk í íslenskan skóla, Sælukot. „Það er forskóli rekinn af Ananda Marga,“ segir Joan. „Skólinn var nálægt háskólanum, svo þetta var mjög þægi- legt.“ Ástæðuna fyrir því að hún sendi Michael í Sælukot segir Joan vera þá að engar ráðstafanir væru gerðar fyrir börn Fulbrightkennara og að enginn staður væri fyrir þau í forskólakerfinu. eg viðurkenni þó að vandamál þar að lútandi eru fá, því flestir senda börnin sín í skóla á vegum sendiráð- anna,“ heldur hún áfram. „Ég vildi hins vegar ekki senda Michael þangað, þar sem öll kennsla fer fram á ensku og meg- intilgangurinn með komu hans var að lofa honum að vera í umhverfi þar sem töluð var íslenska. Ég veit að Höskuldur átti í miklum erfiðleikum með að finna stað fyrir Michael, því hann var ekki orðinn nógu gamall fyrir grunnskólann. Hefði hann verið orðinn sjö ára hefðu þeir tekið við honum, en ég varð að finna honum stað í einkareknum skóla. Leikskólarnir hafa, eins og þú veist, heil- langa biðlista, og jafnvel mjög erfitt að fá pláss hjá þeim sem ekki eru í eigu borgarinnar. Það eru ekki gerðar neinar undantekningar fyrir opinbera starfs- menn eins og Fulbright skiptikennarana. Eftir því sem ég best veit var ég fyrsti kennarinn sem fór fram á það að hafa barnið mitt inni í íslenska skólakerfinu." „Svo Michael fór í Sælukot, sem var ósköp venjulegur skóli þar sem töluð var íslenska, þrátt fyrir að börnin lærðu söngva hvaðanæva úr heiminum, því fæstir þeirra sem ráku skólann höfðu ís- lensku að móðurmáli sínu. Flestir kenn- ararnir voru þó íslenskir, og þarna voru fyrst og fremst íslensk börn. Að því ég best veit var Michael eini útlendingur- inn, svo að þeim var kennt á íslensku." Ég spyr Michael hvort hann hafi talað íslensku við krakkana þegar hann var á íslandi. Hann jánkar því, en segist stundum hafa notað enskuna. Mamma hans upplýsir að sumir eldri krakkarnir í blokkinni þar sem þau bjuggu í Vestur- bænum hafi leitað Michael uppi til að æfa sig í enskunni. „En eins og þú veist þá skiptir það oft engu hvaða mál krakkar nota, þeir skilja hverjir aðra,“ skýtur Joan inni í. Michael saknaði þess til að byrja með hve lítið barnaefni var í sjónvarpinu. Ég spyr hvort það hafi verið of lítið af teiknimyndum. „Nei,“ svarar hann ákveðinn. „Það hefði verið of erfitt að skilja þær, þú veist hvað teiknimyndahetjur tala hratt og hljóma eins og þetta fólk í auglýsing- unum sem er að reyna að selja hluti.“ Joan segir að hann hafi kvartað mikið fyrst þegar hann kom til íslands út af barnatímunum, eða öllu heldur skorts á þeim, en svo hefði hann alltaf verið úti að leika sér, því þetta var í apríl og maí. Það er greinilega einnig mjög ofarlega í huga Michaels. Framhald á bls. 114 HEIMSMYND 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.