Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 83

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 83
Páll Ólafur Pálsson (1887-1971) og Hildur Stefánsdóttir kona hans (1893-1970). vald Gylfasyni í fjórða lið. Hér verða afkomendur séra Ólafs í Hjarðarholti raktir að nokkru en þó er aðeins uppkomins fólks getið. HUGSJÓNARÍKUR MENNTAKLERKUR Séra Ólafur Ólafsson (1860-1935) var Hafnfirðingur að upp- runa. Faðir hans var Ólafur Jónsson útvegsbóndi og kaup- maður þar, kallaður borgari, en móðir Metta Kristín Ólafs- dóttir hreppstjóra í Hafnarfirði Þorvaldssonar. Ólafur var tekinn í Reykjavíkurskóla 15 ára gamall en hætti um hríð námi þannig að hann lauk ekki stúdentsprófi fyrr en 1883, þá 23 ára gamall. Tveimur árum síðar tók hann próf úr Prestaskólanum með fyrstu einkunn. Hann fékk þá um vorið veitingu fyrir Lundi í Lundarreykjardal og um haustið kvænt- ist hann Ingibjörgu Pálsdóttur Mathiesen (1855-1929), prests- dóttur frá Arnarbæli. Hún var systir hins þjóðkunna klerks, séra Jens Pálssonar í Görðum á Alftanesi. Séra Ólafur sat Lund í 16 ár en árið 1901 vígðist hann til Hjarðarholts í Dölum og sat þann stað sem prófastur til 1920 að hann lét af prestsskap. Var hann jafnan kenndur við Hjarð- arholt. Mikið var látið af Hjarðarholtsheimilinu. Þar var torfkirkja og torfbær, þegar þau séra Ólafur og Ingibjörg komu þangað, en þau létu byggja ný hús úr steini, timbri og járni, bæði kirkju og bæjarhús. Kirkjan var gerð eftir teikningu Rögn- valds Ólafssonar, fyrsta íslenska arkitektsins, og er einhver hin glæsilegasta í sveit hér á landi. Þá lét Olafur reisa af eigin rammleik skólahús í Hjarðar- holti árið 1910 og hélt þar heimavistarskóla fyrir um 20 nem- endur árlega næstu sjö árin. Klerkur taldi menntun besta veganesti út í lífið og var sjálfur skólastjóri og aðalkennari. Svo mikið orð fór af þessum skóla að ungmenni víðs vegar að sóttu hann og komust jafnan færri að en vildu. Þarna voru numin þau bóklegu fræði sem þá voru kennd í alþýðuskólum en jafnframt lögð mikil áhersla á söng. Séra Ólafur var að ýmsu leyti sérstæður kennimaður sem fór sínar eigin leiðir. Hann hafði til dæmis þann hátt á að flétta sögum úr daglega lífinu inn í stólræður sínar og þótti sumum það ótilhlýðilegt. Hann var hagmæltur og lét eftir sig safn ljóða. Einnig fékkst hann mikið við málaralist og hafði yndi af laxveiði og hestamennsku. Auk þess að vera prestur og skólastjóri var séra Ólafur póstmeistari í Hjarðarholti og frumkvöðull í félagsmálum sveitar sinnar. Arið 1920 lét klerkur af prestsskap og fluttust þau hjón til Reykjavíkur og bjuggu að Bjargarstíg 5. Fékkst séra Ölafur við kennslu í Kvennaskólanum og rak útgerð. Til marks um það orð sem fór af séra Ólafi, þegar hann kom til Reykja- HEIMSMYND 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.