Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 66

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 66
að Keflavíkurflugvöllur lendi í hópi þeirra tíu verstu flugvalla heims sem sýndir eru á myndinni hér til hliðar. Annað vandamál, sem flugmenn um allan heim hafa vaxandi áhyggjur af, er þrýstingur rekstr- araðila á þá að taka eins lítið eldsneyti og framast er verjanlegt. Það er dýrt að flytja umfram bensín á milli staða og plássinu betur varið til að flytja fólk og frakt. Með stöðugt harðari samkeppni, þar sem hart er barist að skera niður hvers konar óþarfa, telja flugmenn sig finna fyrir vaxandi þrýstingi yfirmanna sinna í þessu tilliti. Allavega vinna þeir sig í álit sem skammta sér eldsneytið naumt - að minnsta kosti meðan þeir sleppa frá því án áfalla. A sama tíma lengjast og þéttast biðraðirnar yfir helstu flugvöllum og sá tími lengist sem flugvél- arnar ýmist sitja á brautarendum og bíða eftir brottfararleyfi eða eyða í hringsóli í bið eftir aðflugsleyfi. Þýska flugfélagið Lufthansa reiknaði út á síðastliðnu ári að hjá sínum flota hefðu tíu þúsund stundir farið í bið á jörðu niðri og aðrar tíu þús- und í háloftunum. Kostnaðurinn var 50 milljónir dollara - þrír milljarðar ís- lenskra króna. Islendingar þekkja þetta vandamál að- allega af fréttum af smáflugvélum í ferju- flugi yfir hafið, sem hafa vanmetið ísingu og mótvind við eldsneytistöku og hrapa mislangt frá ákvörðunarstað í Reykjavík, í einu dæminu á Skerjafirði í nokkurra mínútna fjarlægð frá flugbrautinni. Eitt þekktasta og nýlegasta dæmið varðar flugvél frá kólumbíska flugfélaginu Avi- anca, Boeing 707-321B, sem hrapaði í Cove Neck, Long Island, í aðflugi að Kennedyflugvelli, 25. janúar 1990. Vélin lagði af stað frá Bogotá, Kólumbíu, með millilendingu í Medellín. Veður yfir austurströnd Bandaríkjanna var afleitt og löng biðröð myndaðist við Kenn- edyflugvöll. Vélin var því látin taka hringsól yfir Norfolk í 19 mínútur, nærri Atlantic City í 29 mínútur og í aðrar 29 mínútur við komuna inn á umsjónar- svæði JFK. Flugstjórinn bað um for- gangsaðflug, þar sem hann væri að verða eldsneytislaus en náði ekki aðflugi. Aður en hann næði að gera aðra aðflugstilraun hrapaði vélin með 158 manns um borð. Af þeim hlutu 73 banvæna áverka, þar á meðal flugliðarnir þrír og fimm af sex flugfreyjum, 82 slösuðust alvarlega og þrír hlutu minniháttar meiðsl. Aðalor- sökin var skortur á nægu eldsneyti við komuna til New York til að geta beðið tilskilinn tíma eftir aðflugsleyfi. Hins vegar hefði mátt bjarga vélinni hefði tjáskiptum við flugumsjón ekki jafnframt verið ábótavant, svo að umsjónarmönn- um á jörðu niðri var alls ekki ljóst hve ástandið var alvarlegt. ^ Flugumsjón er líka enn einn flösku- hálsinn, ef spárnar ganga eftir um tvö- földun flugumferðar á næsta áratug upp í tvo milljarða farþega árið 2000. Flugum- Framhald á bls. 98 Flupmenn Þreyta flugmanna er ekki eins aðkallandi vandamál á ís- landi og víða annars staðar. Ferðir eru yfirleitt vel innan eðlilegs vinnutíma, fram og til baka til Evrópu; með hvíld eftir Ameríkuflug og aftur eftir heimkomuna. Yfirleitt er vinnutími innan hóflegra marka hjá áætlunarflugfélögum, þótt veður og gífurleg umferð yfir sumum flugvöllum geti sett strik í reikninginn. Það eru flugmennirnir í leigufluginu sem einkum kvarta undan óhóflegum vinnutíma og gífurlegu álagi. Þótt flugáætlun sé oft mjög þröng, svo að lítið má út af bera svo að hún fari ekki úr skorðum, er mikill þrýstingur á áhafnir að snúa aftur til heimavallar án áhafnaskipta. Ef þá er mikil umferð yfir heimavelli, jafnvel margra klukkustunda bið í biðröð, er oft komið langt fram yfir þann vinnu- tíma sem reglur mæla fyrir um. Kvartanir eru oft illa séðar hjá flugrekstrar- aðilum og geta haft mikil áhrif á framgang þeirra í launum og tign. Því hafa ýmsar stofnanir komið upp þjónustu, þar sem flugmenn geta sent inn skýrslur um reynslu sína, nafnlaust. Opinberar stofnanir geta svo kannað nánar einstök atriði með hliðsjón af þessum kvörtunum. Hér á eftir fara nokkur sýnishorn úr slíkum skýrslum. „Tvisvar á þessu ári hef ég verið með flugstjóra sem hefur sofnað í dagflugi. Þegar saman koma langur vinnutimi, margir flugleggir í ferð, næturflug, lélegar máltíðir áhafna og skortur á sumarfríum leiðir þetta smám saman til uppsafnaðrar þreytu. Eitthvað verður að gera til að breyta þessu, áður en það leiðir til slysa.“ „Á miðri flugleið vaknaði ég og uppgötvaði að ég var sá eini sem var vakandi. Ég hafði sofið í hálftíma.“ „Daginn áður hafði ég tekið þrettán stunda og fjörutíu og fimm mínútna vakt, þar af tíu stunda flug. Ég kom til baka til heimavallar klukkan 08:15 og hafði farið í loftið klukkan 18:10 kvöldið áður. Ég náði litlum svefni þann dag og um kvöldið var ég skráður í fimm stunda flug frá heimavelli klukkan eitt um nóttina. Á leiðinni sagði ég við hina tvo í áhöfninni að ég ætlaði að hvíla mig í tíu mínútur - með lokuð augu. Ég opnaði augun eftir þrjár mín- útur og uppgötvaði að báðir félagarnir voru sofnaðir! Hefði ég sofnað hefði það getað leitt til stórslyss.“ „Ákafur svefn sótti á mig við handastýringu á vélinni og með kenni- merkjalausan himininn allt í kring. Tvisvar á tveimur tímum vaknaði ég og fann vélina vikna frá stefnu og fimm hundruð fetum of neðarlega. Það var næstum kvalafullt að halda sér vakandi. Furðulegir loftfimleikar vélarinnar trufluðu þó ekki farþegana, þar sem þeir sváfu yfirleitt Ifka. “ „Áhöfnin var vel hvíld fyrir flugið, en við brottför frá hótelinu var okkur skýrt frá tólf stunda seinkun. Meðan á ferðinni yfir Atlantshafið stóð sofn- uðum við allir og vorum vaktir af Mach viðvörunarbjöllunni. Þótt vélin væri stillt á óbreytt afl hafði hún aukið hraðann smátt og smátt og við það glumdi bjallan. Ég giskaði á að við hefðum allir sofið um tuttugu mínútur. Það fer um mig hrollur við tilhugsunina um hvað hefði getað gerst.“ Úrdrættir úr nafnlausum skýrslum flugmanna til CHIRP (Confidential Human Factors Incident Reporting Program), eða Trúnaðarskýrslur um mannlega þætti, sem leitt geta til slysa, og eru í umsjá Stofnunar fyrir flug- læknisfræði sem aftur er á vegum RAF, konunglega breska flughersins. Flight Safety Foundation í Arlington, Virginíu, gegnir svipuðu hlutverki í Bandaríkjunum. Flugmaður á B-727 sagði svo frá: „Áhöfnin mætti til skráningar á vakt klukkan átta um kvöldið fyrir „næt- urflug fram og til baka“. Eftir að hafa flogið alla nóttina (enginn svefn) átt- um við samkvæmt áætlun að lenda á heimavelli klukkan tíu að morgni. Flugstjórinn flaug síðasta legginn fyrir aðkomuna - og steinsofnaði! Að Framhald á bls. 98 sem sofna 66 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.