Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 99
Þegar Gauguin kom í Gula húsið hafði
hann með sér eitt af málverkum Emile
Bernard sem var af konum og börnum í
Bretaníu. Vincent varð svo hrifinn af
þessu verki að hann málaði eintak af því
sjálfur og skapaði síðan sjálfstætt verk af
fólksmergð á dansleik undir þessum
áhrifum.
NÆTURKAFFIÐ OG ÁHRIFIN
Meðan allt lék í lyndi hjá Vincent og
Gauguin í Gula húsinu máluðu þeir
stundum sömu fyrirmyndirnar. Aður en
Gauguin kom til Arles hafði Vincent
skemmt sér við það að mála Kaffihús
nœturinnar (La Cafe de Nuit) þar sem
drykkjurútar, vændiskonur og aðrar tirj-
ur gátu eytt nóttinni ef þær fundu ekki
annan betri stað. í þessari mynd notar
Vincent eiturgræna og æpandi rauða liti
til þess að leggja áherslu á það að þetta
sé staður þar sem menn geta eyðilagt
sjálfa sig í nautnalífi og misst vitið. Mál-
verkið er því fullkomin andstæða hinnar
frægu og vinsælu myndar Vincents af
svefnherbergi hans í Gula húsinu sem
var máluð skömmu seinna og átti að
sýna hvar hægt væri að öðlast hvíld og
heilbrigða endurnæringu.
Vincent hafði gengið illa í Arles að fá
konur til að sitja fyrir hjá sér, ekki síst
vegna þess að fólk leit þennan einkenni-
lega, skapmikla, sjálfstæða og tötralega
einfara hornauga. Konurnar í Arles eru
i taldar með eindæmum fagrar og Vincent
var því himinlifandi þegar kvennamann-
inum Gauguin tókst að lokka eiginkonu
eiganda Kaffihúss nœturinnar, frú Gin-
oux, til að sitja fyrir. Þeir máluðu hana
samtímis frá sitt hvoru sjónarhorninu í
Kaffihúsi nœturinnar og sögðust ætla að
gera ódauðlegar myndir af henni. Hún
trúði því mátulega, en þeir vissu hvað
þeir sungu. I bakgrunninum á mynd
Gauguins af frú Ginoux má sjá hermann
frá Alsír sem Vincent hafði málað mynd
af og einnig póstmanninn frá Arles,
drykkjubolta mikinn og vin Vincents,
sem hann hafði einnig málað.
Upp frá þessu urðu frú Ginoux og
Vincent góðir vinir því þau höfðu nefni-
lega sama djöful að draga: þunglyndið.
Enda mála báðir málararnir hana í hinni
sígildu stellingu hins þunglynda: með
hönd undir kinn. Enn frægari mynd
gerði Vincent af öðrum þunglyndis-
sjúklingi með hönd undir kinn: Dr.
Gachet, sem var síðasti læknirinn er
stundaði Vincent. Sú mynd er nú ein
dýrasta mynd í heimi. En Vincent lét sér
ekki nægja að mála frú Ginoux á eigin
spýtur. Hann hreifst svo af mynd Gaugu-
ins af frú Ginoux að hann málaði hana
eftir fyrirmynd frumteikningar sem
Gauguin skildi eftir er hann flúði frá Ar-
les.
HRÆÐSLAN VIÐ GEÐVEIKINA
Hlýju Vincents í garð Gauguins má hvar-
vetna lesa í samskiptum þeirra. Hins
vegar verður ekki vart neinnar hlýju frá
Gauguin í garð Vincents. Þegar Emile
PARFUM
pour
FEMMES
OOP