Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 26

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 26
AUÐA Mig hafði alltaf langað til að jarðtengja meira siðfræðilega og heimspekilega umræðu. Ég hafði áður fjallað nokkuð um það fræðilega hvemig hægt væri að tengja siðfræðilega umræðu reynslu okkar og aðstæðum en þama blasti við mér raunverulegur vandi sem snerti líf allra og bauð upp á gott tækifæri til að hugsa þessi mál í gegn. Stöndum við ekki á upphafsreit í því að velta þessum málum fyrir okkur? Ég minnist þess ekki að nein grundvallar-umræða um heil- brigðismál hati farið hér fram? „Nei, umræðan um heilbrigðismál hefur aldrei verið sterk. Ég er búinn að vera hér heima í tíu ár og fyrir utan erlendar bækur um efnið hef ég ekki haft á miklu öðm að byggja en umræðum sem ég hef tekið þátt í, í tengslum við allskonar fræðslufundi hjá heilbrigðisstéttunum. Fyrir tveimur árum komu þó út þrjár bækur sem því miður hefur farið ákaflega lítið fyrir. Læknablaðið hefur líka stundum verið helgað þessum málurn en það hefur ekki skilað sér út í almenna umræðu.“ Það hefur ekki mikið verið rætt um fóstur- eyðingar hér á síðustu árum. Þú veltir því fyrir þér hvort þær séu réttlætanlegar. Hver er niðurstaðan? „Það eru aðallega tvenn rök sem takast á í fóstureyðingarumræðunni, lífsverndarrökin og líkamsréttarrökin. Það er rangt að svipta saklausa mannveru lífi og það er réttmæt krafa konu að ráða yfir líkama sínum. Þegar þungun krefst óvenjumikilla fóma af konunni er réttlætanlegt að skyldur hennar við fóstrið víki. Fóstureyðing snertir í öllum tiifellum aðra en konuna. Þar ber fyrst að nefna fóstrið, sem er mennskt líf sem yrði að manneskju, ef konan ákvæði ekki annað. Líf og hagsmunir fóstursins gera ákvörðunina svo alvarlega að hún verður að þola það að reynt sé á rökin fyrir henni. I mörgum tilfellum er það líka réttmæt krafa föðurs að konan ræði þær ástæður sem gætu verið fyrir fóstureyðingu og beri hana saman við önnur úrræði. Þetta breytir því ekki að ákvörðunin er konunnar.“ Áður var fólk ekki úrskurðað látið fyrr en það var hætt að anda og hjartað hætt að slá. Nú telst maður dauður þegar heilinn er hættur að starfa. Ekki er langt síðan að Islendingar breyttu skilgreiningunni á dánarstundinni. Þegar það sama átti sér stað í nágrannalöndunum olli það mikilli umræðu á opinberum vettvangi. Hér gerðist þetta þegjandi og hljóðalaust. Hvað finnst þér um þennan mun? Vilhjálmur Árnason dó- sent í heimspeki við Háskóla íslands sendi nýlega frá sér bókina Siðfræði lífs og dauða, þar sem hann tekst á við siðferðilegan vanda heil- brigðisþjónustunnar, spurningar eins og hvort tæknin ógni mannúðlegri heilbrigðisþjónustu. Þetta er eitthvað metnaðar- fyllsta heimspekirit sem hefur verið skrifað á íslensku. Vilhjálmur leitar meðal annars svara við því hvort alltaf eigi að halda þagnarskyldu. Hvort rangt sé að flytja líffæri og hvort stytta megi sjúklingum aldur. Hvort fóstureyðingar séu réttlætanlegar og síðast en ekki síst, hvað sé réttlát heilbrigðisstefna. En hver var kveikjan að verkinu; spyr Ágúst Þór Árnason? J „Þetta er mjög gott dæmi og málið stendur mér nærri, því ég var í nefnd sem var beðin að gefa á þessu álit. Það var athyglisvert að sjá muninn á viðbrögðum í svona viðkvæmu og mikilvægu máli. Það olli mikilli umræðu erlendis og hér sýndi fólk þessu áhuga, en það voru engar deilur og engar sterkar skoðanir. Innan nefndarinnar voru líka ákaflega litlar deilur, við vorum ótrúlega sammála. Ég veit að sumir voru ósammála niðurstöðunni en þeir lögðu ekki fram nein rök í málinu. Sennilega er það veikburða umræðuhefð sem veldur þessum skorti á faglegum skoðanaskiptum. Fólk er oft að nöldra eitthvað og tauta. Eins og í þessu tilfelli voru sumir með einhverjar athugasemdir um það hverjir séu í nefndinni en menn hafa einfaldlega ekki burði til að blanda sér í alvöru umræðu eða hafa ekki vanið sig á að ræða svona mál með einhverjum rökum.“ Nú hefur heyrst sú gagnrýni að hlutur siðfræði í íslenskri heimspeki sé óeðlilega stór. „Já, það er rétt. Það er áberandi, þó að við sem leggjum stund á heimspeki hér heima séum menntaðir frá ólíkum stöðum í heiminum og oft ósammála um grundvallaratriði heimspeki, að þá virðast menn sameinast í þessum siðfræðiáhuga. Það kann að vera eitthvað í sögu okkar eða frekar eitthvað í aðstæðum okkar í dag sem veldur þessum áhuga og kallar á siðfræðilega rökræðu. Við verðum líka að athuga að það er rnjög sérstakt að stunda heimspeki á íslandi. Maður er alltaf að skrifa og tala til fólks sem er sjálft ekki menntað í faginu. Tilhneigingin er því óneitanlega sú að fjalla um efni sem snertir marga og siðferðileg vandamál snerta alla. Með því að vera á Islandi er maður að velja sér ólíkan feril því að maður væri í mjög hvetjandi akademísku umhverfi erlendis, þar sem að lægi beinast við að sérhæfa sig í einhverju þröngu heimspekilegu efni. Héma er maður í hálfgerðri þegnskylduvinnu en um leið er maður að svara kröfum samfélagsins. Maður er alltaf að bregðast við og það sem mér finnst vera aðalatriðið, er að reyna að treysta einhvem umræðugrundvöll." íslendingar einir fárra þjóða hafa sloppið við að fremja siðferðileg voðaverk á eigin fólki. Það sést oft á „umræðunni“ erlendis að þjóðir hafa þurft að takast á við mjög erfið slík siðferðileg vandamál. Við virðumst hafa sloppið þangað til núna þegar þarf að fara að skera niður fyrirbæri eins og heilbrigðiskerfið sem menn hafa verið nokkuð sammála um hvernig ætti að vera. Erum við komnir að glæpnum? „Við komum að glæpnum ef þjóðin lætur það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.