Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór Eyvi og Halla, Carmen og Hosé. Algjör negla Útdráttur úr óperunni Carmen að hætti Heinz Erhardts, eftir Ólaf Stefánsson Uppþotið Með svarblátt hár, í svörtum klæðum, suðrænt fas og barminn þunga, þannig birtist hæst úr hæðum hispurslaus hún Carmen unga. Villt sem gála var á svipinn, af vafasömum sýndist toga, því var margur gaurinn gripinn, girndarhug, í báli og loga. Einn þar þreif með þéttu taki, þrýstna mey og vildi ei sleppa. Hún 'ann sló með handarbaki, „Hvergi skalt mitt frelsi teppa“ Upp úr því var ekki í boði, annað neitt en hallt' ún færi. Handtaka og helber voði, hún var bundin fast með snæri. Hetjutenór Hosé skyldi, hana í Steininn færa að bragði. En heillaður 'ann heldur vildi, henni sleppa,- og í það lagði. Flóttinn Útlæg fóru ein til fjalla. Örkuðu um gil og klungur. Líkt og áður Eyvi og Halla, eins þau liðu skort og hungur. Þó sín nutu á fjalli í fyrstu, frjálsar ástir stóðu í blóma. Hlupu saman kreistu, kysstu, með kærleikann var allt í sóma. Loks fengu nóg að ferðast saman, forðinn etinn, höndin loppin. Líf á fjöllum grátt var gaman og geta ekki þvegið kroppinn. Hosé var úr hernum vikið, háðulega fékk 'ann útreið. Og Carmen líka karl fékk svikið, kannski orðin vita hrútleið. Nautaatið. Af nautaati er nóg á Spáni, nú var dagur 'ins heita dreyra, og matador* er mælt að skáni, ef meyjar láti í sér heyra. Hún til byggða brátt sér flýtti, bjóst þá til að horfa á atið. Aðstæður sér allar nýtti, (á 'ann Hosé lýst var fratið) Við hringinn voru margir mættir, matrónur í löngum röðum. Líka karlar kringilfættir, sem koma fyrir á slíkum stöðum. Þar sat Carmen þétt við sviðið, þurfandi eftir fjallastreðið, matadora- leit hún liðið, af löngun gat hún varla beðið. „Þeir eru menn að mínu skapi, miklu fremri Hosé kalli. Von að slíkur vesli tapi, og vitanlega kolfalli.“ Liðsins konung leit þá augum, leika hetju, nautið egna. Sá var ekki svag á taugum, svo að mátti furðu gegna. Eftir stungu þriðju, þjórinn, þeyttist dauður beint til jarðar. Aðdáenda æstur kórinn, æpti,- og Carmen flestum harðar. „Þig“ hún stundi, „þrái að hitta, þó að væri í búningsklefa, skal þig faðma og stundir stytta, staðfestuna ei þarft að efa.“ Endir. „Kallast ég þín kisulóra“ kvað hún blítt í mannsins fangi. Inn þá ruddist, ekki að slóra, æstur Hosé með fyrirgangi. Nautabaninn bauð þá sæti, bariton með dempað talið, en Hósé var með hávær læti, og hirti ekki um kurteist hjalið. Heldur sverði brá sem beitt var, beindi að hinum orðum völdum. Sá þá flúði fljótt því greitt var, að finna gat á sviðsins tjöldum. Sér Carmen fleygði á kné sín bæði, kuldi dauðans straukst við hana, en Hosé stakk í stjarfri bræði, og stungan eina nægði að bana. Féll hún við svo föl í kinnum, fór að dauða, - síns að vitja. Tautaði „olé“ tvisvar sinnum, en tími enginn bæn að flytja. En hindraður var Hosé-snáðinn, að hann sig léti af svölum detta… - nú, þið sögu þekkið þráðinn, þurfið ekki meira að fletta - Nú þykir mér ég vera orðinn alþjóðlegur. *Matador = nautabani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.