Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 49

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 49
Litli-Bergþór 49 Ævinlega þóttu yngstu börnin syngja best, þó ekki væru öll búin að fá lag. Þegar heim var komið var borðaður kvöldverður, samt ekki heitur matur eins og hér. Matarlystin var ekki góð og langt þótti okkur þangað til búið var að þvo upp. Loks heyrðist samt í bjöllunni og um leið spilaði pabbi jólasálm og við gengum syngjandi inn í jólastofuna. Á gjafirnar var ekki litið fyrr en búið var að syngja tvö jólalög. – Páskarnir höfðu allt annan blæ, reyndar voru páskaeggin talsvert stórt atriði fyrir okkur á meðan við vorum lítil. En þau voru falin í litlum hreiðrum hingað og þangað um bæinn og var sagt að páskahérinn hefði komið með þau. En seinna fórum við í morgungöngu snemma, helst fyrir kl 6, til að sjá sólina rísa. Sagt var að hún dansaði á páskadagsmorgni, en aldrei göngunni. Svona á Lúther að hafa aflað sér matar á sínum skólaárum. Eins og margir vita, er töluð lágþýska í norður Þýskalandi að minnsta kosti til sveita. Hún á sínar bókmenntir, en er því miður á undanhaldi. Framburður gat verið mjög mismunandi frá þorpi til þorps. Við heima töluðum bæði háþýsku og lágþýsku, lágþýskan minnir svolíðið á dönskuna. Varla er hægt að segja svo frá Hermannsburg að ég minnist ekki á Trúboðsstöðina. Hún var stofnuð 1849 af Ludwig Harms, sem var mjög áhrifamikill kennimaður. Á þeirra vegum var byggður Miðskólinn og Menntaskólinn og hún kom sér upp prentsmiðju í bænum. Hún sendi sína menn til Suður-Afríku og Abissiníu. Annað hvert ár var haldin „missionsfest“, eða trúboðshátíð. Þangað komu tugir þúsunda víðsvegar að. Hátíðin var fyrir stríð haldin til skiptis á stórbýlunum í Hermannsburg eða þorpum í kring. Stór eikarsvæði fylgja þessum gömlu býlum og var skjólgott þar fyrir sól og vindum. Hátölurum var komið fyrir allsstaðar á trjánum. Þorpið slapp furðu vel frá eyðileggingu stríðsáranna. Bara einu sinni féll sprengja í út- jaðri bæjarins og þrjú hús brunnu þegar það var hertekið. En auðvitað féllu eða komu margir ekki heim aftur og vantaði einn eða fleiri úr flestum fjölskyldum. Núna er bærinn mjög breyttur er mér sagt. Íbúum hefur fjölgað að mun og ný hverfi hafa myndast. Því miður get ég ekki sýnt ykkur myndirnar, sem ég pantaði. Þær eru á leiðinni, 55 talsins. Svo þakka ég fyrir mig. Margrét Grünhagen, Miðhúsum. tókst okkur nú að koma auga á það. Klukkan 8 var hringt öllum kirkjuklukkunum á öllum þremur kirkjunum í fyrsta sinn þann dag. Ómurinn barst til okkar út fyrir þorpið. Þetta var alltaf hátíðleg stund, þar sem alla föstuna var bara hringt minnstu klukkunum. – Hvítasunnudagurinn var undirbúinn með því að allt var skreytt með birkihríslum, bæði úti og inni og var ilmurinn af nýútsprungnu birkilaufi allsráðandi allstaðar. – Svo voru auðvitað ýmsir aðrir dagar sem gáfu tilefni til tilhlökkunar. Þar var kappreiðardagur og skólakeppnidagur; Einu sinni kom sirkus um sumarið. En á haustin kom ævinlega einskonar tívolí í þorpið og stóð við í tvo daga. Þá var móðurfaðir okkar alltaf á staðnum, leitaði upp öll sín barnabörn og bætti einhverjum aurum við það sem þau fengu heiman frá sér. Svo var uppskeruhátíðin og man ég sérstaklega eftir því hvað kirkjan var falleg þegar hún hafði verið skreytt með öllu því, sem ræktað hafði verið stærst og best það árið. – En seinna, þegar dimmt var orðið, svona um 6 leytið á kvöldin, kom ljóskeradagurinn. Þá útbjuggu eða keyptu börnin sér ljósker, komu saman og gengu svo með logandi kerti um bæinn, syngjandi ljóskerasöngva. Svo í nóvember, eða 10. nóv. var Lúthersdagur og var á einkennilegan hátt haldið upp á hann. Í kring um dimmumót (þegar rökkvaði) fóru að heyrast raddir barna, sem gengu hús úr húsi og sungu Lútherssálma, einkum „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ Fólkið hafði strax eftir hádegi útbúið stóra körfu með ávöxtum o.þ.h. og ef barnahópur kom og var búinn að syngja, var spurt: Hvað eruð þið mörg? Og svo fengu þau ávexti í pokann sinn. Fengnum skiptu þau svo á milli sín að lokinni Margrét og Sighvatur í brúðkaupsferð 1952.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.