Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 29
Litli-Bergþór 29
heimilum voru þá oftast foreldrarnir með börn sín
og einnig algengt að þar væru líka móður- eða
föðurforeldrar. Þrjár kynslóðir. Samhengi.
Ég hygg að í stærri bæjum hafi verið komin
dagheimili eða róluvellir, en algengast var að
eiginkonur héldu utan um börn og heimili, en
eiginmenn öfluðu lífsviðurværis, væru fyrirvinnur.
Já, já, við breytum víst ekki því sem var. Mig
grunar, fullyrði ekki, veit ekki, að það hafi verið
með pillunni sem þróunin í átt til þess sem nú
er hófst fyrir alvöru. Konur tóku í síauknum
mæli að afla sér menntunar og sækja vinnu utan
heimilis. Uppeldi barnanna tók að færast æ meir
til stofnana. Ég kýs að halda langt ekki inn á
þann vettvang sem uppeldismál eru á þessum
vettvangi, enda Litli Bergþór ekki fjölmiðill með
athugasemdakerfi (kommentakerfi).
6. Stjórnmál
Það var örugglega logið að okkur í gamla daga, að
minnsta kost krítað liðugt að ýmsu leyti. Munurinn
var kannski sá, að stjórnmálaöflin gátu haldið úti
dagblöðum og fólk keypti þau blöð sem þeirra
flokkur gaf út og fékk þar með beint í æð stefnu
síns flokks, staðfestist í trú sinni á ágæti hans og
hættunni sem stafaði af hinum. Kosturinn við
þetta var ef til vill sá, að maður gat efast ef maður
vildi. Ég hefði getað fengið lánaðan Moggann á
næsta bæ, í stað þess að lesa ekkert nema Tímann.
Gerði það reyndar aldrei. Seinna þegar ég komst í
fjölmenningarlegra samfélag á Laugarvatni fór ég
að móta eigin skoðanir á pólitíkinni.
Svo breyttist allt, smám saman. Einhverjir
stofnuðu dagblöð sem ruddu hinum úr vegi,
að mestu. Einhverjir stofnuðu útvarps- og
sjónvarpsstöðvar. Smám saman varð allt óljóst.
Maður var aldrei alveg viss um hvaða hagsmunir
réðu fréttaumfjöllun. Það varð óljóst hvað var
ósagt látið og hversvegna öðru var haldið á
lofti. Ég held að í hugum okkar bærist æ meiri
efi um að það sem við heyrum, lesum eða sjáum
sé í rauninni satt og rétt. Við sjáum fyrir okkur
einhverja hagsmunaaðila sem freista þess að stýra
hugsun okkar og skoðunum.
Við lifum óvissutíma í stjórnmálum.
--------------
Hver skyldi svo vera niðurstaðan úr þessum
vangaveltum? Hún er í það minnsta ekki sú, að
allt hafi verið miklu betra í gamla daga. Þeir dagar
færðu okkur sem lifðum þá ekkert sérlega mikil
lífsþægindi, svona á nútímamælikvarða, en hafa
ber í huga þann algilda sannleik að þú saknar
ekki þess sem þú veist ekki um eða þekkir ekki.
Jú, veröldin var einfaldari áður fyrr, valkostirnir
skýrari, færra sem kallaði á athyglina. Margt var
hinsvegar erfiðara, ekki síst líkamlega.
Ég held að ég leyfi mér bara í lokin að komast
að þeirri niðurstöðu að stærsta áskorun nútímans
sé, að takast á við vandann sem þægindin hafa
í för með sér. Flest sem þig vantar er einum
tölvusmelli frá þér.
Stærsta markmið þróunar síðustu áratugina
hefur verið að auka þægindi fólks. Við eigum
ekki að þurfa að þola líkamlegt erfiði, við eigum
ekki að þurfa að bíða, við eigum alltaf að hafa
allt til alls og helst meira en við þurfum. Hvort
hér er um að ræða góða þróun, læt ég aðra dæma
um, sigli sallarólegur í átt að
sólarlaginu, fyrir framan
tölvuna, með Facebook
opið á kantinum, leit-
andi að gagnslausum
upplýsingum eða skroll-
andi (skrunandi) fram og
til baka um vefsíður, sem breyta
engu fyrir mig.
Þetta
finnst mér
vel sagt.