Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 45

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 45
Litli-Bergþór 45 með Jökulfalli, Svartá og Fúlukvísl í Hvítárnes, sem er næsti náttstaður. Var nú skipt verkum. Tveir fóru með kindurnar, sem nú voru orðnar 5, og trússahestana niður með Svartá. Einn fór með Jökulfallinu og einn með Fúlukvísl og kom það í minn hlut. Skyldi ég einnig smala það, sem eftir var á laugardaginn. Gekk þetta allt eftir áætlun og fannst engin kind þennan dag. Um kvöldið fór að snjóa, en þá voru allir komnir í húsaskjól. Í Hvítárnesi gerðum við okkur glaða stund þetta kvöld, eftir því sem efni stóðu til. Var nú tekið fram allt það bezta, sem menn höfðu í fórum sínum, því nú fer að síga á seinni hluta fjallferðarinnar og ekki þykir gott að reiða mikið af nesti til byggða aftur. Allur var sá gleðskapur samt í hófi og var engum meint af, hvorki utan né innan. Sungin voru mörg falleg ljóð þessa stund, því allir vorum við félagar sæmilegir söngmenn, þó ekkert hefðum við hljóðfærið til að fara eftir. Þriðjudagur: Við vöknuðum hressir og endurnærðir þennan morgun. Veðurútlitið var ekki sem bezt, gekk á með dimmum éljum og var kominn talsverður snjór. Nú skal leita umhverfis Bláfell í Fremstaver og er það löng leið. Mötuðumst við nú í skyndi, gerðum hreint húsið og héldum svo af stað með allt okkar hafurtask. Reyndist seinfarið suður fyrir Hvítárbrú, einkum fyrir kindurnar, bæði af snjó og byli. En færð og veður fór batnandi þegar á daginn leið og náðum við í björtu í Fremstaver. Fundum við 2 kindur til viðbótar um daginn. Þarna áttum við góða nótt í hinu nýja húsi, sem hreppurinn lét byggja síðastliðið haust. Er það vel úr garði gert og öllum til sóma, sem að því stóðu. Miðvikudagur: Þá er runninn upp síðasti dagur ferðarinnar og er veður allgott. Nú á að leita suður að Sandá og svo Hólaland að afréttargirðingu, sem er skammt fyrir innan Kjóastaði. Tveir menn áttu að koma til móts við okkur við Sandá, en þeir voru farnir sökum þess að við vorum á eftir áætlun. Höfðu þeir leitað nokkuð af því svæði, sem átti að leita þennan dag. Eitthvað fundu þeir af fé, en ég man ekki hve mikið. Af okkur er það að segja, að við fundum enga kind þennan dag og vorum við komnir að Kjóastöðum kl. 3 um daginn. Þá er þessari ferðasögu lokið. Ég hef reynt að skýra frá í stórum dráttum, hvernig eftirleit gengur til. Eins og sjá má var þetta engin svaðilför og er það mest að þakka því hvað færðin var góð á afréttinum þrátt fyrir óhagstæða tíð. Þetta var mín 21. ferð í eftirleit og vil ég nú að lokum nota þetta tækifæri til að þakka þeim mönnum, sem með mér hafa verið í þessum ferðum bæði fyrr og síðar, fyrir ánægjulegar samverustundir. Ingvar Ingvarsson, Hvítárbakka. Öll almenn málningarvinna Skrautmálning & veggfóðrun Snyrtileg umgengni Fagleg vinnubrögð Gleðileg jól Arnar Sigurbjartsson, málari Sími 777 5872
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.