Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór 3. Tækni Jú, það var Ríkisútvarpið. Ekki einusinni kallað Rás 1 eða Gufan. Það var bara útvarpið. Þar voru fréttir, miðdegissagan, spennuleikrit og tónlist fyrir fullorðna. Svo komu „lög unga fólksins“ einusinni í viku, „Óskalög sjúklinga“ á laugardögum og „Óskalög sjómanna“ einhvern annan dag. Tilkoma sjónvarpsins var mikið ævintýri. Dýrlingurinn hélt manni spenntum viku eftir viku. Framhaldsþættir af ýmsu tagi, sem enduðu í hverri viku með einhverjum þeim hætti að maður hlakkaði til næsta þáttar í næstu viku. Svo kom Rás 2, enn ein tímamótin, svo frjálsar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, litasjónvarp og fjarstýringar, því smám saman þótti of erfitt að rísa upp til að skipta um rás. Svo fóru sjónvarpstækin upp á vegg, skjáirnir stækkuðu, myndin varð skýrari og greiðurnar hurfu af þökunum og tækin urðu að tölvum. með aðgangi að þúsundum sjónvarpsstöðva eða réttara sagt sjónvarpsveitna. Þeim fækkar stöðugt sem nenna að bíða þar til í næstu viku eftir framhaldi á sjónvarpsþætti. Þar kemur Netflix sterkt inn. Það á ekki að þurfa að bíða eftir framhaldinu, ekki frekar en eftir eplunum. Ég vil gjarnan halda því fram, að sjónvarpið eigi einna stærstan þátt í því hvernig mannkynið er statt nú. 4. Farartæki Ég hef sennilega verið 7-8 ára þegar Landróverinn kom á æskuheimilið. Það þurfti enn að tvíkúpla þegar ég lærði á bíl. Fyrstu bílarnir mínir voru í eldri kantinum og neyðin kenndi mér að gera við hitt og þetta. Meðal annars að loka ryðgati undir sætunum aftur í. Viðgerðin sú var nú ekki annað en tveir steyputeinar sem lagðir voru yfir gatið og síðan einhverskonar plata ofan á. Svo var ekið um sveitina með synina tvo aftur í. Á malarvegum voru oft pollar sem ekki tókst að þræða framhjá. Þannig var með stóra pollinn sem sendi vatnsgusu af svo miklu afli upp í gegnum ryðgatið að synirnir supu hveljur, holdvotir í forundran yfir þeim ósköpum sem þarna höfðu átt sér stað. Svo urðu farartækin smám saman skárri. Nú er það orðin spurning um rafknúna bifreið. Hverjum hefði nú dottið það í hug? 5. Uppeldi Ég tilheyri barnasprengjukynslóðinni sem fæddist eftir að seinni heimsstyrjöld lauk fram að því að Pillan kom til sögunnar. Á þessum tíma þótti ekki tiltökumál að eignast 5-6 börn. Á Höfundur og Land Rover upp úr 1960.Dýrlingurinn Simon Templar (Roger Moore).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.