Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 22
22 Litli-Bergþór Veðrið í sumar og haust. Það voraði seint sl. vor. Nokkrir blíðir vordagar komu þó í byrjun júní, en síðan tók að rigna og það rigndi eða skúraði flesta daga í mest allt sumar fram í byrjun ágúst í frekar svölu veðri. Hiti fór sjaldan upp fyrir 10- 15°C á daginn og um nætur voru algengar tölur 5-7°C, jafnvel lægri. Stöku þurrkdagar komu inn á milli, en heyskapartíð var erfið. Ágúst var þurr að mestu, en svalur og september aftur frekar vætusamur með stöku fallegum dögum þó. Seinnipart september frysti fyrst verulega og gerði fúl slydduél og síðan hélt áfram að rigna eða slydda í frekar köldu veðri út október og margir orðnir verulega þreyttir á þessari úrkomutíð. Eftir nokkra frostdaga í byrjun nóvember breytti þó loks um gír og við tók milt og gott veður og að mestu þurrt út mánuðinn, með hitatölum yfir frostmarki, allt að 10 stiga hita. Desember heilsaði síðan með frostakafla, en síðan voru áframhaldandi hlýindi og vætutíð fram undir jól. Refaveiðar. Samkvæmt heimildarmanni Litla- Bergþórs, Magnúsi í Austurhlíð, var legið á 11 grenjum í sumar. Þar af voru 9 í byggð og tvö á afréttinum. Felld voru samtals 55 dýr og voru þar af 38 yrðlingar og 17 fullorðin dýr. Fjögur af þeim fullorðnu voru hlaupadýr. Það sem var sérstakt við grenjaleitina í ár, var að gotin hjá læðunum voru að jafnaði hálfum mánuði seinna á ferðinni en venjulega og gátu þeir feðgar, Magnús og Níels Magnús, því ekki byrjað veiðar fyrr en 9. júní. Einnig var óvanalegt að í þremur grenjum Hvað segirðu til? Fréttir úr Tungunum frá júní til desember 2018 var einungis einn yrðlingur, en það hefur ekki gerst nema á einu greni áður svo Magnús muni. Tungnaréttir voru haldnar laugardaginn 8. sept- em ber. Heimtur af fjalli voru þokkalegar og álíka margt fé í réttum og undanfarin ár, um 4000. Í eftirsafni heimtust 105 kindur og 18 hafa heimst eftir það af afréttinum, nú síðast tvílemba frá Agli í Hjarðarlandi, sem fannst í Eystrikrók við Blákvísl um miðjan nóvember. Enn er að heimtast fé úr Úthlíðarlandi í lok nóvember. Bláskógaskóli í Reykholti á grænni grein. Við skólaslit 31. maí var umhverfisnefnd Bláskóga- skóla í Reykholti afhentur Grænfáninn, til marks um alþjóðlega umhverfisvottun. Flaggstöngin er gerð úr greni úr Haukadalsskógi, sem Einar Óskarsson skógarmaður sneið til, en Svavar Sveins son frá Drumboddsstöðum, hinn járnhagi, smíðaði stangarfótinn. Umhverfissáttmáli skól- ans var bundinn í brag í samvinnu nemenda og skólastjórans Hreins Þorkelssonar: Viðlagið hljóðar svo: „Stöndum öll vörð, ein veraldarhjörð, um viðkvæma kæra jörð“. Jóhann Sigurður And- er sen, nemandi í 10. bekk Bláskógaskóla í Reyk- holti, sigraði í al þjóðlegri samkeppni um frum leg- ustu flug dreka hönn un ­ ina sem haldin var síð asta vetur. Arite Fricke mynd- listakennari skólans var leið beinandi hans. Ný göngubrú á Svartá. Í lok júní var vígð ný göngu brú yfir Svartá við Árbúðir. Er hún á hjólum, samtals 17 m að lengd auk tveggja metra landbrúa sitt hvoru megin. Það voru tveir áhugamenn um betri umgengni um afréttinn sem gáfu vinnu sína við brúarsmíðina, þeir Guð- mundur Ingólfsson á Iðu, sem sá um hönnun og járnasmíði brúarinnar, og Loftur Jónasson í Myrkholti, sem smíðaði timburgólfið. Ferðafélag Flugdrekinn. Refur í heimsókn í Kvistholti í júlí ( mynd pms).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.