Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 34
34 Litli-Bergþór lykta ráðið oftast, er hann réð. Þó þótti sumum hann ráðríkur nokkuð og ógjarna vildi hann láta af sinni skoðun, er um almenn velferðarmál var að ræða. Þó var jafnan stilltur vel.“ „Eigi þótti betri gest að garði bera í Biskups- tungum en séra Magnús, því manna var hann skemmtilegastur í viðræðum og hafði jafnan um- tals efni á reiðum höndum, við hvern sem hann talaði. Þótti hann og samkvæmismaður góður, þótt hann gerði hvorki dansa né syngja. Bindindis- maður var hann eindreginn og gerði mikið til að útrýma ofdrykkju úr sóknum sínum, er þar var allmikil áður.“ „Kona séra Magnúsar var Steinunn, dóttir Skúla læknis Thorarensens á Móeiðarhvoli. Hún var góð kona og merk. Búsýslukona var hún mikil og stjórnsöm. Gekk sjálf til allra verka, ef með þurfti, og var aldrei óvinnandi. Gestrisin var hún sem maður hennar, enda þurfti oft um gesti að annast. Góð var hún fólki sínu, nákvæm og nærgætin við alla og þó sérstaklega við sjúka; annaðist alltaf sjálf þá, sem veikir voru á heimili hennar; hafði fólk hennar orð á því, hve góð hjúkrunarkona hún væri.“ „Vinsæl var hún bæði heima og heiman og var henn ar mjög saknað er hún fluttist burt úr sveitinni“. Samantekt Pétur Skarphéðinsson. Vísur eftir G.Ó.A. Gústaf Ólafsson Arnarholt var sonur þeirra Ólafs Þ. Jónassonar frá Kjóastöðum og Theódóru Ingvarsdóttur frá Arnarholti, og kenndi sig jafnan við bæinn. Gústaf lést í Svíþjóð í janúar sl., aðeins 51 árs að aldri. Hann hafði gaman af því að setja saman vísur og við minningarathöfn í Aratungu barst ritnefnd í hendur lítill bæklingur með vísum og kvæðum eftir G.Ó.A. Með leyfi aðstandenda fengum við að birta lítið sýnishorn af kveðskap hans. Ást í blænum Í bænum við sundin, báran mjúka og bláa. Berst framhjá Viðeynni og virðist svo hverfa undir Esjuna háa. Þar hafa löngum, á sumarkvöldum og síðvetrum köldum, ungir sveinar setið af ástar völdum. Og þegar sólin Skín við fólki, skopast og hlær. Eru þessir ungu drengir ennþá sorgmæddir frá því í gær. Ég minnist ennþá þessara tíma ástin eina. Veit það vel að ég var einn þessara sveina. G.Ó.A. 24.3.1997 Egill keypti hitakút af Magnúsi í Austurhlíð: Að kveðja kútinn Hitaveitan á Hlíðabæina kom, hús þar átti Magnús Kristinsson. Egill sá þar, er hann leit inn, er Magnús kvaddi kútinn. Einholt Einholts melurinn margfaldur magnþrunginn og hrákaldur. Menn rækta þó bygg og ég eftir á hygg þar enginn var sprettu-faraldur-Haraldur. Svaf af mér ball Svo herma víst munnmæli peyja, mjög lítið er um það að segja. Því þreyttur var Gústi á öllu´essu pústi, það betr´er að sofa en deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.