Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 16
16 Litli-Bergþór Nú stend ég uppi auðum höndum einmana á lífsins fjöruströndum, peningalaus með lánið valt. Það sem mig vantar, það er býli með þrifalegu kofaskýli, sem flúið gæt' í þá finnst mér kalt. Ég lifi í mesta kvala klangri, kvíðafullur með hugarangri, bjargar- rænu- og ráðalaus. Framtíðin er mér ferleg vofa, frávilltur leggst ég til að sofa, sárþreyttur bæði í sál og haus. En svo að mér betur gengið gæti gagnar aðeins þitt mikillæti. Fylltu í mæðu fallin skörð. Athugaðu nú orð mín, bróðir. Ísland er okkar beggja móðir. Gefðu mér part úr góðri jörð. ... Allt erfiði Bjarna var þó til einskis. Sagt var að Einar gamli hefði haft á orði, þegar Einar yngri, sonur hans og hreppstjóri í Garðhúsum, hafði lesið bréfið fyrir hann: „Fari þessi Bjarni kollóttur“, og enga jörðina fékk Bjarni. Það vildi honum þó til happs að dóttir hans Jónína (1879-1947) og tengdasonur, Jón H. Wíum (1871-1949), fluttu tveim árum síðar að Iðu og dó Bjarni því faðmi afkomenda sinna um 20 árum síðar. Uppgefna föðursystirin Að síðustu rak forvitnin mig til að leita uppi afdrif uppgefnu föðursysturinnar sem bjó í skjóli bróðursonar síns á Iðu 1903. Konan sem um ræðir mun hafa verið Sigríður Jónsdóttir (1835-1927). Hún var fædd 25. október 1835 og því var hún um 68 ára er slysið varð. Þrátt fyrir lýsingu þess efnis að Sigríður hafi verið orðin slæm til heilsunnar 1903 þá átti hún eftir að lifa allt til 30. janúar 1919 er hún lést á Iðu skv. Skaftfellingabók. Íslendingabók segir aftur á móti Sigríði hafa andast 21. nóvember 1927. Því miður finnast ekki upplýsingar um hvar hún er jarðsett og kannski er það til marks um aldraða einstæðinga á þessum tíma. Bjarni bróðir hennar lifði hana í tæp tvö og hálft ár eða til 28. maí 1921 en dánardægurs er ekki getið í Íslendingabók. Sigríður dvaldi yfirleitt hjá þeim Runólfi og Guðrúnu frá því þau fluttu í Biskupstungur frá V.-Skaftafellssýslu. Árið 1900 til 1901 er hana að finna sem vinnukonu á Iðu í sálnaregistri Ólafsvallaprestakalls. Hún er áfram skráð á Iðu 1910. Sigríði er hins vegar ekki að finna á Iðu við skráningu prestsins næstu árin. Afdrif stórfjölskyldna Það sem vakti upphaflega áhuga minn er ég fór að kynna mér ferjuslysið 1903 var hvaða áhrif fráfalls ungs bónda hefði haft á nánustu fjölskyldu hans. Ekkja hans stóð uppi með 3 ung börn og ólétt af því fjórða. Ljóst er að lífið var erfitt fyrir hana. Hún var svo heppinn að Páll vegaverkfræðingur sá aumur á henni og hjálpaði henni við að halda fjölskyldunni á floti næstu árin en síðan leitaði hún á náðir foreldra sinna þar sem hún tók síðar við búinu. Þannig má segja að afkoma hennar og barnanna hafi verið tryggð því börnin fundu sér fljótlega maka á æskuslóðum hennar. Staðan virðist hafa verið öllu erfiðari fyrir eldri fjölskyldumeðlimina, þau Bjarna og Sigríði. Þau treystu á umsjón og velvild yngri ættingja til að lenda ekki á sveitinni. Það varð þeim síðan til bjargar að njóta skjóls Jónínu, dóttur Bjarna, þegar hún flutti að Iðu. Guðrún giftist aldrei eftir andlát Runólfs og raunar segja afkomendur hennar hana aldrei hafa talað um andlát hans. Taugar hennar til hans virðast þó hafa verið sterkar því hún lét jarða sig við hlið manns síns í Skálholti, rúmum 6 áratugum eftir andlát hans. Leiði Runólfs og Guðrúnar í Skálholtskirkjugarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.