Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór 17 Gústaf Sæland heiti ég og fékk þann heiður að sjá um knattspyrnuþjálfun í uppsveitum sumarið 2018. Sumarið 2018 var virkilega skemmtilegt, bæði fyrir mig sem þjálfara og einnig fyrir krakkana. Þetta sumar vorum við að keyra af stað samstarf við Hrunamenn og Laugdæli sem gekk eins og í sögu. Æft var í Reykholti á mánudögum og Flúðum á þriðjudögum og fimmtudögum. Æft var á Laugarvatni á miðvikudögum þaðan sem farið var í rútuferðir og vakti það mikinn áhuga hjá krökkunum. Við fengum styrki frá KSÍ í formi bolta, keilna og vesta, til þess að geta haldið úti gæðaæfingum um sumarið. Krakkarnir voru í skýjunum með þessar fréttir. Við skráðum okkur til leiks á ÓB mótið á Selfossi fyrir 5. flokk og Weetos mótið í Mosfellsbæ fyrir 6. og 7. flokk. Þar spiluðum við í fyrsta sinn undir nafninu ÍBU, Íþróttabandalag Uppsveita. Mótin voru virkilega skemmtileg og lærdómsrík fyrir krakkana. Á ÓB mótinu var mikið um að vera þar sem krakkarnir spiluðu fullt af fótboltaleikjum, gistu í skólastofu í Vallaskóla, fóru í sundlaugarpartý, í bíó og á skemmtilegar kvöldvökur. Þar fékk ég hjálp frá liðsstjórunum Kristni Bjarnasyni og Agli Óla Helgasyni, sem hjálpuðu til við að koma krökkunum á vellina og gera og græja allt mögulegt. Mig langar að þakka þeim kærlega fyrir það framlag. Á Weetos mótinu var spilað á laugardegi og sunnudegi í blíðunni í Mosfellsbæ sem gekk mjög vel. Krakkarnir fengu að spila fullt af leikjum og fengu Weetos pakka í verðlaun. Sumrinu var síðan slúttað í fótboltagolfi á Markavelli í Hrunamannahreppi, þar sem krakkarnir spiluðu fótboltagolf og skelltu sér síðan í pulsupartý þegar því var lokið. Knattspyrnustarfið í uppsveitum hefur aukist síðustu árin og mun halda áfram að styrkjast á komandi árum, þar sem lögð verður áhersla á að styrkja samstarf við Hrunamenn og Laugdæli. Foreldrar stóðu sig eins og hetjur að keyra Knattspyrnusumarið 2018 Styrkur frá KSÍ Weetos mótið. Frá vinstri: Sigurður Emil, Kormákur Hjalti, Adrian Valur, Birkir Smári, Hilmir Öxndal, Simon Mikael og Tómas Ármann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.