Litli Bergþór - des. 2018, Síða 17
Litli-Bergþór 17
Gústaf Sæland heiti ég og fékk þann heiður að
sjá um knattspyrnuþjálfun í uppsveitum sumarið
2018.
Sumarið 2018 var virkilega skemmtilegt, bæði
fyrir mig sem þjálfara og einnig fyrir krakkana.
Þetta sumar vorum við að keyra af stað samstarf
við Hrunamenn og Laugdæli sem gekk eins og
í sögu. Æft var í Reykholti á mánudögum og
Flúðum á þriðjudögum og fimmtudögum. Æft var
á Laugarvatni á miðvikudögum þaðan sem farið
var í rútuferðir og vakti það mikinn áhuga hjá
krökkunum.
Við fengum styrki frá KSÍ í formi bolta, keilna og
vesta, til þess að geta haldið úti gæðaæfingum um
sumarið. Krakkarnir voru í skýjunum með þessar
fréttir.
Við skráðum okkur til leiks á ÓB mótið á Selfossi
fyrir 5. flokk og Weetos mótið í Mosfellsbæ fyrir
6. og 7. flokk. Þar spiluðum við í fyrsta sinn undir
nafninu ÍBU, Íþróttabandalag Uppsveita. Mótin
voru virkilega skemmtileg og lærdómsrík fyrir
krakkana.
Á ÓB mótinu var mikið um að vera þar sem
krakkarnir spiluðu fullt af fótboltaleikjum, gistu
í skólastofu í Vallaskóla, fóru í sundlaugarpartý,
í bíó og á skemmtilegar kvöldvökur. Þar fékk
ég hjálp frá liðsstjórunum Kristni Bjarnasyni
og Agli Óla Helgasyni, sem hjálpuðu til við að
koma krökkunum á vellina og gera og græja allt
mögulegt. Mig langar að þakka þeim kærlega
fyrir það framlag.
Á Weetos mótinu var spilað á laugardegi og
sunnudegi í blíðunni í Mosfellsbæ sem gekk mjög
vel. Krakkarnir fengu að spila fullt af leikjum og
fengu Weetos pakka í verðlaun.
Sumrinu var síðan slúttað í fótboltagolfi á
Markavelli í Hrunamannahreppi, þar sem
krakkarnir spiluðu fótboltagolf og skelltu sér
síðan í pulsupartý þegar því var lokið.
Knattspyrnustarfið í uppsveitum hefur aukist
síðustu árin og mun halda áfram að styrkjast á
komandi árum, þar sem lögð verður áhersla á að
styrkja samstarf við Hrunamenn og Laugdæli.
Foreldrar stóðu sig eins og hetjur að keyra
Knattspyrnusumarið 2018
Styrkur frá KSÍ
Weetos mótið. Frá vinstri: Sigurður Emil, Kormákur Hjalti, Adrian Valur,
Birkir Smári, Hilmir Öxndal, Simon Mikael og Tómas Ármann.