Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 27
Litli-Bergþór 27 Það er sjálfsagt eitthvert náttúrulögmál að hver kynslóð mannskepnunnar fær að lifa tímana tvenna í það minnsta. Mín kynslóð fær að lifa heldur fleiri en tvenna tíma og mér liggur við að segja, að engin kynslóð, fyrr eða síðar, hafi upplifað aðrar eins breytingar á samfélagi manna og sú sem ég tilheyri. Ekki neita ég því, að oft velti ég því fyrir mér hvort gengið hefur verið, eða gengið er til góðs, götuna fram eftir veg. Ég neita því ekki heldur, að mér finnst við vera farin að fara hraðar í umbreytingum á lífsháttum okkar en hollt getur talist. Jafnvel hefur það hvarflað að mér, að þetta stefni allt í óefni hjá okkur. Ég sópa pælingum af þessu tagi samt jafnharðan út af borðinu; afgreiði þær sem upplifun þess sem er stöðugt meira að missa taktinn við tilveruna eins og hún birtist. Verðum við ekki að gera ráð fyrir og vona að hæfileiki mannsins til aðlögunar sé fyllilega á pari við tæknina sem hann þróar? Að gamni mínu tiltek ég nokkrar þeirra breytinga sem ég og mín kynslóð höfum gengið í gegnum. 1. Mataræði Einu sinni á ári, fyrir jólin, kom pabbi úr kaupstað með eplakassa. Húsið fylltist af þessum suðræna, jólalega ilmi. Það var síðan séð til þess að eplin entust yfir jólahátíðina og þá gat maður hlakkað til eplanna um næstu jól. Svo kom að því, að eplin urðu eins og hver annar varningur í búðum og nú er svo komið, að á mínum bæ eru þau aðallega keypt til að fóðra þresti og starra. Það dettur engum lengur í hug að kaupa eplakassa fyrir jólin. Það voru svínakótilettur í raspi, steiktar á pönnu í matinn á aðfangadagskvöld. Þvílík matarveisla! Svínakótilettur færðust svo neðar í virðingarstiganum og við tók hamborgarhryggur, en hann blasir nú við í búðum allt árið og eina ástæða þess að hann er enn borinn fram sem hátíðarmatur, er einhver íhaldssemi; einhver fast- ur punktur í tilverunni þar sem flest annað er á hverfanda hveli. 2. Samskipti Tvær stuttar og ein löng var símanúmerið á æskuheimilinu. Þá voru nokkrir bæir á sömu línu, en ef hringja þurfti í einhvern sem ekki var á þeirri línu, var hringt í símstöðina í Aratungu, þar sem símadömurnar gáfu samband. Síðar kom skífu- síminn til sögunnar og við fengum símanúmerið 8904 og þvílík nýjung sem það var! Nú er svo komið, að framan við gamla númerið eru komnir þrír tölustafir, og helst er rætt um hvort ekki sé nú tími til kominn að hætta með þennan síma; þennan heimilissíma. Hvaða vit er líka í því, að þurfa að standa upp og ganga á einhvern stað í húsinu til að svara í síma, þegar þú gengur með þinn eigin síma á þér alla daga, allan daginn? Ekki bara síma, heldur heila tölvu! Nú fækkar símtölum, það eru frekar send skilaboð eða spjallað með rituðum texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.