Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 52

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 52
52 Litli-Bergþór Krossinn Öldum saman voru vistráðin vinnuhjú fjölmenn stétt í sveitum landsins. Þau voru að jafnaði ráðin til ársvistar í senn og skiptu því margir oft um dvalarstað. Sjaldgæfara mun hafa verið að vinnufólk væri langdvölum hjá sömu húsbændum, þá hefur vistin líklega þótt góð og húsbændurnir hafa ekki heldur talið sér hag í að breyta til. Í þeim hópi vinnuhjúa var Lárus Jónsson (1862 – 1937), oft kenndur við Tungufell í Hrunamannahreppi. Hann var vinnumaður alla starfsævina og var langdvölum á sömu bæjum. Í Tungufelli var hann um árabil undir lok 19. aldar, fyrst hjá hjónunum Bjarna Jónssyni og Katrínu Jónsdóttur sem buggu þar 1860-1892 og síðan hjá dóttur þeirra Sunnevu og tengdasyni Guðna Þórarinssyni 1892 – 1897.1 Lárus var ekki hjónabandsbarn og hefur varla átt margra kosta völ þegar hann óx úr grasi. Móðir hans hét Kristín Einarsdóttir, fædd árið 1825 í Grindavík2 og alin þar upp en var komin 15 ára gömul í vinnumennsku að Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Þar var hún vinnukona í nokkur ár og síðan lengst af ævinnar víðar í hreppnum. Faðir Lárusar var kvæntur maður, Jón Guðmundsson bóndi í Minni-Mástungum í Gnúpverjahreppi.3 Hann féll frá áður en Lárus varð ársgamall svo að þaðan hefur engan styrk verið að hafa við uppeldi drengsins. Lárus átti tvær eldri hálfsystur samfeðra, Margréti húsmóður á Minna-Núpi og Sigríði.4 Þegar manntal var tekið árið 1870 var Lárus 7 ára niðursetningur á Kotlaugum í Hrunamannahreppi hjá ungum hjónum, Jóni Einarssyni og Svanhildi Þórarinsdóttur sem bjuggu þar 1869 – 1893. Kristín móðir Lárusar var þá vinnukona á Ísabakka. Hún giftist ekki og eignaðist ekki fleiri börn. Hún var síðustu æviárin á Laugum í Hrunamannahreppi. Þar var hún 77 ára þegar manntal var tekið 1901 og „vinnur fyrir sér með styrk sonar síns“. Kristín dó á Laugum 85 ára gömul árið 1910.5 Líklega hefur Lárus Jónsson átt betri daga í uppvextinum á Kotlaugum en niðursetningar almennt. Eins og fram kemur hér á eftir varð hann ágætlega skrifandi og kunni nokkuð fyrir sér í reikningi. Svo er að sjá að hann hafi notið tilsagnar í þessum greinum, a.m.k. til jafns við börn almennt á þeim tíma. Hann var 1 Manntal 1890 . (Tilvísunum í manntöl (á manntal.is) er annars sleppt sé tilvitnun í meginmáli.) Árnesingar I. Hrunamenn 1. bindi. (Ritstj. Þorsteinn Jónsson). Rvk, 1999. Bls. 81 – 83. 2 Járngerðarstaðaætt : Niðjatal Jóns Jónssonar á Járngerðarstöðum í Grindavík. 1. bindi. Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar tók saman. Þjóðsaga, 1993. Bls. 16. 3 Járngerðarstaðaætt. 1. bindi. Bls. 16. 4 Sigurður E. Hlíðar. Nokkrar Árnesingaættir. Reykjavík 1956. Bls. 21-24. 5 Járngerðarstaðaætt. 1. bindi. Bls. 16. Á Laugum er Kristín í skjóli fólks úr fjölskyldunni sem hún var fyrst hjá í Hvítárholti og hafði alið upp Lárus son hennar á Kotlaugum. Hjónin á Laugum, Þorbjörg Einarsdóttir frá Kotlaugum og Jón Einarsson voru náskyld, systkinabörn í báðar ættir. Tungufell 1896. (Hluti teikningar eftir Daniel Bruun). Eftirtalin hús snúa stöfnum fram (7): Bæjardyr, baðstofa, smiðja, skemma og hesthús. Aftar voru eldhús og búr. Vestar eru fjós (6) og við hliðina á því „vatnshús“ (5) eins og D.B. kallaði það. Framan við bæinn er kirkjan (8) í kirkjugarðinum. Á dreif í túninu sjást ærhús (2), fjárrétt (3) sauðahús og hrútakofi (4), hrútakofi (10), tótt af lambhúsi (11), lambhús með hlöðu (12). Sunnan við bæinn eru tveir kálgarðar og fremst tótt af lambhúsi (9). (Úr Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár, mynd á bls. 327.) Lárus Jónsson, líklega um 1920. Páll M Skúlason:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.