Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 14
14 Litli-Bergþór væri að hún fengi annan vinnumann. Ekki þurfti þó að hafa áhyggjur af fjárhag búsins þar sem því hafði vegnað vel eftir að Páll kom þar til starfa. Guðrún fótbrotnaði illa um þetta leyti. Þetta var slæmt lærbrot sem greri illa og fóturinn styttist er hann greri. Hvað sem olli, lærbrotið eða samskiptin við Pál, þá tók ekkjan ákvörðun um að bregða búi að Iðu og flytja til heimahaganna í V.- Skaftafellssýslu vorið 1913. Nú brá hins vegar svo við, að Páll gerði kröfu í bú Guðrúnar. Hann stóð við orð sín um að vinna sín hafi verið kauplaus og að peningarnir sem hann hafði komið með í búið væru hennar, en hann krafðist þess að fá 100 kr. sem hann hafði lagt í búið að auki, fyrir hvert ár sem hann hafði unnið þar. Eftir nokkuð þref náðist samkomulag um að Ágúst Helgason í Birtingaholti og Skúli Árnason læknir yrðu kvaddir til að meta búið sem selt var síðan á uppboði sem haldið var. Uppboðið á Iðu var haldið á vinnuhjúaskildaga, 14. maí. Búið gaf af sér tæpar tvö þúsund og þau átta hundruð sem Páll fékk notaði hann til að stofna sjóð sem átti að nýtast bæði honum og Guðrúnu ef efnahag þeirra hrakaði síðar meir. Að svo búnu skildu þau Guðrún skiptum og sáust ei meir. Guðrún flutti heim til foreldrahúsa í Syðra- Bakkakoti í Leiðvallahreppi og þess er getið, að hún hafi tekið yfir bússtjórnina þar síðar meir þegar foreldrar hennar, Markús Jónsson (1844- 1936) og Þorgerður Jónsdóttir (1841-1923), voru orðin aldurhnigin. Guðrún lifði til 92 ára aldurs og lést árið 1965. Hún var þá jarðsett við hlið eiginmanns síns í Skálholtskirkjugarði. Jón Helgason segir einungis þrjú barna hennar hafa fylgt henni í Skaftafellssýslu, en í manntali 1920 má sjá að öll börnin, Þorgerður, Sigríður, Guðný og Runólfur, voru hjá móður sinni og raunar var það einnig staðhæft í minningargreinum. Hvað varð svo um börnin? Af Þorgerði (1895-1966) er það að segja að hún giftist Runólfi Bjarnasyni (1893-1981) frá Bakkakoti og eignaðist með honum Guðrúnu (1918-1944), Guðbjörgu (1919-1997), Bjarna (1920-2010), Sigrúnu (1922-1998), Þorbjörn (1926-2001), Markús (1928-2002), Runólf (1933- 2015) og Guðna (1938-2016). Sigríður (1899-1987), næst elsta dóttirin, giftist Sumarliða Sveinssyni (1893-1992) og fluttist með honum að Feðgum, en þaðan fluttu þau hjónin ásamt Guðrúnu móður hennar til Hveragerðis 1945 og að lokum til Bitru. Yngsta dóttirin, Guðný (1902-1953), giftist Gísla Tómassyni (1897-1990) frá Syðri- Steinsmýri í Meðallandi 1925 og eignaðist með honum Guðrúnu (f. 1926), Elínu (1927-1993), Runólf Tómas (1930-1986), Erlend Ragnar (1932-2013), Sigrúnu (f. 1934) og að síðustu Magnús Runólf (f. 1937). Örlög sonarins Runólfs (1904-1933) voru hins vegar önnur og líktust kannski fullmikið föður hans. Hann giftist Guðlaugu Loftsdóttur (1906- 1997) á Strönd í Meðallandi, en rétt tæplega þrítugur fékk hann blóðeitrun og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést eftir stutta legu. Þau Guðlaug eignuðust þrjú börn, Loft (f. 1927), Guðlaugu (1929-2016) og Gunnar (1930-2011). Þetta voru örlög margra á þessum árum áður en sýklalyfin komu fram á sjónarsviðið og eitt nærtækasta dæmið fyrir okkur Tungnamenn eru örlög bóndans Þorfinns Þórarinssonar (1884- 1914) á Spóastöðum sem einnig féll frá í blóma lífs síns frá ungri fjölskyldu vegna blóðeitrunar. „Fari þessi Bjarni kollóttur“ Það má segja að Guðrúnu og dætrum hennar hafi farnast vonum framar eftir áfallið við Iðu, en hvað varð um aldraðan föður Runólfs, hann Bjarna Jónsson (1838-1921), sem dvaldi á Iðu er slysið varð? Því er til að svara að hann varð fyrir miklu áfalli og undi sér illa heima hjá tengdadóttur sinni á Ári eftir að Guðrún fluttist heim á æskuslóðir í V.-Skaftafellssýslu lét hún taka mynd af sér ásamt börnum sínum. F.v. Sigríður (1899-1987), Þorgerður (1895-1966), Guðrún (1873- 1965), Guðný (1902-1953) og Runólfur (1904-1933). Ljósmyndari Þorlákur Sverrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.