Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 42
42 Litli-Bergþór Fjallskilareglugerðin mælir svo fyrir að farnar skuli 3 leitir á afréttina ár hvert og fleiri ef þurfa þykir. Munu Tungnamenn hafa framfylgt þessu um áraraðir. Leitirnar eru í daglegu tali nefndar þessum nöfnum: fyrsta safn (í það fara 28 menn), eftirsafn (í það fara 10 menn), og þriðjaleit (í hana fara 4 menn), og er foringi skipaður fyrir hverja leit því dauður er höfuðlaus her, eins og máltækið segir. Síðastliðið haust var með fádæmum vont, einkum norðanlands, svo elztu menn muna varla annað eins. Varð að fresta réttum þar því féð náðist ekki af afréttinum vegna hríðar og snjóa, og komust menn naumlega til byggða, fjárlausir. Sunnanlands var þetta ekki eins slæmt, og gekk allt eftir áætlun þó að fjallmenn lentu í nokkrum hrakningum við að koma fénu niður. Er það haft eftir einum fjallmanni, sem búinn er að fara að minnsta kosti 50 ferðir inn yfir fjöll, að hann hafi aldrei fengið jafn vont veður alla ferðina út og þetta haust. Svo var farið í eftirsafn daginn eftir réttirnar. Af þeirri ferð er það að segja, að bíllinn, sem fór með dótið þeirra, komst ekki alla leið vegna ófærðar af snjó og urðu þeir að reiða það á hestum töluvert af ferðinni. Annars er dótið flutt á bíl í tvær fyrstu leitirnar ef færð leyfir. Svo var snjórinn mikill þegar inn á afréttinn kom, að umbrotafærð var fyrir hestana. Allt gekk þó eftir áætlun, og komu þeir til byggða á tilsettum tíma, með um 30 fjár. Þá er nú eftir síðasta leitin eða eftirleit eins og hún er oft kölluð. Áskilið er, að hún standi yfir eigi skemur en 7 daga og sé lokið í síðasta lagi viku fyrir vetur, ef hægt er. Vanalega líður nokkur tími frá því komið er úr eftirsafni og þar til farið er í eftirleit. Þykir betra að fé renni til ef eitthvað er eftir, og svo þurfa menn að sinna ýmsum verkum heima fyrir áður en þeir fara, þar sem fólk er nú víða fátt á bæjum. Í þessa ferð, sem ég ætla að segja lítillega frá, fóru þessir menn: Hárlaugur Ingvarsson, Hlíðartúni, Guðni Lýðsson, Gýgjarhóli, Jón Karlsson, Gýgjarholtskoti og sá er þetta ritar, og var hann tilnefndur fyrirliði af háttvirtri hreppsnefnd. Kann ég henni litlar þakkir fyrir, en hvað um það, það verður að gera fleira en gott þykir, en það vita allir, sem til þekkja, að ekki er maðurinn vel til foringja fallinn. Tíðin batnaði heldur eftir tvær fyrstu leitirnar og tók upp snjó a.m.k. framan til á afréttinum. Ekki var þó beinlínis álitlegt fyrir okkur að leggja af stað inn á öræfi eftir þær fréttir, sem við höfðum fengið þaðan, frá hinum, sem á undan fóru. En hjá því varð ekki komist að fara og var brottfarardagur ákveðinn miðvikudaginn 16. október. Voru nú hestar járnaðir (en hver maður hefur tvo hesta) og nesti soðið og skyldu allir hittast á Gýgjarhóli nefndan dag. Það hefur verið venja undanfarin ár að fá jeppa farið í áratugi. Magnús á Kjóastöðum fór í sína fimmtugustu ferð í haust og Brynjar á Heiði sína fertugustu og var þeim tímamótum vel fagnað fyrsta kvöldið. Ráðskonurnar, sem vart finnast betri á hálendinu, báru fram rjómatertu, allstóra og drukkið var kaffi. Annars bar það helst til tíðinda í fjallferðinni í haust að Móra Brynjars á Heiði skilaði sér til réttar, oftast kemur hún í eftirleit eða síðar. Móra er vitsmunaskepna hin mesta og eru hennar sumarhagar í Fögruhlíð. Margur fjallmaðurinn hefur háð æsilega baráttu við að ná Móru og hennar afkvæmum úr hlíðinni fögru og austur yfir Fúlukvísl í rennsli við annað fé. Oftast hefur Móra betur og ekki óalgengt að hlúa þurfi að hörðustu smölum með bælda sál og brotið sjálfstraust eftir viðskipti þeirra við Móru. Mér hefur alltaf fundist það forréttindi að vera fædd og uppalin í Biskupstungum. Við búum við anddyri hálendisins, afréttinn, fjallferðir, eftirleitir og réttir hafa mótað samfélagið og búið til verðmætan menningararf sem okkur ber skylda til að standa vörð um og varðveita. Það er gaman að lesa frásagnir frá liðinni tíð af fjallferðum og eftirleitum. Ég læt hér fylgja með ljómandi skemmtilega frásögn eftir Ingvar R Ingvarsson á Hvítárbakka, sem birtist í 2. tölublaði Bergþórs 1963 um þriðju leit á Biskupstungnaafrétti haustið 1963. Greinina fann ég vel varðveitta við tiltekt í íbúðarhúsinu í Bræðratungu. Þriðja leit á Biskupstungna- afrétt haustið 1963 Ingvar Ingvarsson, Hvítárbakka: Rjómaterta og kaffi? Á fjöllum! Áttu annan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.