Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 37

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 37
Litli-Bergþór 37 saman. Við byrjuðum á því að smala snemma að morgni og svo var safnið rekið upp Eystri-Tunguna og féð hvílt um stund hjá Gullfossi. Síðan var það rekið inn að Sandá eftir veginum, en þar er algerlega gróðurlaust og féð varð sárfætt. Hjá Sandá er svolítið gróðurlendi og þar var féð hvílt um stund og sumir gátu fengið sér blund. Síðan var það rekið inn með Hvítá fyrir austan Bláfell og lítið stoppað fyrr en komið var á Svartártorfur skammt frá Hvítárnesi. Þar var reynt að sjá til þess að ærnar fengju sín lömb og síðan var riðið inn í Hvítárnes og þar sofnum við í sæluhúsinu hvíldinni fegnir. Síðan var riðið heim og gekk það yfirleitt vel og var gaman. Í fyrra skiptið sem ég rak á fjall fengum við mikið sólskin og ég bar á mig júgurfeiti til að sólbrenna ekki. Það hafði það í för með sér að sandkorn festust á efri vörinni, svo ég var með einskonar yfirskegg þegar ég kom heim. Ég man að þér leist ekki á þetta. Þarna kom sér vel að hafa góða hesta og hundarnir voru ágætir og nauðsynlegir við að halda fénu saman. Eftirminnilegt var það, að í fyrri ferðinni var ég á þessum skjótta kappreiðahesti sem ég man ekki hvað hét og hann fældist við Sandá og ég átti fullt í fangi með að hanga á honum. Svo fór ég að athuga hvað það hefði verið sem hann fældist við, en það reyndist vera gamall hermannahjálmur. Ég hugsaði með mér að þarna væri komið ágætis höfuðfat, setti hann á hausinn og fór á bak aftur, en hesturinn varð alveg sjörnuvitlaus. Hann reyndi að henda mér af sér svo ég tók það til bragðs að henda hjálminum af mér og þá varð hann strax rólegur. Svo héldum við áfram en hjálminn fann ég ekki aftur þrátt fyrir nokkra leit. Sérstaklega reyndi ég að leita að honum vorið eftir þegar ég rak aftur á fjall, en hann hefur sennilega fokið. Ég komst aldrei á fjall en ég öfundaði fjallmennina mikið af þeim góða mat sem þeir fengu í skrínur sínar, hangikjöt og allskyns kræsingar. En ég fór nokkrum sinnum á Álfaskeið og nú ætla ég að segja frá því. Það var draumur okkar krakkanna að fá að fara á Álfaskeið, en mamma þín hafði strangar reglur um það að við yrðum að vera orðin tólf ára. Þessar skemmtanir voru í byrjun ágúst í fallegum hvammi í Langholtsfjalli. Það varð því að ríða yfir Hvítá og all löng reið. Þessar skemmtanir voru all fjölbreyttar með fyrirlestri söng og skemmtiatriðum og svo var dansað um kvöldið á grundinni. Það var hópreið úr Tunguhverfinu og svo bættust fleiri við svo við vorum yfir tuttugu sem fórum yfir Hvítá á Kópsvatnseyrum. Svo vorum við þarna á skemmtuninni fram í myrkur og fórum þá heim. Þá gerðist það að hesturinn hnaut með mig einhvers staðar nálægt Flúðum og ég datt af baki og ofan í gryfju og hesturinn á mig ofan og fór alveg hring yfir mig. Ég meiddist ekki en það hefði óneitanlega getað farið illa. Það stoppuðu allir og hjálpuðu mér á bak, svo allt fór vel. Það voru líka böll á Vatnsleysu og þangað fengum við einstaka sinnum að fara. Það var heldur frumstætt þar, stelpurnar sátu öðrumegin og strákarnir hinumegin og svo hlupu þeir yfir salinn og buðu upp. Þetta var bara gaman. Það var spilað á harmoníku og fleiri hljóðfæri og þarna dansaði ég minn fyrsta vangadans. Það þarf ekki alltaf glæsihús til að skemmtunin sé eftirminnileg. Svo átti ég þátt í því að byggja Aratungu. Húsið var mikið byggt af sjálfboðaliðum og 1958 fór ég með fleirum úr Tunguhverfinu og hjálpaði til við bygginguna. Mér dettur það alltaf í hug þegar ég fer þarna framhjá. Ég fór á böll þar en ekki voru þau eins eftirminnileg og ballið á Vatnsleysu. Úr Tungnaréttum 1958. Réttarsöngur í Tungnaréttum 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.