Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 11
Litli-Bergþór 11 eða óskir um tilhögun og reglusetningar. Lára sagði frá unglingaþingi sem haldið var fyrir fundinn um sama málefnið, þar sem fram kom að nemendur höfðu sitthvað um málið að segja. Og flest var ekki svo fjarri skoðunum þeirra fullorðnu, þó einhver væri áherslumunurinn. Engin áþreifanleg niðurstaða varð af fundinum önnur en sú að skólinn myndi vinna málið áfram með nemendunum, því með þau í liði við mótun reglna væri mest von á árangri. Stefna skólans er að kenna börnunum ábyrga notkun snjalltækja og fá þau með sér í vegferðina, til framtíðar sem enginn veit hvernig þróast. Starfsfólkið okkar, sem býr yfir miklum mannauði, er í stærstum dráttum sammála um leiðir og tilbúið í þessa vinnu, enda halda skólareglurnar ágætlega og símarnir valda ekki vandræðum í kennslunni. Þeir breyttu tímar sem við glímum nú við setja okkur ný verkefni til úrlausnar. Því er spáð að hraðar tækniframfarir á allra næstu áratugum umsnúi starfaflórunni svo rækilega að obbinn af þeim framtíðarstörfum, sem nemendurnir munu sinna, sé bara ekki til í dag. Lykillinn að þeirri framtíð er tæknilæsi. Sú ógn sem greinilegust er í dag er tölvufíknin, sem birtist í óhóflegum skjátíma. Við trúum því að gegn henni séu bestu meðulin fræðsla og forvarnir, frekar en boð og bönn. Og samhent viljum við ganga fram, foreldrar og kennarar. Það samtal sem fór fram á téðum fundi er risaskref inn í framtíðina. Fyrir liggur að nemendur munu koma að skipulagi síns eigin framtíðarsamfélags þegar þau eldast, svo hvað liggur beinna við en þjálfa þau núna í að koma að og móta ákvarðanir um eigið samfélag í skólanum - og utan hans. Ungdómurinn í Reykholti hefur allt það til að bera sem þarf, svo byggja megi upp og styrkja stoðirnar - í þeirra eigin heimi. Til þess þurfa þau tækifæri til þess að stunda heiðarleika og bera ábyrgð. Þannig öðlast þau virðingu samfélagsins og læra að virða sitt, sig og sína. Þegar því marki er náð, þá „höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Í byrjun ýlis, Hreinn Þorkelsson skólastjóri Bláskógaskóla í Reykholti. Frá árshátíð yngri deildar. Spjaldtölvuvæðing í Reykholtsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.