Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 13
Litli-Bergþór 13
á svart þá var Guðrún vanfær af
fjórða barni þeirra, komin rétt tvo
mánuði á leið, líkt og komið hefur
fram. Barnið sem kom í heiminn
21. apríl árið eftir reyndist vera
strákur sem fékk nafn föður síns,
Runólfur.
Guðrún auglýsti mikið eftir
vinnumanni á Iðu, en hún gat ekki
boðið nógu góð laun til að freista
manna til að sækja um. Brátt var
orðið útséð með að henni tækist að
lokka vinnumann til búsins á Iðu
og ljóst var að Guðrún og börnin
myndu hrekjast þaðan.
Guðrúnu barst þá hjálp úr
óvæntri átt. Vegaverkfræðingur-
inn, Páll Jónsson, sem sett hafði
upp dragferjuna yfir Hvítá tók
drukknun Runólfs mjög nærri
sér og þegar ljóst varð að enginn
vinnumaður fengist til Guðrúnar
gekk hann fyrir Guðrúnu og bauð henni starfskrafta
sína launalaust, auk þess sem hann lagði aleigu
sína með sér í bú hennar. Hjá henni átti hann eftir
að vinna kauplaust í níu ár. Hann var svo ákveðinn
í að tryggja henni framfærslu að fljótlega var hann
rekinn úr ferjumannsstarfinu, því hann krafði alla
um fulla greiðslu ferjutolls samkvæmt bókinni,
án þess að jafnvel hundkvikindi slyppi yfir ána
án þess að eigandinn greiddi flutninginn. Þótt
þessi innheimtumáti væri löglegur var hann ekki
tíðkaður og það má segja að ferjuþjónustan hafi
verið meira kvöð en tekjulind fyrir ferjubóndann,
ekki síst á jafn fjölförnum stað og við Iðu.
Ingólfur Jóhannsson (1919-2005) á Iðu, síðasti
ferjumaðurinn, lét þau orð falla að ferjustarfið
hefði verið „mikil kvöð og tók oft mikinn tíma.
Það gat komið sér illa, sérstaklega á sumrin,
þegar tefja þurfti sig frá heyskap. Við byrjuðum
því snemma að ferja krakkarnir og það kom
einnig fyrir að móðir mín þurfti að ferja þegar
engir aðrir voru heima við. Það gat því verið
erfitt að stunda búskap með þessu.“
Sá sem tók við ferjustarfinu af Páli eftir
uppsögn hans entist því ekki lengi í embættinu og
að tveim árum liðnum neyddist hreppsnefndin til
að fara bónleið að Páli til að fá hann til að taka
ferjumannsstarfið að sér aftur. Páll krafðist þess
hins vegar að fá, og fékk, þinglýstan skriflegan
samning frá hreppsnefnd áður en hann tók aftur
að sér starfið.
Páll virðist hafa reynst brotnu fjölskyldunni
að Iðu vel ef marka má ævisögu hans sjálfs og
minningargrein um Sigríði Runólfsdóttur sem
bar „mikla virðingu fyrir Páli og
hlýhug til hans alla ævi.“ Hins
vegar ber að geta þess, að vegna þess
hve sérstakur persónuleiki hann
virðist hafa verið og Jón Helgason,
höfundur ævisögunnar, kann að
hafa beitt ýmsum stílbrögðum, þá
virðist sagan af sambúð þeirra Páls
og Guðrúnar vera nokkuð einhliða.
Enda var ekkjan mjög ósátt við
þær lýsingar sem fram komu í
bókinni af sambúð þeirra Páls að
sögn ættingja hennar. Það er miður
að sjónarmið hennar skuli ekki
hafa varðveist.
Samkvæmt frásögn Jóns Helga-
sonar í ævisögu Páls, þá virðist
sambúð Páls og Guðrúnar hafa
tekist með ágætum. Á Páll að hafa
sagt síðar, að fyrstu ár sambúðar
þeirra hefðu verið hamingjuríkustu
æviár hans. Kannski var sambúð
þeirra of góð. Svo fór að Guðrún gerði kröfu á
Pál að hann giftist sér, þótt hann væri meira en
20 árum eldri en hún og þar lenti þeim saman.
Páll var æði sérstakur maður sem virðist hafa
verið sérlundaður og félagslega heftur, auk þess
sem hann hafði það sem ellefta boðorðið að „orð
skulu standa“. Hann hafði séð tilsýndar unga
stúlku í Noregi þegar hann dvaldi þar mörgum
árum áður. Hann hafði orðið ástfanginn upp fyrir
haus og þótt aldrei hefði hann náð sambandi við
þá stúlku, hafði hann heitið sjálfum sér að giftast
henni og engri annarri. Og þau orð stóðu! Þetta
gat hann ekki réttlætt fyrir Guðrúnu og það olli
henni miklum harmi.
Páll bauð henni þá samninga, að þau Guðrún
skyldu hafa „samflot ævilangt með fullri sambúð,
án þess að til hjúskapar væri stofnað.“ Þetta
virðist Guðrún hafa fallist á og Páll ritar að hún
„var því fyrst samþykk, að við værum þá saman
án þess.“ Hér var þó aðeins farið úr öskunni
í eldinn“ segir Jón Helgason. „Eftir sem áður
stóð norska stúlkan, sem aldrei var nefnd, á milli
þeirra, ósýnileg og óraunveruleg öllum nema
Páli, en honum svo máttug, að hann fékk ekki
notið eðlis síns, þótt freistað væri.“ Þetta urðu
því einungis ný og sársaukafull vonbrigði og enn
óskiljanlegri vandkvæði en áður. Þar með var
útséð með sambúð hjónaleysanna á Iðu.
Guðrún virðist því hafa farið fram á það við
Pál að hann færi frá Iðu, sennilega var það um
1912, en þá brá svo við að Páll þybbaðist við, það
vottaði fyrir gremju hjá honum og hann fann þetta
því til foráttu að hann gæti ekki farið nema tryggt
Ingólfur Jóhannsson (1919-2005) bóndi á
Iðu 1945-2005 var síðasti ferjumaðurinn
við Iðu. Hann sagði ferjumannsstarfið hafa
vera mikla kvöð á ábúendum og tafið frá
bústörfum.