Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 10
10 Litli-Bergþór
Starfið í skólanum gengur mjög vel, enda valinn
maður í hverju rúmi. Í ár er skólahald í Reykholti
níutíu ára og þó ekki sé blásið til sérstakra
hátíðahalda af því tilefni, mætti tileinka þann
góða árangur sem náðst hefur og starfið í dag ber
vitni um, þessum tímamótum.
Það sem helst hefur einkennt líðandi haustönn
og er af nýjum toga, er kannski tvennt: Annars
vegar tvískipt árshátíðarvinna og hins vegar
spjaldtölvuvæðing unglingastigsins.
Árshátíð yngsta- og miðstigs var haldin
fimmtudaginn 1. nóvember í Aratungu að venju.
Þá vikuna brutum við upp starfið og helguðum
undirbúningi hátíðarinnar. Skemmst er frá því
að segja að allt lukkaðist þetta ljómandi vel og
börnin sungu, dönsuðu, fluttu texta og léku fyrir
okkur styttri þætti af öryggi og einurð undir stjórn
kennaranna sinna Karls, Kathrinu, Heklu, Ástu
Rúnar og Freydísar. Hvorki var að sjá feimni
né hik á neinum og það er eitt helsta keppikefli
skólastarfsins að mínu mati. Takist okkur að ná
því fram ásamt því að þjálfa gagnrýna hugsun og
leikni í samskiptum getum við lögst sæl og sátt
til hvílu. Hátíðin endaði með kaffi og gómsætum
kökum frá Brynjólfi, Eyrúnu og Bryndísi í
eldhúsinu.
Unglingastigið var í eilítið öðrum gír, þar sem
þau frumsömdu leikritið Ættarmótið. Þeirra
stoðir og styttur voru umsjónarkennararnir þeirra,
Aðalheiður og Lára, reynsluboltar í leikhúsinu
báðar tvær. Tvær stundir voru ætlaðar í starfið frá
skólabyrjun í haust og svo var þemavika vikuna
fyrir sýningu þar sem hendur voru látnar standa
fram úr ermum. Leikritið var sýnt 15. nóvember
og tókst glimrandi vel, þar sem leikarar töfruðu
fram hina ýmsu karaktera sem finna má í hverri
stórfjölskyldu og léku við hvurn sinn fingur. Að
venju var eldri borgurum og nánustu fjölskyldu
boðið að koma í leikhúsið. Að sýningu lokinni var
Pálínuboð, sem foreldrar reiddu fram
- og kaffi í boði skólans. Veitingunum
gerðu menn góð skil og áttu dægilega
stund saman.
Sammæli var um að tvískipting
árshátíðar væri af hinu góða, en huga
þyrfti að skipulaginu og tímasetningu í
tíma og leggja ákveðnari línur um það
margþætta starf sem undirbúningur
leiksýningar er. Nú punkta kennararnir
niður um það sem jákvætt var og hitt
sem betur mátti fara og svo tökum við
samræðuna um hvenær og hvernig
við stöndum að hátíðunum á næsta
skólaári.
Fréttir af spjaldtölvuvæðingu á
unglingastigi í Reykholti hafa birst í
héraðsblöðunum, en mér finnst hæfa að varpa enn
ljósi á þann stórhug sem fyrirtæki og félagasamtök
sýndu er skólinn leitaði eftir styrkjum til tækja-
kaupanna. Menningarsjóður Biskups tungna,
Lions klúbbur inn Geys ir, Frið heimar, Kven félag
Biskupstungna og Hótel Geysir lögðu okkur til
rúmlega eina milljón króna, nánast alla þá upphæð
sem til kaupanna fóru. Vel gert og hjartans þakkir!
Nýverið var haldinn samtalsfundur
foreldra félagsins og kennara
skólans um snjalltækjanotk un í
skólanum. Hann hófst með því
að Lára Bergljót Jónsdóttir
aðstoðarskólastjóri og stjórn-
andi upplýsingatækniteymisins
skipaði fundar mönnum í fimm
umræðuhópa. Skipulaginu
svipaði mjög til félagsvistar, því
fólk fór á milli hópa og ræddi
hinar ýmsu hliðar málsins. Að
umræðum loknum var gert
kaffihlé og síðan skiluðu hóp-
stjórar niðurstöðum. Þá var
eftir að ræða málin og það var
gert af hreinskilni og stillingu.
Hver viðraði sína skoðun og
ekki voru allir með sömu sýn
Sendibréf úr skólanum
Smalafíkn
eða tölvufíkn -
fíkn er fíkn.
Leikarar úr elstu deild skólans.