Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 t.d. með því að velja vörur úr nágrenninu, sem eru framleiddar á heilnæman hátt og borga frumframleiðendum sanngjarnt verð fyrir. Borða meira grænmeti, en ef valið er kjöt að velja þá gæða kjöt. Fækka milliliðum ef þess er nokkur kostur. Á sýningunni voru mjög margir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar. t.d. um stöðu kvenna innan kokkabransans, sýklalyfjaónæmi, fækkun milliliða og hvernig væri hægt að ná landi af mafíunni. Elinborgu Sigurðardóttur og Guðmundi Ingólfssyni á Iðu voru í október veitt umhverfis­ verðlaun Bláskógabyggðar þetta árið, fyrir baráttu þeirra gegn skógarkerfli. Þau hafa slegið helgunarsvæði Vegagerðarinnar við bæinn Iðu, þar sem kerfillinn var orðinn mjög áberandi og hreinsað upp eftir megni þær plöntur sem hafa dreift sér inn á landareign þeirra. Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð í umsjón Gunnars Gunnarssonar stóð m.a. fyrir sirkushelgi í maí með sirkuslistakonunni Húlladúllunni. Einnig var ljósmyndaganga með Ívari Sæland, fjallahjólahittingur, róður, golfkynning og fleira í samvinnu við hreyfiviku á vegum UMFÍ. Í júlí - okt. var fella- og fjallgönguverkefnið „Sveitin mín“, þar sem fjallgöngufólk skráði sig í gestabækur á ákveðnum fjöllum og var dregið úr nöfnunum í lok átaks. Var það Heiða Pálrún Leifsdóttir sem hlaut fyrstu verðlaun. Í samvinnu við Ferðafélag Íslands var staðið fyrir vikulegum Lýðheilsugöngum um allt land í september eins og í fyrra. Í Bláskógabyggð var gengið um Laugarvatn, við Þingvallarvatn, Laugarvatnshelli og á Þverfell, sem og óvissuferð frá ML. Skógarganga var á Galtalæk, heilsu- og ljósmyndagöngur frá Íþróttahúsinu í Reykholti og menningarganga frá Slakka í Laugarási. Fjöldi heimamanna tók þátt, eða kom að því að leiðsegja í viðkomandi göngum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir leik- og grunn- skólabarna. T-listinn lagði til á fundi 8. nóvember að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í Bláskógabyggð yrðu gjaldfrjálsar frá og með 1. janúar 2019 og var það samþykkt. Áður hafði meirihluti T-lista fellt tillögu Þ-lista um lækkun leikskólagjalda um 15 þúsund krónur. Á sama fundi var beiðni íbúa Miðholts um aðgerðir til að bæta umferðarmerkingar og að stemma stigu við hraðakstri um götuna samþykkt. Þá var samþykkt að taka 400 milljón króna lán til 16 ára vegna byggingar leikskóla og annarra framkvæmda. Þjóðgarðsvörður. Einar Á. Sæmundsen var ráðinn í stöðu Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum 5. október eftir að hafa gegnt stöð- unni síðastliðið ár. Útgáfuhóf. Bjarni Harðarson og Elín Gunnlaugsdótt- ir héldu útgáfuhóf í Skálholti 6. október í tilefni af útgáfu bókarinnar Í Gullhreppum eftir Bjarna. Bjarni las valda kafla úr sögunni og svaraði spurningum gesta og Elín söng nokkur þjóðlög og vísur um enn eldri tíma. Loks þáðu gestir veitingar. Gengið um Laugarás (mynd Jón Bjarnason). Einar Á Sæmundsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.