Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 35

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 35
Litli-Bergþór 35 Ég fór í sumardvöl austur í Bræðratungu frekar ungur eða sjö ára. Mig langar til að rifja upp ferðalagið þangað. Við fórum saman austur, þú hafðir verið í Flensborg og varst á leið austur til foreldra þinna. Við fórum með Bjössa á Reykjavöllum sem keyrði vörubíl. Þegar Bjössi var búin að sækja okkur keyrði hann upp í Áburðarverksmiðju og þar var tekið fullfermi af áburði. Svo fórum við á ýmsa bæi þar sem hann varð að skila áburði. Ferðin tók eitthvað tólf tíma svo við vorum komnir í Bræðratungu seint um kvöld. Þar tók mamma þín á móti mér og fór með mig upp á loft þar sem við sváfum. Auðvitað var nýstárlegt fyrir mig að koma þangað svona ungur. Ég minnist þess enn að mamma þín sagði mér að fara með bænirnar mínar. Ég kunni lítið af bænum svo hún kenndi mér: Vertu guð faðir faðir minn, sem ég kann ennþá og fer oft með. Sumarið 1955 var mesta rigningarsumar í manna minnum. Það stytti ekki upp fyrr en um höfuðdaginn 29. ágúst. Heyskapurinn gekk illa og það var ekki heyjað á engjum það sumar en það hafði alltaf verið gert og var gert næstu sumur. En það var samt nóg að gera. Það var verið að grafa fyrir húsi Sveins bróður þíns og Siggu. Þau voru nýgift og bjuggu í gamla húsinu í sambýli við foreldra þína en þau þurftu að sjálfsögðu sérstakt hús. Þetta tíðarfar var óskaplega erfitt og það var reynt að slá túnið sem gekk hálf illa þótt það væri kominn góður traktor. Þegar kom glæta var reynt að breiða og svo var sett í sæti og maður var með yfirbreiðslur sem voru breiddar yfir heysáturnar. Þetta þættu undarleg vinnubrögð núna. En sannleikurinn var sá að mér leiddist ekki og reyndar aldrei þegar ég var í sveitinni. Hjá ykkur var Willis-jeppi sem var notaður við búskapinn og svo til ferðalaga enda var pabbi þinn oddviti og þurfti mikið að sinna því starfi, en hann tók aldrei bílpróf þótt hann ætti jeppann. Jeppinn var árgerð 1947 og með góðri yfirbyggingu sem Bói í Ásakoti hafði smíðað. Hann var notaður við heyskapinn og sem farartæki á allskonar fundi og samkomur. Af því að jeppinn var yfirbyggður var ekki hættulegt að láta unglinga keyra hann og ég lærði fljótt að keyra. Það var náttúrlega eitt af þessu sem manni þótti svo óskaplega spennandi, að keyra traktorinn og jeppann. Það var einhverntíma þegar Svenni var mjög upptekinn og Skúli þurfti að fara á hreppsnefndarfund á Vatnsleysu, að ég naut þess trausts að keyra bílinn. Mér er það minnisstætt að sætið var orðið slitið og ég ekki Sumardvöl í Bræðratungu 1955 til 1961 Magnús Gunnarsson segir frá í viðtali við Pál Skúlason frá Bræðratungu Magnús Gunnarsson á Neista. Myndin er tekin á útihátíð á Vatnsleysu. Skúli Gunnlaugsson í Bræðratungu í baðstofunni að lesa við ljós frá Aladin lampa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.