Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 36

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 36
36 Litli-Bergþór fullvaxinn, svo ég var látinn sitja á Castrol- olíubrúsa til þess að ég sæi almennilega út. Svo keyrði ég eins og leið lá upp að Tungufljótsbrú, gömlu brúnni sem var ofan við Vatnsleysu. Nú mætti ég fyrsta bílnum og ég man nákvæmlega, enn þann dag í dag, hvar það var. Svo fór Skúli á hreppsnefndarfundinn og við fórum svo til baka og allt gekk vel. Síðan keyrði ég oft heima við en aldrei á böll eða út fyrir sveitina. Á þessum tíma, sérstaklega fyrstu sumrin, voru ennþá notaðir hestar við heyskapinn og við smalamennsku. Það var hestarakstrarvél og var Tígli gamla oftast spennt fyrir hana. Ég var mjög mikið á hestbaki og man eftir mörgum hestanna sem voru notaðir til gagns og skemmtunar. Einn af þeim hét Neisti og var hann dökkjarpur. Ég á mynd af mér á Neista sem var tekin á Vatnsleysu en þar var einhver skemmtun sem við fórum ríðandi til. Þangað eru einir 15 kílómetrar frá Bræðratungu svo þetta var töluvert ferðalag. Ég fór reyndar á hestbak hvenær sem ég gat og reið mér til skemmtunar á bökkum fljótanna sem þarna renna, enda var það framúrskarandi reiðvegur. Upp við Hrísholt, skammt frá Tungufljótsbrúnni gömlu, var farið að efna til kappreiða fyrir fólkið í sveitinni aðallega og einhvern tíma datt mér í hug að fá lánaðan hest til að keppa í stökki. Ég fékk blesóttan eða rauðskjóttan hest sem var frekar röskur og gekk sæmilega. Ég held að ég hafi verið annar í mark. Af öðrum hestum minnist ég Háfeta sem var stór og mjög góður fjallhestur og hryssu sem hét Fjöður sem var úrvalsgæðingur. Neisti var líka fjallhestur, var þýður þótt hann væri aðallega brokkari. Reyndar var hann töltari líka ef maður hafði lag á að fá hann til að tölta Ég kom yfirleitt það snemma að ég gat hjálpað til við sauðburðinn. Það þurfti að fara kvölds og morgna til þess að fylgjast með og hjálpa til við burðinn þegar þess þurfti. Ég fór alla leið innundir Bergsstaði og það sem maður þurfti að gera var að setja merki í eyrun á þeim lömbum sem voru nýborin og hjálpa þeim rollum sem ekki gátu borið. Þá þurfti að snúa lömbunum í fæðingarveginum eða toga í lappirnar og varð ég mjög þjálfuð lambaljósmóðir að lokum. Þetta var eiginlega mitt aðalstarf seinni vorin sem ég var í sveitinni. Til þess að komast í tæka tíð í sveitina þurfti ég stundum að fá frí úr skóla og auðvitað vildi ég vera fram yfir réttir og því kom ég í seinna lagi suður á haustin. Ég held að mér hafi verið sýnt mikið traust og ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í atvinnulífinu svona ungur. Grundvöllurinn í uppeldi barna held ég sé að þau fái að sýna ábyrgð og þroskast við þau störf sem þeim eru falin. Eitt af því sem ég tók þátt í var að reka á fjall og var það langerfiðasta verkið sem ég minnist frá þessum árum. Þegar sauðburði var lokið og búið var að marka og rýja í lok júní, var féð rekið inn yfir Hvítá, en það tók um tvo sólarhringa. Ég segi sólarhringa því við máttum lítið eða ekkert sofna þennan tíma því það varð að halda fjárhópnum Gamili Willis jeppinn X 567, sem kemur við sögu í viðtalinu. Páll Skúlason undir stýri. Bræðratunga á þeim árum sem Magnús var í Tungu. Búið var í steinhúsinu t.h. Það var byggt 1925 og var með fyrstu steinhúsum í Tungunum. Þáverandi eigandi Bræðratungu, Sven Paulsen kostaði bygginguna en Skúli, faðir Páls, var bústjóri og sá um verkið. Það var teiknað af Jóhanni Kristjánssyni, sem vildi byggja hús á tveim-þrem hæðum, og var ekki gott hús. Það var hætt að búa í því fljótlega eftir að Skúli dó 1966, en Sveinn lét rífa það 1987-88. Gamla húsið t.v. var byggt upp úr aldamótunum 1900. Notað sem geymsla og kattarathvarf þegar Páll var alast upp. Það var rifið upp úr 1970. Á myndinni má sjá menn járna í garðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.