Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 38

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 38
38 Litli-Bergþór Eitt af því sem er eftirminnilegt var engja- heyskapurinn. Reyndar var ekki farið á engjar sumarið 1955 vegna ótíðar. En það var heyjað flest eða öll sumrin í Tungueyju og tvö sumur í Pollenginu. Það var mikið slegið með orfi og ljá en sumstaðar var hægt að koma við hestasláttuvél. Heyið var bundið í bagga og flutt heim á klifberum og var þetta löng lest, tíu – tólf hestar, og ég hafði það hlutverk að fara á milli sem kallað var, þ.e. teyma lestina. Ef það fór ofan þurfti að setja baggana á klifberann aftur en það kom ekki oft fyrir sem betur fer. Þar sem að fólkið var á engjum allan daginn þurfti að fara með mat sem mamma þín útbjó, það var grautur og fiskur eða kjöt og það var sett í ullarsokk til þess að halda því heitu. Þessu var mér trúað fyrir, ég var með þetta fyrir framan mig á hestinum. Í góðu veðri var þetta mjög gaman og mér hlekktist aldrei á. Þegar ég fór út í eyju var mér sagt að ég mætti ekki horfa niður í strauminn heldur á bakkann á móti. Það var góð leiðbeining og ég var orðinn mjög góður að ríða straumvötn. Gísli Bjarnason frá Lamhúskoti tók kvikmynd af þessum engjaheyskap sem enn er til og er góð heimild. Í framhaldi af þessu er ekki úr vegi að segja svolítið frá mataræðinu. Það var enginn ísskápur á heimilinu enda kom ekki rafmagn í Bræðratungu fyrr en ég var hættur kaupamennskunni. Þess vegna var mikið um saltað kjöt og fisk, reykt og súrsað. Mér fannst þetta allt ágætt, enda var ekki ísskápur hjá foreldrum mínum þegar ég var barn. Það var oft tólf manns við borðið svo það þurfti mikinn mat. Það sem mér er minnisstæðast af þessu öllu saman er njólajafningurinn. Ég hef hvergi fengið hann annars staðar. Njólinn þarna var með miklum blöðum og þykkum og er talið að Vísi-Gísli hafi komið með hann frá útlöndum og gefið systur sinni, Helgu Magnúsdóttur. Hann kom líka með kúmen sem var töluvert af þarna og eitthvað notað í bakstur. Það var talið að njólinn væri mjög hollur enda er mikið c-vítamín í blöðunum. Ég var aldrei fram yfir sláturtíð, en það var alltaf slátrað lambi fyrir fjallferðina og ég kynntist því nokkuð hvernig unnnið var úr sláturafurðum. Ég var eitthvað við sláturgerðina og reyndar fleiri húsverk. Mamma þín strokkaði stundum og það þótti mér nýstárlegt að sjá. Kjötið af fjalllambinu var reykt svo að það skemmdist ekki. Reyndar var mikið reykt af kjöti og bjúgum og það var gert í sérstökum kofa þarna í grenndinni. Ég var ekkert hræddur við blóð eins og þú segir að sumir krakkanna hafi verið. Svo þurfti að stinga út úr fjárhúsunum og þurrka skánina sem svo var notuð við reykinguna. Í fjósinu voru eitthvað 12 – 14 kýr sem þurfti að mjólka. Ég lærði að mjólka enda engin mjaltavél þarna né annarsstaðar í nágrenninu. Við reyndum að vera búin að mjólka áður en eitthvað spennandi byrjaði í útvarpinu. Eitt sumarið var lesin spennusaga sem hét: Með kveðju frá Gregory. Reyndar var mikið hlustað á útvarp, bæði leikrit á laugardögum, fréttir og fræðsluþætti. Svo voru stundum spennusögur eftir Agötu Christie og fleiri. Eygló í Ásakoti og Sigríður í Bræðratungu í réttunum 1958. Járnað með gamla laginu í hlaðinu á Bræðratungu. Sveinn Skúlason járnar og vinnumaður heldur fætinum. Páll Skúlason heldur í hestinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.