Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 55

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 55
Litli-Bergþór 55 „Kanillinn er kynlíf, sykurinn er ástin“ Töff 12 islendingabok.is 13 Dagbækur Ólafs Jónssonar (1899 – 1986) árin 1936 – 1942 í fórum skrásetjara. Á útfarardegi Lárusar var 9 stiga frost í Tungufelli. Súluritið hér til hliðar sýnir vel muninn á fóðurþörf ánna og sauðanna og einnig mismun heygjafar milli ára. Veturinn 1890/91 hefur verið hagstæður, sauðunum var gefið aðeins 34 sinnum á rúmlega tveimur mánuðum og um 20 kg af heyi fóru í hvern sauð. Dæmi um uppgjör Lárusar eftir veturinn er eftirfarandi færsla fyrir Dalhúsið vorið 1894 (stafrétt eftir vasabókinni): Þanninn hef eg gefið þennann vetur hjer um bil 52 hesta af heyi 63 ám í 14 vikur og 3 daga, í hverjum hesti nálægt 14 kírl[aupar], hver kírl. að vikt 10 π [pund] svo hver ær hefur jetið nálægt 114 π af heyi eða ekki fullkomlega 1 heyhest, því hver hestur nærri 140 π. Eftir dvölina í Tungufelli var Lárus árum saman norður í Húnavatnssýslu.8 Þá var hann oft fyrirliði Húnvetninga í fjallferðum (göngum) suður á Kjöl, þar sem þeir smöluðu með Biskupstungnamönnum svæðið frá Sandkúlufelli norðan Seyðisár suður í Gránunes sunnan Kjalhrauns. að sér ýmsum fróðleik. E.t.v. má segja að hann hafi verið „andlegur einfari“ eins og sagt hefur verið um fólk með hæfileika sem vegna ytri aðstæðna fengu ekki að njóta sín. Líklega hefur hann kunnað best við sig uppi á öræfum þar sem hann réð sér sjálfur og var í forystu bæði í haustleitum og með ferðamönnum sem hann fylgdi yfir hálendið. Lárus andaðist á Bergsstöðum 5. mars 1937 á 75. aldursári.12 Hann var jarðsettur í Tungufelli 13. mars. Þann dag skrifar Ólafur Jónsson í Tungufelli í dagbók sína: „Lárus á Bergsstöðum var jarðaður og var um 60 manns...“13 Það mun hafa þótt fjölmenn jarðarför á köldum vetrardegi þar sem um var að ræða einhleypan vinnumann sem lengi hafði verið búsettur í fjarlægum sveitum. Mannfjöldinn sem fylgdi Lárusi til grafar er til vitnis um vinsældir þær og virðingu sem hann naut meðal samtíðarmanna. Myndagátan Litli Bergþór heldur uppteknum hætti frá síðasta blaði og hér er komin önnur myndagáta eftir Unni Malín Sigurðardóttur. Að þessu sinni eru verðlaun veitt fyrir rétta lausn gátunnar, tvær ljóðabækur eftir Sigríði Jónsdóttur frá Arnarholti, Kanill og Undir ósýnilegu tré, auk gjafaöskju frá Friðheimum. Ritstjórnin þakkar þeim Sigríði og Friðheimum fyrir örlætið. Sendið lausnir á lbergthor@gmail.com merkt MYNDAGÁTA og látið nafn og símanúmer fylgja með. Skilafrestur rennur út kl. 18:00 þann 6. janúar. Verður sigurvegari tilkynntur á facebooksíðu Litla Bergþórs og í næsta blaði. Ekki er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum, það er að segja; a/á, e/é, i/í, o/ó, u/ú og y/ý. Lausn gátunnar úr síðasta blaði: Litli Bergþór er örugglega besta blað í Biskupstungum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.