Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7 Þemað á Krummakletti í vetur hefur verið: „Ég sjálfur - fjölskyldan og samfélagið”. Við leggjum áherslu á hugtökin „ég sjálf/ur og umhverfið mitt og ég sjálf/ur og líkami minn". Við höfum verið að vinna með ýmsar spurningar t.d.: Hver er ég? Hvað heiti ég? Hver er fjölskyldan mín? Hvað heita mamma og pabbi? Hvernig er leikskólinn minn og nánasta umhverfi? Hvað er vinur? Við höfum líka unnið verkefni sem tengjast líkamanum, lært líkamsheiti, skoðað bækur og fjallað um hvernig líkaminn starfar. Við höfum farið í vettvangsferðir einu sinni í viku. Þær eru hluti af menningu og samfélagsnámi barnanna. Í vettvangsferðum læra börnin að taka tillit til umhverfisins og bera virðingu fyrir því. Markmið vettvangsferða eru: að víkka sjóndeildarhringinn og að kynnast nánasta umhverfi og náttúru. Krummaklettar eru uppáhaldsstaður barnanna og eru þau dugleg að skapa sinn eigin heim út í náttúrunni. Þau hafa fundið tröllhest sem hefur breyst í stein, búið til sögu um gullkistu sem grafin er í holtinu, fundið hella og álfasteina og margt fleira. Við fullorðna fólkið skiljum sjaldnast leikinn - hann hefur ekki endilega upphaf né enda, heldur er hann hringur sem heldur endalaust áfram og þau ráða algjörlega för sjálf. Eftir vettvangsferðir fjöllum við um hvað við sáum og gerum ýmis verkefni t.d. erum við að búa til hverfið okkar, við málum götur, búum til hús og fleira. Í lok október flutti Krummaklettadeildin út í Bergholt. Þar líður okkur mjög vel og við hlökkum til að takast á við fleiri verkefni. Guðbjörg Gunnarsdóttir Deildarstjóri á Krummakletti. Fréttir frá Krummakletti eldri deild leikskólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.