Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 43

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 43
Litli-Bergþór 43 með trússinn inn í Hvítárnes fyrsta daginn, og var það einnig í þetta sinn. Gerði það Trausti Kristjánsson í Einholti og fékk hann sér til aðstoðar Ragnar Jóhannesson í Ásakoti. Svo rann upp hinn mikli dag ur. Við Hárlaugur gistum í Gýgjarhólskoti nóttina áður og áttum þar ágæta nótt hjá því heiðursfólki. Við vorum árla á fótum um morguninn og eftir að hafa þegið góðar veitingar og ferðaóskir, stigum við á bak hestum okkar og héldum úr hlaði til móts við Guðna, sem stóð ferðbúinn hjá hestum sínum þegar við komum. Var svo haldið, sem leið liggur, hjá Kjóastöðum og er það síðasti bær áður en farið er úr byggð. Urðum við að þiggja þar góðgerðir áður en haldíð væri á fjöllin. En ekki dugir að tefja lengi því löng leið er fyrir höndum. Stigum við því brátt á bak á ný og héldum af stað hlaðnir góðum ferðaóskum. Var veður ágætt, þurrt og svolítið frost. Við Sandá var áð og étinn biti, sem við höfðum með okkur en síðan haldið áfram í stefnu á Bláfellsháls. Þegar við komum inn að Bláfelli kom „Trússi" á eftir okkur og hélt hann áfram og var brátt úr augsýn. Við héldum áfram á okkar hestum og tókum eitthvað á vasafleygum, sem voru með í ferðinni, en allt var það í hófi. Komum við svo í Hvítárnes um dimmumót. Var „Trússi" þá kominn fyrir góðri stundu og beið okkar rjúkandi kaffi á borðum. Voru því gerð góð skil, því við höfðum ekki fengið kaffi allan daginn. Þeir Trausti og Ragnar fóru svo til baka um kvöldið. Við gengum frá hestum við fullan töðustall og fórum síðan að sofa. Við vorum árla á fótum, því nú skal byrja að leita. Veður er þó ekki gott til þeirra hluta, suðvestan éljagangur og hvítt af snjó. Þó eru allir samþykkir því að leggja af stað. Voru hestar teknir og búið upp á þá í skyndi. Kom það í hlut Hárlaugs að fara með trússana í Fossrófur og skyldi hann fara beinustu leið. Við hinir fórum út yfir Fúlukvísl og skyldu 2 smala Karlsdrátt, inn með Hrútfelli og austur í Þverbrekkur. Kom það í hlut Jóns og Guðna, en ég leitaði Hrefnubúðir og inn yfir Baldheiði. Hittumst við síðan í Þverbrekkum og vorum samferða austur í Fossrófur um kvöldið. Engin kind fannst þennan dag. Föstudagur: Veður var heiðskírt og bjart þennan morgun. Nú skal Austurkrókurinn leitaður og gist á Hveravöllum næstu nótt. Eftir að hafa matazt og drukkið kaffi, er farið að búa sig af stað. Nú er meiri hlutinn af dótinu skilinn eftir en aðeins farið með trúss á einum hesti og geta þá allir leit-að. Fór Jón vestastur og leitaði Fossrófurnar og verin vestan við Graðhól, en innan við þann hól eiga allir að hittast. Við hinir urðum samferða austur að Blákvísl. Fór Hárlaugur síðan inn með henni að vestan en við Guðni fórum nokkru austar. Þegar við erum komnir upp í Hnappöldu og ætlum að fara að skipta okkur, þá sjáum við hvar Hárlaugur veifar til okkar. Er hann búinn að finna tvær kindur og reyndist þetta vera svört ær frá Karli bónda í Gýgjarhólskoti, og hafði hennar verið saknað af fjalli. Urðum við nú harla kátir yfir þessum óvænta feng. Var nú farið með þær í Fossrófur í geymslu. Að því búnu var leitinni haldið áfram. Hittumst svo allir á tilteknum stað en Jón var kominn á undan okkur með trússahestinn, sem hann teymdi með sér. Var nú setzt að snæðingi þarna á auðninni, en heldur var það kuldalegt, því allt var hvítt af snjó og kominn bylur og dvöldumst við þar ekki lengur en við þurftum. Var nú tekin stefna á Rjúpnafell og þaðan til Hveravalla. Er þar komið á innstu takmörk afréttarins því þarna er varnargirðing milli jökla og smala norðanmenn suður að henni. Áttum við þarna góða nótt í upphituðu húsi Ferðafélags Íslands. Laugardagur: Ekki leizt okkur á veðrið þegar við litum út um morguninn, því komin var blindhríð af norðaustri. Fórum við að engu óðslega, bættum heyi á hestana, borðuðum með beztu lyst og drukkum að sjálfsögðu mikið af kaffi. Þegar leið á morguninn fór að birta í lofti og ekki leið á löngu þar til allur bylur var horfinn út í veður og vind og komið sæmilegt veður. Voru nú hafðar hraðar hendur, húsið þvegið út úr dyrum, hestar sóttir í hesthús og lagt á þá og síðan haldið af stað. Nú skal leita Tjarnadali, Þjófadalafjöll, Þjófadali, Fé rekið í Tungnaréttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.