Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 4
4 Litli-Bergþór Björgunarsveitin okkar hér í sveit er orðin 32 ára og ætti því að vera orðin svona sæmilega fullorðin. Í dag eru 40 skráðir félagar en í reynd eru það um 10 sem eru virkir í starfi sveitarinnar. Björgunarsveitin er hluti af Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Við eigum í samstarfi og samvinnu við aðrar sveitir í Árnessýslu sem við köllum í daglegu tali „svæði 3“. Við tökum þátt í um 10-15 aðgerðum á ári og meirihluti þeirra eru auðleystar á skömmum tíma en aðrar geta staðið yfir í allt að sólarhring. Sveitin er vel tækjum búin og er það að mestu að þakka góðvilja sveitunga sem taka vel í fjáraflanir okkar, eins og t.d. flugeldasöluna. En alltaf höfum við pláss fyrir nýtt fólk til að taka þátt í starfinu og í dag skiptir litlu máli aldur „nýliða“ þar sem við getum notað alla. Ég vil nota tækifærið og leyfa ykkur að sjá inn í aðgerð sem við leystum þann 10. febrúar 2018. Þennan dag, laugardaginn 10. febrúar, hafði snjóað í tvo til þrjá daga og var ekki nema kannski 20-30 sm jafnfallinn snjór, en þegar fór að líða á morguninn byrjaði að hvessa. Þegar komið var fram að kaffi var færð farin að spillast á þjóðvegi 35 frá Geysi á Selfoss. Um kl 16:30 fengum við fregnir um að bílar ættu í erfiðleikum og væru farnir að festast á veginum fyrir neðan Torfastaði. Útkall kom til okkar um 17:00 og fóru 2 menn úr húsi á bifreið okkar sem við köllum Biskup 1 (Nissan Patrol, árgerð 2005 sem er 46” breytt fjallabifreið). Þeir fóru strax í að reyna að losa bíla og snúa við fólki upp í Reykholt. Hafist var handa við að koma fólki og bifreiðum inn á bílastæði Bjarnabúðar og fólk beðið um að hinkra þar til skafrenningnum linnti og bíða eftir mokstursbíl, sem var væntanlegur um kvöldmatarleytið. Fljótlega sáu mennirnir sem voru að losa bíla að þeir væru of fáliðaðir og Björgunarsveit Biskupstungna Kristinn Bjarnason, formaður Björgunarsveitar Biskupstungna: kölluðu eftir auknum liðsafla og innan skamms bættust við þrír björgunarsveitarmenn í útkallið. Þá var ræstur út Biskup 2 (Toyota Tacoma, árgerð 2005 sem keyptur var 2015). Til viðbótar komu til aðstoðar nágrannar okkar hérna á Reykholti á tveimur fjallabílum og um klukkan 19:00 var búið að koma öllum upp í búð. Bjarni þurfti að hafa lengur opið þar sem ekki var hægt að koma þeim annað. Upp úr 20:15 var svo bílalestinni, 25 bifreiðum, hleypt af stað þar sem mokstursbíll var kominn að afleggjara Syðri-Reykja og var á leið á Selfoss á undan sjúkrabíl. Þó ekki hafi liðið nema 5 mínútur frá því að skilaboð komu um mokstursbíl þar til að bílalestinni var hleypt af stað, þá byrjuðu vandamálin rétt fyrir neðan afleggjarana að Miklholti/Hrosshaga. Vildi svo til að þar festi 50 manna rúta sig í þröngum snjógöngunum og stöðvaði alla lestina. Þá var um lítið annað að ræða en snúa lestinni við og koma öllum upp í Reykholt. Þá var ákveðið að opna fjöldahjálparmiðstöð í Aratungu og var húsvörður ræstur út ásamt félögum úr Björgunarsveitinni sem aðstoðuðu við móttöku á fólki og við upplýsingagjöf. Þegar tekist hafði að ferja fólk upp í Aratungu og losa bifreiðar þessara óheppnu útlendinga, var farið að nálgast miðnætti. Um 12 bílar voru vel fastir á veginum aftan við rútuna og skóf að bílum og snjóskaflar orðnir um 1,5 m djúpir á köflum. Var orðið erfitt að keyra fjallajeppa okkar við þessar aðstæður. Hjálp barst loks frá Selfossi, þegar Vegagerðin hafði sent veghefil og traktor með snjóblásara til að opna veginn. Um miðnætti var loks búið að stinga í gegnum skafla og losa rútuna. Þá gátum við loks sent fólk af stað aftur í átt að Selfossi. Þegar bílalestinni var hleypt að stað aftur var passað að halda öllum nálægt heflinum og var bílunum fylgt af björgunarsveitarbifreiðum frá Reykjavík sem komnar voru til að aðstoða okkur heimamennina. Allir komust að lokum á Selfoss, þar sem tók við lengri bið fyrir suma, þar sem lokað var fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli þar til um kl. 02:00 um nóttina. Björgunarsveitin vill nýta tækifærið og þakka aftur öllum sem styðja og styrkja okkur, án ykkar væri ekki mögulegt fyrir okkur að starfa. Bannað að gera upp á milli Nissan og Toyota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.