Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór og séra Steindór o.fl. Þórður kaupi kom. 10. janúar – sunnudagur. Messað heima í fjölmenni mesta úr öllum áttum: frost vægt. 23. janúar. Gengið frá skýrslum og bréfum, veður viðsjált, lattur mjög farar. 24. janúar – sunnudagur. Skafrenningur og versta færð, sat heima og las. 14. febrúar – sunnudagur. Ég fór ríðandi upp að Úthlíð, en skildi Topp eftir að Tjörn sakir ófærðar, aftaka rok. Komu 3 menn aðrir en ég. Kom heim í björtu. 15. febrúar Frost mjög mikið, sóknarmenn drógu grjót. 18. febrúar Í gærkveldi komu piltarnir með timbrið 142 stykki og gekk allt vel. Ég ríð að Galtalæk til þess að fá menn til Bakkaferðar. 19. febrúar Mundi og Gísli frá Galtalæk fóru í morgun eftir járni á Bakkann. 20. febrúar Sama veður. Komu Múlamenn og kváðu mér til einskis að (fara) uppeftir á morgun. 29. febrúar Skírt í Hrosshaga; blítt veður. 8. mars 20° frost, skafrenningur; rituð bréf. Björn á Brekku gisti. 12. mars Lesið og farið til húsa og skrifað. 13. mars 9° frost; Skírt að Múla fyrir messu; messað og spurt og skírt í messunni. Indælt veður. Steinunn upp að Felli og fólkið út um allt. 16. mars Fór til húsanna. 20. mars Ég reit bréf nokkur og fór með þau niður að Hrosshaga. Blánar fyrir þúfum á Brennu allri. 27. mars – sunnudagur. Húsvitjaði ég á Krók fyrir messu, messaði í Tungu, spurt að 13. kafla, mannmargt og samferða Skúla að Kópsvatni, heim um kvöldið. 28. mars 12° frost síðan fjúk. Reit bréf. 2 kr Siggu í Brattholti, sendi ég Magnúsi frænda og bað hann kaupa bókina. 29. mars Skúrar. Komu póstbréf og blöð. 30. mars Sama veður, lesin blöð. 31. mars Sama veður, reit í sveitarbók. 1. apríl Regn mikið, sveitarritstörf. 7. apríl Mesta blíða, aðeins fannirnar stærstu eru eftir; lokið við að lesa Þingtíðindi. 8. apríl Við Steinunn fórum út að Mosfelli, fréttist „draugagangur“ af Stokkseyri. (Um hinn magnaða Rankotsdraug á Stokkseyri má lesa í Öldinni okkar við árið 1892). 14. apríl – skírdagur. Í 9° frosti og roki upp að Haukadal. Messað við 15ánda mann. 15. apríl – föstudagurinn langi. Messað í Tungu, spurt, ráðinn Ögmundur uppá 60 kr, 10 kindur. Póstur kominn með blöð og bréf og peninga. 25. apríl Frost um nóttina; þerrir; borinn haugur; lesin blöð. 1. maí Messað í Tungu og lauk við kverið; lá nærri að við kollvöknuðum í Fljótinu austur yfir. Rok og 6° frost. 3. maí Ég lét yfir vermireit og bar í mold. Var lengi austur í Koti og las páskaræðu yfir gömlu Guðrúnu. 4. maí. Stungið út úr brekkuhúsi; ég barði flöt. 8. maí sunnudagur. Messað heima, 5° frost og bál. Vorpróf yfir 9 krökkum, ám gefið enn þá einu sinni, 10° frost að kveldi. 15. maí – sunnudagur. Messað í Haukadal, stormur og moldrok. Próf. Fór allar mýrar fram. 18. maí Kom Árni smiður, skorið torf. (Árni Þorsteinsson forsmiður, bóndi og fræðimaður frá Brennistöðum í Flókadal.) 19. maí Skiptafundur að Fljóti, friðsamlegur, náði aðeins háttum heim. Reidd heim skánin. 23. maí Gipting að Hruna, brullaup að Kópsvatni. Ég gerist mjög hás. 1. júní Minna frost í nótt, en rok og ryk sem mest. Við Steinunn urðum gegndrepa við að hreykja sauðaskán. Góður dagur yfirhöfuð. 3. júní Settar niður kartöflur. 12 hestar timburs komu af Bakka í gær. 5. júní – Hvítasunnudagur. Messað í Haukadal. Kosnir Greipur, Guðmann, Eiríkur 1. safnaðarfulltrúi. Geysir alltaf að gjósa en forðast mig. 12. júní – trinitatis. Messað heima við fjölmenni, í síðasta sinn í þessari kirkju; 14 til altaris. 28. júní – 3. Júlí Kirkjan rifin og reist og talsvert gjört að stofunni. Verið að reka lömb, mór tekinn, heytorf skorið. 4. júlí Kirkjusmíði, farið á Bakkann með 11 hesta. 11. júlí Kirkjusmíði gengur vel; sent á Bakka og til Rv 17. júlí – sunnudagur. Sat um kyrrt, las nokkuð og leiddist 20. júlí Fundur á Vatnsleysu um sauðasölu. Brynjólfur fór þangað með mér. Reit bréf um kveldið. Piltar fóru á Bakkann með 14 í taumi. 21. júlí Árni setti gólf í kirkju; borið niður. 22. júlí Slegið og rakað; ég kíttaði kirkjuglugga. 24. júlí – sunnudagur. Stórviðri, ég sat heima. Piltar komu úr Bakkaferð. Ég las hátt fyrir fólkið. 27. júlí Kirkjutimbur selt við uppboði, vel boðið í. 31. júlí – sunnudagur. Við níunda mann upp að Haukadal, messað við fjölmenni. Við 70sta mann sat ég við Strokk, gekk frá síðastur, eftir 6 stunda bið, árangurslausa. 22. ágúst Árni klæddi turninn, þerrilítið. 30. ágúst Slegið í Brennukrók og norður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.