Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 46
46 Litli-Bergþór
að sér, - fimm börn, það yngsta fjögurra ára, -
en móðir mín og eldri systir hennar Ruth, þá 19
ára, aðstoðuðu og unnu fyrir mat til heimilisins.
Auðvitað hjálpaði að eiga stóra fjölskyldu þarna
í þorpinu. En móðir mín var einnig að eðlisfari
bjartsýn og æðrulaus, sem hjálpaði henni að
yfirstíga erfiðleika og veikindi síðar á ævinni. –
Titill á viðtali, sem Guðrún Guðlaugsdóttir tók
við hana fyrir Morgunblaðið, 13. September
1987, lýsir henni nokkuð vel: „Lærði snemma að
sætta mig við hið óumflýjanlega“.
Móðir mín lést fyrir 30 árum, árið 1988, svo
þeim fer fækkandi Tungnamönnum sem þekktu
hana. En ég vona samt að einhverjir hafi gaman
að þessum minningum hennar frá átthögunum.
Geirþrúður Sighvatsdóttir
---
Góðir samkomugestir!
Ég var beðin um að segja ykkur svolítið frá
mínum heimahögum. Mér leist nú ekki meir en
svo á það, en fannst svo að mér ætti að vera það
ljúft að lýsa því hvernig umhverfið var heima og
hvað við höfðumst að. Það verður varla merkilegt
né mikið, en ég ætla að gera tilraun.
Ég ólst upp í sveitaþorpi á því landsvæði í Norður
Þýskalandi, sem heitir „Lüneborgarheiði“. Þorpið
heitir Hermannsburg. Það var talsvert stórt, eða
um 3.500 íbúar fyrir stríð. En sveitarþorp engu að
síður, því að bændur bjuggu um allt þorpið. Svo
var það aðal verslunarstaður margra smáþorpa í
kring. En það var ekki bara verslun sem var sótt
til Hermannsburgar, þar er Miðskóli, Menntaskóli
og Trúboðsskóli og þorpið getur státað af
þrem kirkjum, þjóðkirkju og tveim fríkirkjum.
Þjóðkirkjan hélt upp á 1000 ára afmæli fyrir
skömmu og var gerð upp um sama leyti. Einu
sinni eða tvisvar brann hún samt að mig minnir.
En nú langar mig að fara með ykkur út fyrir
þorpið. Vegir liggja þar í 7 áttir, 3-5 km eru til
þorpanna í kring, en einn vegur er lengstur, þar
eru 15 km til næsta þorps. Sá vegur liggur upp
„hæðina“ eins og það var kallað. Fyrst komum
við þar í gegn um vítt heiðaland, vaxið beitilyngi,
einitrjám, birki og greni. Seinna taka við miklir
Minningar frá heimahögum
í Þýskalandi
eftir Margréti Grünhagen á Miðhúsum (f. 1926 d. 1988)
Hús Grünhagenfjölskyldunnar í Baven 1952.
Foreldrar mínir, Margrét Grünhagen og Sighvatur
Arnórsson, fluttu í Tungurnar árið 1952. Móðir
mín þýsk, faðir minn ættaður úr S-Þingeyjasýslu.
Þau bjuggu fyrsta árið á jörðinni Bóli meðan þau
byggðu íbúðarhús og fjárhús á Miðhúsum, en þá
var þar ekkert hús uppistandandi. Á Miðhúsum
bjuggu þau síðan alla sína búskapartíð, voru þar
með blandað bú og komu upp sínum sex börnum.
Handskrifuð blöð að erindi þessu fundust
í svefnherbergi foreldra minna þegar gamli
bærinn á Miðhúsum var leigður út árið 2015.
Engin dagsetning er á þeim, en ef miðað er við
niðurlagsorðin, er það væntanlega skrifað til
flutnings á einhverri innansveitarsamkomu fyrir
1970, því það ár fór móðir mín til Þýskalands í
fyrsta sinn frá því hún flutti til landsins árið 1949.
Erindið fjallar aðallega um umhverfið og lífið í
Hermannsburg, - þorpinu í Lüneborgarheiðinni
í Norður-Þýskalandi, - þar sem móðir mín ólst
upp. Hún eyðir ekki mörgum orðum í ástandið
á stríðsárunum, en þó eru setningabrot hér og
þar, sem vísa í erfiða lífsbaráttu. Sjálf talaði
hún aldrei um stríðsárin við okkur börnin sín,
né erfiðleika þeirra systkina við að lifa af eftir
dauða foreldra þeirra. Gertrud amma mín dó
af barnsförum þegar móðir mín var 12 ára og
faðir hennar Christoph dó 1943 þegar hún var
17 ára. Anna föðursystir þeirra tók þá heimilið