Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Page 6
6 29. nóvemberFRÉTTIR Leðurverkstæðið reykjavík býður upp á handunnin og kLæðskeraskorin karLmannsbeLti úr hágæða Leðri. Þá bjóðum við upp á mikið úrvaL af axLaböndum. síðumúLa 33 / 108 reykjavík / sími: 551 6659 / www.Lvr.is Leðurverkstæðið reykjavík á sér Langa sögu en upphaf Þess má rekja aLLt aftur tiL áranna fyrir seinna stríð. árið 1937 hóf Það starfsemi sína að víðimeL í reykjavík en í dag er Það tiL húsa með versLun og verkstæði að síðumúLa 33. AXLARBÖND FRÁ 4.990 KR. BELTI FRÁ 5.990 KR. „Óþægileg og niðurlægjandi upplifun“ E ftir að hafa melt þetta atvik, þá sé ég að það er ekkert saklaust við þetta. Þetta er ein af fjölmörgum birtingar­ myndum þessa heimsfaraldurs sem ofbeldi og mismunun gegn konum er og vangetu manna til að viðurkenna konur sem jafningja en ekki hluti sem þeir eiga tilkall til. Það á ekki að normalisera svona hegðun eða draga úr alvarleika henn­ ar, það leyfir henni aðeins að viðgangast,“ segir Sandra Mjöll Markúsdóttir, lögfræði­ nemi við Háskólann í Ósló, en á dögunum gengu tveir ókunnugir karlmenn um stúd­ entaþorpið og áreittu fjölda kvenna, með­ al annars Söndru Mjöll. Hún segir rekstrar­ aðila stúdentaþorpsins hafa brugðist fagmannlega við. Sandra Mjöll stundar nám í lögfræði og er í skiptinámi við Háskólann í Ósló. Með­ an á náminu stendur býr hún á stúdenta­ görðunum í Kringsjå. „Ég hafði ekki hugsað mér að pósta þessu, einfaldlega því mér fannst þetta atvik sem ég lenti í ekki neitt sérstaklega alvarlegt og ekkert til að vekja athygli á, enda virðist þetta saklaust í stóra sam­ henginu. Ég skipti þó um skoðun og ákvað að deila þessu,“ segir Sandra Mjöll í færslu á Facebook­síðu sinni en mennirnir tveir áreittu hana á stúdentabarnum Union 864 nú á dögunum. „Í síðustu viku gengu tveir óþekktir menn um stúdentaþorpið mitt og áreittu stelpur, meðal annars mig. Mennirn- ir löbbuðu upp að mér þar sem ég sat og var að spila með tveimur vinum mín- um. Mennirnir horfðu á þá, á meðan þeir bentu á mig, og spurðu þá hvort að ég væri vinkona eða kærasta, því jú, þeir þurftu að fá staðfestingu frá karlkyns vinum mín- um hvort það væri í lagi að áreita mig eða ekki. Þeir heimtuðu svo símanúmer- ið mitt og eftir að ég neitaði þeim staðfast- lega nokkrum sinnum þá tók annar þeirra upp á því að ota peningum að mér í þeirri von að ég segði já. Í tilviki annarrar stelpu brugðust þeir við með því að kalla hana tík og eltu hana eftir að hún neitaði að gefa þeim símanúmerið sitt. Dæmin eru fleiri.“ Sandra ræðir einnig um atvikið við stúd­ entablað Háskólans í Ósló og stúdentablað OsloMet­háskólans. Í samtali við blaðið segir Sandra að þessi upplifun hafi verið óþægileg og niðurlægjandi og sömuleiðis gífurleg vanvirðing við hana sjálfa, og allar konur. Fram kemur að daginn eftir atvikið hafi Sandra lesið færslu inni á Facebook­hópi fyrir skiptinema í skólanum þar sem önn­ ur stúlka sagðist hafa orðið fyrir áreitni af hálfu tveggja ókunnugra manna á svæðinu þennan dag. Sagðist hún hafa horft upp á mennina áreita fjölda annarra kvenna. Í kjölfarið stigu fjölmargar konur fram og sögðust einnig hafa orðið fyrir áreitni af hálfu mannanna tveggja þennan dag. Fram kemur að í kjölfar atviksins hafi öryggisreglur verið hertar á svæðinu og sömuleiðis lögreglu gert viðvart. Það hefur þó enn ekki tekist að hafa uppi á mönnun­ um tveimur. Sandra Mjöll segist vera ánægð með að málinu sé fylgt eftir. Mikilvægt sé að þolendur kynferðisáreitni upplifi að á þá sé hlustað, og fái viðeigandi stuðning, hvort sem um er að ræða óviðeigandi snertingu eða orðbragð. n n Áreitt af tveimur mönnum í stúdentaþorpi n Birtingarmynd heimsfaraldurs sem ofbeldi er„Það á ekki að normalisera svona hegð- un eða draga úr alvarleika hennar, það leyfir henni aðeins að viðgangast. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Sandra Mjöll Markúsdóttir. LJÓSMYND/SKJÁSKOT AF VEF UNIVERSITAS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.