Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 18
18 29. nóvemberFRÉTTIR OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Lögreglan taldi Íslendinga hafa byrlað Robert Spencer MDMA n Margt bendir til að átt hafi verið við drykk Roberts Spencer n Einum öfgafyllsta andstæðingi íslam í heiminum var að öllum líkindum byrlað MDMA og amfetamín R annsóknarlögreglumenn ásamt fyrrverandi að­ stoðarsaksóknara Lög­ reglustjórans á höfuð­ borgarsvæðinu töldu, miðað við fyrirliggjandi gögn í sakamála­ rannsókn, að tveir Íslendingar hefðu byrlað hinum þekkta en jafnframt umdeilda rithöfundi Robert Spencer MDMA og am­ fetamín þegar hann heimsótti skemmtistaðinn Bar Ananas árið 2017. Íslendingarnir höfðu stöðu sakbornings í málinu sem vakti mikla athygli hér á landi. Rann­ sókn málsins var hætt á sínum tíma og ekki þótti tilefni til að leggja fram kæru á hendur Ís­ lendingunum. Var sú ákvörðun tekin þrátt fyrir að aðstoðarsak­ sóknari lögreglustjórans á höfuð­ borgarsvæðinu hefði verið þess fullviss að málarekstur þeirra myndi leiða til sakfellingar. Þetta kemur fram í lögregluskýrslum embættisins sem DV hefur undir höndum. Robert þessi kom til Íslands fyrir tveimur árum til þess að halda fyrirlestur sem bar yfir­ skriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar.“ Ekki voru allir á eitt sáttir við heimsókn Ro­ berts Spencer hingað til lands en hann er iðulega kallaður rasisti fyrir öfgafullar skoðanir sínar á íslam. Robert Spencer hélt fyrir­ lestur sinn á Grand Hótel í Reykja­ vík. Nokkur hundruð manns voru sögð hafa sótt fyrirlestur hans sem mætti mótmælum, með­ al annars fyrir utan hótelið þar sem haldinn var samstöðufund­ ur gegn Robert. Eftir fyrirlestur­ inn hélt Robert ásamt fylgdarliði í miðbæ Reykjavíkur. Leiðin lá á skemmtistaðinn Bar Ananas við Klapparstíg. Þar settist Robert til borðs ásamt samstarfsmanni sínum, Christine William, og líf­ verði, Pasquale. Samkvæmt lög­ regluskýrslum tóku nokkrir gest­ ir staðarins eftir því þegar Robert gekk inn á staðinn og veittu þeir honum þónokkra athygli eða eins og segir í skýrslunni: „Aðili 1 á barnum kemur auga á Robert og fylgdarlið, lætur aðila 2 og 3 vita. Þeir fara að skoða símana sína í kjölfarið.“ Tvöfaldur í Coke Zero með MDMA? Einn af þeim þáttum sem lék veigamikið hlutverk í rannsókn lögreglu voru upptökur úr ör­ yggismyndavélum staðarins. Þar sést Íslendingur gefa sig á tal við Robert og virðist bjóða hon­ um upp á drykk. Umræddur Ís­ lendingur sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ákveðið „í einhverju djóki“ að fara og heilsa upp á hann. Robert þáði drykk­ inn og bað um tvöfaldan dökkan romm í Coke Zero. Lögreglan gekk á Íslendinginn í yfirheyrsl­ unni, samkvæmt lögregluskýrsl­ um, og var hann til dæmis spurð­ ur beint út hvort hann hefði sett amfetamín og MDMA út í drykk Roberts en hann neitaði því, hvorki hann eða félagi hans hefði gert slíkt. Hann hafði aldrei kom­ ið við sögu lögreglu vegna fíkni­ efna og sagðist ekki nota þau heldur. Aftur á móti hafi vinur hans notað fíkniefni en ekki að staðaldri. Honum er síðan sýnt myndskeið úr öryggismyndavél­ um staðarins og hann beðinn um að lýsa því sem þar fer fram. Í rannsóknarniðurstöðum seg­ ir orðrétt: „Upptaka úr öryggis­ myndavélum staðarins sýnir er kærðu kaupa umræddan drykk. Þá sést kærði Sindri afhenda kærða Sigurði sogrör sem hann í kjölfarið fer með inn á salerni staðarins. Er hann kemur til baka að barnum tekur hann drykkinn í hönd, færir hann undir bar­ borðið og virðist vera að eiga við hann. Í kjölfarið hrærir hann ít­ rekað í drykknum eins og verið sé að blanda einhverju út í hann. Kærðu eru á þessum tíma varir um sig og fer ekki á milli mála að eitthvað meira er að eiga sér stað en einföld drykkjarpöntun. Þá liggur fyrir að umræddur drykk­ ur, sem brotaþoli sést innbyrða, er sá eini sem hann neytti umrætt kvöld og barst frá óviðkomandi þriðja aðila.“ „… málið sé líklegt til sakfellis“ „Einnig skal tekið fram að brota­ þoli er bandarískur fyrirlesari sem var á landinu í því skyni að flytja fyrirlestur um trúarbrögð ís­ lam. Kvaðst hann hafa orðið fyr­ ir aðkasti inni á skemmtistaðn­ um umrætt kvöld vegna skoðana hans og taldi að kærðu hafi byrj­ að honum ólyfjan vegna skoðana sem hann hafði tjáð á fyrirlestri sínum fyrr um daginn,“ segir í rannsóknarniðurstöðu lögreglu­ stjórans á höfuðborgarsvæðinu. En niðurstaðan gerir meira en að ýja að sekt þeirra Sindra og Sig­ urðar því í niðurlagi skýrslunnar stendur: „Með vísan til alls þessa og gagna málsins, einkum ofan­ greindrar upptöku, telur undir­ ritaður að málið sé líklegt til sak­ fellis.“ Undir skýrsluna kvittar Kjartan Ólafsson, aðstoðarsak­ sóknari Lögreglustjórans á höf­ uðborgarsvæðinu. En hvað gerðist svo? Málið var sent ákærusviði héraðssak­ sóknara en þar voru sönnunar­ gögnin endurmetin af saksóknur­ um þess embættis. Niðurstaðan var sú að málið skyldi fellt niður. Þetta staðfesti einn af þeim sem hafði réttarstöðu grunaðs manns í málinu, fyrrverandi rekstrarstjór­ inn Sindri Geirsson. Sindri hefur í nokkur ár starfað á skemmtistöð­ um borgarinnar og þekkti því all­ flesta þá Íslendinga sem voru á Bar Ananas umrætt kvöld. Hann vildi lítið tjá sig um umræddar lögregluskýrslur í samtali við DV. Spurður út í lýsingar lögreglunn­ ar af atvikum, eftir því sem þær birtust þeim í upptökum úr ör­ yggismyndavélum, þá vildi Sindri ekki tjá sig um það beint: „Svarið mitt við þessu er að þetta mál var rannsakað á sínum tíma og þeirri rannsókn var hætt samkvæmt bréfi frá aðstoðarsaksóknara.“ Ekki náðist í félaga Sindra, Sig­ urð Ólafsson, áður en blaðið fór í prentun. Embættin ósammála DV reyndi að ná sambandi við þá sem komu að þeirri ákvörðun að láta málið niður falla en hafði ekki erindi sem erfiði. Ólafur Hauksson héraðssaksóknari kom ekki að umræddu máli en í við­ tali við blaðið sagði Ólafur að það væri ekki óalgengt að embættin, þá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og embætti héraðssaksóknara í þessu tilfelli, fengju tvær mismunandi niður­ stöður. Hjá einu embættinu eru fyrirliggjandi gögn talin líkleg til sakfellingar en hjá hinu emb­ ættinu eru meiri líkur taldar á sýknun. En eins og áður segir gat Ólafur aðeins talað almennt um svona atvik. Enn er beðið svara frá embætti héraðssaksóknara varðandi þetta tiltekna mál. Robert kom hingað til lands í maí mánuði árið 2017 í boði sam­ takanna Vakurs. Heimsókn hans var víða mætt með mótmælum en Robert Spencer ætti að vera orðinn vanur því enda er hon­ um mótmælt í hverju landi sem hann heimsækir með fyrirlestra. Bandaríkjamanninum var til að mynda meinað að koma til Bret­ lands árið 2013 til þess að halda fyrirlestur vegna öfgafullra skoð­ ana sinna og að boðskapur hans væri „óæskilegur í samfélaginu“ eins og það var orðað. n Atli Már Gylfason atli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.