Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 21
29. nóvember FRÉTTIR 21 HVAÐ KOSTA JÓLIN? Jólin kosta 234.000–278.000 krónur. Þessi kostnaður er töluverður, ef öll útgjöldin falla á sama mánuðinn. En svona eru jólin, ekki satt? Í dag er orðið nokkuð algengt að gamla góða greni tréð hafi vikið fyrir sígrænu gervijólatré. Meðalfjölskyldan okkar hefur ekki farið þá leið, enda kann hún vel við jólalegu grenilyktina sem fylgir ekta jólatré. Fjölskyldan okkar fékk sér meðalstórt jólatré og borgaði fyrir það 7.000 krónur. *Hér hefði fjölskyldan mögulega getað sparað sér pening með því að kaupa gervijólatré. Jafn- vel þótt sparnaðurinn væri lítill fyrstu jólinn þá myndi upphaflegur kostnaður borga sig til baka á þeim fjölda ára sem hægt væri að brúka sama tréð. Enginn vill fara í jólaköttinn, svo fjölskyldan fær öll ný föt fyr- ir jólin. Fjölskyldan miðar við 10 þúsund krónur í föt á börnin og 20 þúsund í föt á fullorðna fólkið. Heildarkostnaður: 60.000 krónur. *Nú eru komnir markaðir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna þar sem hægt er að kaupa notuð föt á hag- kvæmu verði. Oft sér varla á þessum fatnaði og því þarf eng- um að finnast miður að kaupa notuð jólaföt, enda er það bæði hagkvæmt og umhverfisvænt. Og varla þarf að nefna að það er engin heilög skylda að kaupa ný föt fyrir jólin. Þeir sem óttast jólaköttinn geta keypt sér nýtt sokkapar og svo hringt stoltir inn jólin í þeim fötum sem þeim líður best í. Meðalfjölskyldan okkar er ein af þeim sem komast ekki í gegnum hátíðarnar án þess að kaupa smávegis af nýju glingri, enda breytist jólaskrauttískan á milli ára. Hins vegar kaupa þau ekki allt nýtt og endurnýta skraut frá fyrri árum. Þetta árið sjá þau fram á að þurfa að endurnýja jólakúlur á jólatréð þar sem jólakötturinn á heimil- inu olli töluverðri rýrnun á síðasta ári, en auk þess þurfti að kaupa nýjar seríur í IKEA þar sem nokkrar seríur höfðu gefið upp öndina á milli ára, auk þess sem að annað foreldrið á heimilinu tók ekki í mál að seríurnar væru ekki allar í stíl, sem hitt foreldrið samþykkti með miklum fögnuði til að þurfa ekki að glíma við hina ógurlegur seríusnúruflækju, líkt hefur fallið í hlut þess síðustu árin. Heildarkostnaður: 6.000 krónur. *Fréttablaðið, ónýtar bækur, gamlar teikningar sem þú gerðir í skóla og foreldrar þínir hafa „skilað“ þér til baka 30 árum síðar, geta fengið nýtt líf sem jólapappír. Þetta má svo binda saman með fallegu snæri. Meðalfjölskyldan fór öll í klippingu fyrir jólin og annað foreldrið lét setja strípur í rót. Kostnaður vegna þess á hárgreiðslustofu með miðlungs verðlagi, fór í 30 þúsund krónur fyrir þau öll fjögur. *Hér hefði fjölskyldan mátt eiga notalega stund við sjónvarpið og klippt hvert annað í leiðinni. Afraksturinn hefði líklega verið grátbroslegur, sem hefði veitt gott tækifæri til að taka skemmtilega fjölskyldumynd á símana og senda út sem jólakveðju. DV mælir gegn því að börn yngri en 10 ára fái að vera eftirlitslaus í kringum hár og skæri. Síðan er að sjálfsögðu engin skylda að fara í klipp- ingu fyrir jólin. Jafnvel ágætt að leyfa hárinu að vaxa til að halda hita á kollinum yfir köldustu mánuði ársins. Meðalfjölskyldan á og rekur einn bíl. Í kringum jólin aukast ferðir á einkabílnum töluvert. Það þarf að keyra á milli búða, keyra á milli ætt- ingja, keyra gjafir á milli, aka á milli jólaboða og þvíumlíkt. Aukinn eldsneytiskostnað- ur fjölskyldunnar í desem- ber nemur um hálfum tanki, eða 7.000 krónum á litla bens- índrifna fólksbílnum hennar. *Hér er áberandi hægt að spara með því að hjóla, ganga eða nýta sér almenningssam- göngur. JÓLAFÖT JÓLATRÉ JÓLAKLIPPING JÓLASKRAUT OG PAPPÍR JÓLAELDSNEYTI NIÐURSTAÐA:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.