Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Page 22
22 29. nóvemberFRÉTTIR
2
3
4 10
9
8
7
65
1
Hann er maður margra hatta
Andrés Ingi er fæddur 16. ágúst árið 1979
og fagnaði þar af leiðandi stórafmæli þetta
árið. Hann ólst upp á sveitabæ í Ölfusinu
þar sem fjölskylda hans rak gistiheimili,
og gekk í skóla í Hveragerði og á Selfossi.
Hann stundaði síðar nám í þýsku og heim-
speki í Berlín 2004–2006 og lauk M.A.-prófi
í stjórnmálafræði í Háskólanum í Sussex
ári síðar.
Í gegnum árin hefur hann starfað sem
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, að-
stoðarmaður umhverfis- og auðlindaráð-
herra, blaðamaður og nefndarritari hjá
stjórnlagaráði. Þar að auki hefur hann
starfað á geðdeildum Landspítala og unnið
ýmis verkefni fyrir landsnefnd UNICEF á
Íslandi.
Hann var í frímerkjaklúbbi
Á yngri árum var Andrés Ingi mikill frí-
merkjasafnari og tilheyrði sérstökum
klúbbi tímaritsins Æskunnar. Nöfn með-
lima birtust í blaðinu og gátu safnarar
skrifað hver öðrum og skipst á merkjum
við hver annan. Nöfnin voru einnig send
á Frímerkjasölu Póstmálastofnunar svo
hægt var að hafa auga á nýjum merkjum.
Hann styður jafnrétti
Andrés hefur verið mjög virkur í jafn-
réttismálum og hefur barist gegn því að
svonefndir karlaklúbbar séu allsráðandi.
Þingmaðurinn sat í stjórn Kvenréttindafé-
lags Íslands á árunum 2009 til 2013 og varð
þar með fyrsti karlmaðurinn til að sitja í
stjórn félagsins. Þetta kemur honum rak-
leiðis í góðu bækurnar.
Hann hugar að umhverfinu
„Frá því að ég settist á þing hef ég fjór-
tán sinnum þurft að fara í vinnuferðir til
útlanda. Vegna þessara ferða ber ég ábyrgð
á losun um 6 tonna af koltvíoxíði út í and-
rúmsloftið. Þá fékk ég Votlendissjóðinn
til að kolefnisjafna þessi ferðalög,“ skrifar
Andrés Ingi á Facebook-síðu sína, Andrés
Ingi á þingi. Já, nafnið á Facebook-síðunni
hans rímar. Hann er bara það mikill topp-
maður.
Að hans sögn eru loftslagsbreytingar
stærsta áskorun samtímans gagnvart
manninum og kalla á átak allra í þágu
komandi kynslóða. „Baráttan gegn lofts-
lagshamförum virðist stundum ógnar-
flókið viðfangsefni. Flest markmiðin eru
hins vegar ofureinföld, þótt leiðin að þeim
kunni að vera vandrötuð,“ sagði Andrés.
Hann er ódýr í rekstri
Andrés hefur sagt umræðuna um
starfskostnað þingmanna vera af hinu
góða. Í samhengi kolefnisjöfnunar og
ferðalaga stuðlar þingmaðurinn að sem
minnstum ferðakostnaði, eins og liggur
fyrir. Á útgefnum tölum um laun og aðr-
ar kostnaðargreiðslur til alþingismanna
fer ekki á milli mála að Andrés Ingi sé með
þeim ódýrari.
Fyrir árið 2017 var endurgreiddur kostn-
aður Andrésar 292.297 krónur og hefur það
lítið breyst á liðnum árum. Andrés eyðir til
að mynda litlu í flugferðir og námu ferð-
ir með leigubílum á árinu 2019 ekki nema
rúmlega níu þúsund krónum og fór sam-
bærileg upphæð í slíkan ferðamáta árið
áður. Til samanburðar hlaut Ásmundur
Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hátt í fimm milljónir í aksturspeninga
á mánuði.
Hann hugar að heilsu
Andrés lagði fram þingsályktunartillögu
sem að hans sögn gæti fækkað óvæntum
og hættulegum hjartaáföllum. „Ef fólk fær
hjartaáfall ungt verði nánustu ættingjum
þess boðin skoðun til að greina hvort þeir
séu í áhættuhópi. Með því að greina sjúk-
dóminn snemma er oft hægt með einföld-
um aðferðum að komast hjá því að hann
valdi óvæntu hjartaáfalli síðar meir,“ sagði
Andrés um umrædda tillögu og tók fram
að árlega fái um fjörutíu manns sitt fyrsta
hjartaáfall fyrir fimmtíu ára aldurinn, þarf
af um sjö undir fertugu.
„Hjartaáföll hjá yngra fólki má oft rekja
til arfgengra sjúkdóma, þar sem arfgeng
blóðfituhækkun er algengust. Slíka hækk-
un er auðvelt að greina og meðhöndla,“
sagði hann.
Hann styður snöggskilnað
Í vetur spurði Andrés dómsmálaráðherra
út í lögskilnaði. Þetta gerði hann í kjölfar
frétta af þolendum ofbeldis sem reyndist
erfitt að losna úr hjónabandi við gerand-
ann. Andrés segir vera fulla ástæðu til að
endurskoða hjúskaparlög og líta þá til for-
dæma í löggjöf hinna Norðurlandanna.
„Mér þykir við fyrstu sýn liggja nokkuð
beint við að fella skilnað að borði og sæng
úr lögum. Ef fólk hættir að vilja vera í hjú-
skap geti ríkið bara treyst því til að meta
það sjálft án þess að bæta þessum millileik
inn í ferlið,“ sagði Andrés.
Hann vill lækka kosningaaldur
Árið 2017 fór þingmaðurinn fram á lækk-
un kosningaaldurs með frumvarpi, en þar
tók Andrés fram að aldursmörk kosningar-
réttar í sveitarstjórnarkosningum yrði við
16 ára aldur í stað 18. Með slíkri breytingu
myndu þá hátt í níu þúsund manns hafa
áhrif á samfélagið sem njóta annars ekki
þessara grundvallarréttinda lýðræðis-
ins að óbreyttum lögum. Frumvarpið var
jafnframt lagt fram sem lausn við dræmri
og dvínandi þátttöku ungs fólks í kosning-
um til löggjafarþinga og sveitarstjórna. Það
valdi áhyggjum af framtíð lýðræðis, eins og
Andrés sagði.
Hann er kjarnafjölskyldumaður
Andrés er kvæntur Rúnu Vig dísi Guðmars-
dótt ur, ráðgjafa hjá RANNÍS og fyrrverandi
starfsmanni hjá framkvæmdastjórn ESB.
Saman eiga þau tvö börn, soninn Halldór
og dótturina Rögnu.
Hann elskar Pokémon
Andrés er gífurlega virkur á samfélagsmiðl-
um sínum og hefur í ófá skipti deilt áhuga
sínum á hinu stórvinsæla fyrirbæri frá Jap-
an sem kallast Pokémon. Andrés var virkur
í leit að slíkum dýrum þegar símaleikurinn
Pokémon Go tröllreið öllu hér um árið. Það
hefur ekki farið fram hjá hörðustu fylgj-
endum Andrésar að hann er sérstaklega
elskur að letidýrinu Snorlax. n
10 ástæður
fyrir ágæti Andrésar Inga
n Hugar að heilsu og umhverfi n Elskar frímerki og Pokémon n Dáður á samfélagsmiðlum
A
ndrés Ingi Jónsson þingmaður hefur töluvert verið í brennidepli á dögunum
eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Ástæða hans var óánægja
með stjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar-
flokkinn.
Á samfélagsmiðlum og víða hefur fólk keppst við að hrósa Andrési fyrir að standa
við hugsjónir sínar, að vera „prinsipp maður,“ eins og hann hefur verið kallaður af sín-
um fylgjendum og fleirum. Þetta er fjarri því að vera í fyrsta sinn og hefur þingmaður-
inn ratað títt í fjölmiðla þar sem reglulegt mynstur má sjá.
Andrés Ingi hefur, ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, verið andsnúinn núverandi
stjórnarsamstarfi VG við framannefnda flokka. Eftir úrsögnina hefur ríkisstjórnin 34
þingmenn af 63 á Alþingi og mun Andrés sitja sem óháður þingmaður út kjörtímabilið.
En hver er þessi maður? Hvaða prinsipp eiga hér við?
Rennum aðeins yfir þau og skoðum hvað gerir uppskrift að fyrirmyndartengdasyni.
Þetta eru tíu ástæður fyrir því af hverju almenningur elskar Andrés Inga.
„Ég vildi að það væru
svona 10 eintök í
viðbót af Andrési Inga á
þingi – Eyrún Baldursdóttir
hjúkrunarfræðingur
„Það er enn til fólk á
þingi sem man hvers
vegna það byrjaði í pólitík
– Guðmundur Hörður, vefstjóri og
fyrrverandi lögregluþjónn