Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 26
26 FÓKUS - VIÐTAL 29. nóvember Á aðeins sex árum hefur Sig- rún Guðjónsdóttir byggt upp alþjóðlegt ráðgjafar- fyrirtæki sem veltir 250 milljónum króna á ári og vex 30 til 50 prósent á hverju ári. Viðskipta- vinir hennar eru nú yfir 2.000 talsins og hún hefur aðstoðað konur á öllum aldri og frá öllum heimshornum við að byggja fyrir- tæki upp frá engu og upp í hund- ruð milljóna króna í tekjur. Í stjórn fyrirtækis 33 ára Sigrún er í dag búsett í Zurich í Sviss ásamt eiginmanni sín- um og tveimur stjúpsonum, en hún er upphaflega menntuð sem arkitekt, frá Tækniháskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Þetta var um miðbik tíunda áratugarins, snemma á dögum internetsins og eftir að Sigrún kynntist netinu þá varð ekki aftur snúið. Hún lauk í kjölfarið námi í upplýsingaarki- tektúr við Tækniháskólann í Zurich í Sviss. Í kjölfarið hóf hún störf sem upplýsingaarkitekt og síðar deildarstjóri hjá Landmat, sem sérhæfði sig í viðskiptalegri hagnýtingu landupplýsinga. Sig- rún hóf nám með vinnu í tölv- unarfræði eftir að hafa tekið þátt í FrumkvöðlaAuði þar sem hún lærði að gera viðskiptaáætlanir. Þaðan lá leiðin í stjórn- endastörf hjá upplýsingatækni- fyrirtækjum á Íslandi, fyrst hjá veffyrirtækinu Innn þar sem hún sneri á skömmum tíma sjö ára taprekstri yfir í hagnað. Eftir þá reynslu tók hún við stjórn Tækni- vals aðeins 33 ára gömul uns það var selt 15 mánuðum síðar. Eft- ir það tók við frekari uppbygging á Innn, uns fyrirtækið var selt til 365 árið 2007 og síðar sama ár til Kögunar, sem sameinaði það vef- fyrirtækinu Eskil. Eftir samein- ingu Eskils og Innn lá leið Sigrún- ar til London til að klára Executive MBA-nám sem hún hafði stund- að með vinnu. Vildi geta unnið hvar sem er Sigrún útskrifaðist með EMBA árið 2008 og flutti í kjölfarið til Sviss þar sem hún tók við fram- kvæmdastjórastöðu hjá sviss- nesku lækningatæknifyrirtæki. Hún þurfti að hætta í því starfi vegna stoðverkja og var hún óvinnufær í sjö mánuði vegna verkja. Eftir það tók hún við sem framkvæmdastjóri íslenska fyr- irtækisins InfoMentor í Sviss. Ári síðar lagði hún til að fyrirtæk- ið réði frekar framkvæmdastjóra í Þýskalandi til að spara kostnað og lét þá af störfum. „Þarna var ég búin að missa vinnuna tvisvar, á tveimur árum, og var orðin veik,“ segir Sigrún. Hún skráði sig á atvinnuleysis- bætur en það var ekki auðvelt fyrir hana að finna hentugt starf með sértæka menntun og mikla reynslu af stjórnunarstörfum. Sigrún segist hafa séð þetta sem skilaboð frá alheiminum: nú væri kominn tími til að stofna eigið fyrirtæki. „Ég vissi bara ekki hvernig fyrir- tæki. Ég var byrjuð að fá áhuga á fyrirtækjarekstri á netinu. Mig langaði að geta unnið hvar sem er í heiminum, hafa tíma til að sinna heilsunni, ferðast og njóta lífsins.“ Á þessum tíma bauðst Sig- rúnu að sækja námskeið á vegum Vinnumálastofnunar í Sviss, þar sem þátttakendur lærðu að stofna eigið fyritæki. „Ég lagði fram hug- mynd, um að vera með versl- un á netinu (online shop). Mig langaði að selja íslenskar vörur. Ég heimsótti fyrirtæki á Íslandi, talaði við hönnuði og reyndi að finna út hvernig þetta virkaði allt saman, en fljótlega runnu á mig tvær grímur. Kostnaðurinn við að senda vörur var mjög hár. Þannig að ég hugsaði með mér að kannski væri þetta ekki það sem ég vildi. Ég var ennþá að leita að hugmynd.“ Á þessum tíma las Sigrún bók- ina Alkemistinn. Sagan fræga fjallar um pilt sem ferðast heims- horna á milli í leit að fjársjóði. Hann finnur ekki fjársjóðinn en þegar hann kemur heim kemst hann að því að fjársjóðurinn er í bakgarðinum, innra með honum sjálfum. „Þarna fann ég minn fjársjóð. Mig langaði að verða viðskipta- ráðgjafi, það sem ég kunni best. Ég byrjaði sem hefðbundinn við- skiptaráðgjafi en uppgötvaði fljót- lega að það hentaði mér ekki að veita ráðgjöf sem fyritæki til fyrir- tækis, heldur vildi ég bjóða upp á „online business con sulting“, ráð- gjöf til einstaklinga við að byggja upp þekkingarfyrirtæki á netinu. Og einblína á konur. Á þessum tíma var ég mjög virk í Facebook- hópum og ég var alltaf að hjálpa fólki, en ekki til að selja heldur til að byggja upp traust. Ég hafði til dæmis boðið upp á frítt námskeið þar sem ég kenndi fólki hvern- ig á að finna viðskiptahugmynd. Vegna þess að síðan kemur fólk og finnur þig. Fólk fer að „tagga þig“ og benda öðrum á þig. Fyrstu viðskiptavinirnir mínir komu úr þessum Facebook-hópum. Fólk sem hafði séð mig hjálpa og vildi meiri hjálp. Málið er nefnilega að fólk vill borga. Ef þú ert bara á höttunum eftir einhverju fríu þá gerirðu yfirleitt ekki neitt við upplýsingarnar. Ókeypis upplýs- ingar eru góðar til að fá innsæi og hugmyndir en yfirleitt gerirðu ekki neitt fyrr en þú ert búinn að borga, fjárfesta í sjálfum þér.“ Sigrún segir það hafa verið stórt skref að markaðssetja sjálfa sig á þennan hátt. „Þegar þú ferð að vinna fyrir sjálfan þig þá koma upp alls konar furðulegar tilfinningar. Þú ert berskjaldað- ur að vissu leyti. Það tók mig tvo mánuði, bara að setja inn á síð- una mína: „1 klst viðskiptaráð- gjöf: 180 dollarar“. 25. mars 2014 kaupir fyrsta konan tíma hjá mér.“ Sigrún byrjaði því á að vera ráðgjafi fyrir einstaklinga en það var þó alltaf stefnan að bjóða upp á námskeið á netinu. Hún tekur undir að vissulega sé nauðsyn- legt að byrja smátt. „Ef þú get- ur ekki selt einni manneskju, þá Ég er að gera þetta fyrir kon- urnar þarna úti Atvinnulaus árið 2012 en veltir nú milljónum Byrjaði smátt og er í dag með þúsundir viðskiptavina – Veikindin voru blessun í dulargervi – Vill hjálpa konum að láta drauma sína rætast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.