Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Side 28
28 FÓKUS - VIÐTAL 29. nóvember alltaf í rauðu! Það hjálpar, fólk tal- ar um það. Ég er líka þekkt fyr- ir að vera mjög ákveðin þegar ég veiti ráðgjöf: ég er ekkert að sykur- húða hlutina. Það hefur fallið vel í kramið hjá til dæmis þýskumæl- andi kúnnum,“ segir hún og brosir. Vigdís ruddi brautina Það er álit Sigrúnar að til að ná jafnrétti þá þurfi konur að búa til eigin peninga. Og vera fyrirmyndir. Hún minnist á Vig- dísi Finnbogadóttur; einstæðu móðurina sem braut glerþakið og gerðist þjóðhöfðingi Íslands í upphafi níunda áratugarins. „Vigdís kenndi konum og stelpum að það er allt hægt. Þú getur orðið forseti, þú þarft ekki einu sinni að vera gift manni! Ég las grein um daginn, reyndar í nokkuð óvenjulegu blaði, Barbie- -blaðinu. Þar kom meðal annars fram að þegar stúlkur eru orðnar fimm ára þá trúa þær því ekki lengur að þær geti látið drauma sína rætast. Ég vil sýna öllum að þetta er hægt. Þú þarft ekki að hafa fjárfesta í kringum þig og þú þarft ekki að vera með millj- ón dollara viðskiptahugmynd. Þú ert nú þegar með reynslu og þekkingu sem þú þarft, þú þarft kannski bara hjálp við að breyta því í fyrirtæki. Ég hef oft sagt við viðskiptavini mína að stundum þarftu að gera eitthvað sem þú ætlar kannski ekki að vera þekkt- ur fyrir, bara til að koma hjólun- um af stað.“ Stærsta verkefnið til þessa Sigrún verður með alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu 18. og 19. júní, 2020, og er ráðstefnan sérstaklega fyrir konur sem vilja byggja upp þekkingarfyrirtæki á netinu. Hún segir alla geta byggt upp fyrirtæki á netinu, en konur þurfi að rétta upp höndina: vekja athygli á sér. Sigrún bendir þó á að að auðvitað séu karlmenn velkomnir. „Þetta er nýjasta verkefnið mitt, og það stærsta til þessa. Þarna verða fyrirlesarar alls stað- ar að úr heiminum. Og allir mæta í rauðu! Ég er með mjög háan gæðastandard en fyrirlesararnir eru allir „self made“; konur sem hafa byggt upp sín eigin fyrirtæki með sínu eigin fjármagni, en hafa ekki fengið fjármagn utan frá. Og allar eru þær með að minnsta kosti milljón dollara í tekjur. Ég er að gera þetta fyrir konurnar þarna úti. Við þurfum að gera þeim kleift að láta drauma sína ræt- ast. Það skilar sér til næstu kyn- slóðar. Ef konur í dag láta drauma sína rætast, þá munu stelpurnar seinna láta drauma sína rætast.“ Sigrún rifjar upp að árið 2008 fór hún á fyrirlestur hjá Tony Robbins á London. Þar voru við- mælendur látnir gera verkefni þar sem þeir skrifuðu niður fram- tíðarsýn sína, hvar þeir sáu fyr- ir sér að vera tíu árum síðar. „Ég týndi síðan skjalinu, en fann það, tíu árum seinna. Þar stóð meðal annars: „Ég á mitt eigið fyrirtæki, ég er með milljón dollara í tekj- ur, ég er búin að ná jafnrétti, ég er búin að hlaupa maraþon. Ég var búin að ná öllum markmiðun- um, nema að hlaupa maraþon, og ná jafnrétti. Það er næst á dag- skrá.“ nSmiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Þarna fann ég minn fjársjóð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.