Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 29
Góð kaup 29. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is ÞRÁINN SKÓARI: Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir Þráinn Skóari opnaði þann fyrsta janúar 1984 og er eitt elsta skóviðgerðarverkstæði í Reykjavík. Daníel hefur verið í skó- viðgerðarbransanum síðan 2014 og segir ætíð nóg að gera. „Það dalaði um tíma aðeins í rekstrinum en svo tók þetta við sér aftur. Hugsanlega hefur aukin umhverfisvitund þar eitthvað að segja, en fólk er augljós- lega farið að hugsa meira og betur um umhverfið og nýtingu hlutanna,“ segir Daníel. Gera við miklu meira en bara skó Á skóviðgerðarstofunni er Daníel með heilar sex saumavélar sem allar gegna mismunandi hlutverki þegar kemur að störfum skósmiðsins. „Við skóararnir gerum líka miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum að sjálfsögðu í skóviðgerðum hvort sem um er að ræða sólaumskipti, viðgerðir á yfirleðri eða uppbyggingu á skóbotnum. En við erum einnig í því að gera við leðurjakka, töskur, hatta og margt fleira. Við segjum oft að ef enginn annar getur gert við það, þá endar það hjá skósmiðnum.“ Úr sér gengnir skór verða eins og nýir Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir skó sem virðast vægast sagt orðnir úr sér gengnir. „Við erum að fá til okkar skó af ýmsu tagi. Sumir eru aðeins lúnir og þarf þá rétt að lappa upp á þá fyrir sérstök tilefni. Aðrir eru verr farnir og þá þarf að gera meira. Hvað gönguskó varðar er það þekkt að eftir ákveðinn fjölda ára springa sólarnir upp sökum efna- hvarfs sem á sér stað í millilagi sól- ans. Þetta lítur rosalega út en í flest- um tilfellum er vel hægt að gera við skóna. Einnig er fólk að kaupa góða, notaða skó á lægra verði, kemur með þá til okkar og eyðir örlitlu í við- bót til þess að fá þá eins og nýja. Svo eiga margir skó af ömmum og öfum sem þá langar að koma í gagnið aft- ur. Það er allur gangur á þessu. Í dag er enginn vandi að finna ódýra skó sem endast varla út árið og eru óþægilegir í þokkabót. En það borgar sig alltaf, fyrir budduna, umhverfið og heilsuna að fjárfesta í gæðum þegar kemur að skóm. Góða skó er hægt að gera við mörgum sinnum og við fyrstu viðgerð eru skórnir yfirleitt strax byrjaðir að borga sig. Skórnir sjálfir endast í langflestum tilfellum mun lengur en sólinn, enda er hann slitflöturinn á skónum og eyðist við hverja notkun. Ef það er gott í skónum og hugsað vel um yfirleðrið, þá kemur það fólki á óvart hversu lengi skórnir endast. Á mínum tæpum sex ára starfsferli hef ég oft fengið sama skóparið til mín í viðgerð oftar en ég get talið á fingrum annarrar handar.“ Skókassi með öllu tilheyrandi. Stórsniðug jólagjöf. Þráinn Skóari er staðsettur að Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Sími: 552-1785 Tölvupóstur: leistiehf@gmail.com Fylgstu með Þráni Skóara á Facebook: Þráinn Skóari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.