Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 30
Góð kaup 29. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ HRAFNAGULL.IS: Auðvelt að finna umhverfisvæna og skaðlausa kosti fyrir börnin okkar Vefverslunin Hrafnagull byrjaði sem skólaverkefni og er nú orðin ein framsæknasta net- verslun landsins, en Hrafnagull selur eingöngu náttúrulegar og umhverfi- svænar vörur. „Við gerum okkar besta til að vera sem umhverfis- vænst, nota sem minnst af plasti og nota umbúðir sem auðvelt er að endurvinna. Þá skiptir okkur líka miklu máli að fyrirtækin sem fram- leiða vörurnar séu einnig umhverfi- svæn,“ segir Fjóla Brynjarsdóttir hjá Hrafnagulli. Umhverfisvænt og hagkvæmt fyrir börn og foreldra „Hrafnagull var opnuð í nóvember 2018 en verslunin var hluti af BSc- -ritgerðinni minni í viðskiptafræði sem var viðskiptaáætlun fyrir fyrir- tækið. Netverslun er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig. Það fer tals- vert minni kostnaður í að reka net- verslun heldur en verslun niðri í bæ og því þarf ekki að leggja jafn mikið á vörurnar. Börn eru líka viðkvæm og þess vegna er mikilvægt að þau séu að nota leikföng, snuð og annað sem eru náttúruleg og innihalda engin skaðleg efni eins og t.d. BPA. Þess vegna fannst mér tilvalið að opna netverslun sem seldi einungis þannig vörur og auðveldaði þannig foreldr- um að kaupa náttúrulegar vörur fyrir barnið sitt. Það er alltaf að bætast við vöruúrval okkar en við byrjuðum á því að selja einungis barnaleikföng. Núna höfum við bætt við okkur til dæmis bakpokum og snuðum og það nýjasta hjá okkur eru bambus- handklæðin og sloppar. Hrafnagull er með lager í Hafnar- firði þar sem hægt er að koma sækja pantanir. „Að sjálfsögðu sendum við líka um land allt. Lagerinn er opinn alla miðvikudaga frá 18.30 til 20.30 en svo bætum við alltaf við opnunar- tíma um jólin. Það er um að gera að fylgjast með okkur á Facebook.“ Vönduð tréleikföng Vinsælasta varan þessi jólin hjá Hrafnagulli er leikfangahúsin frá Kiko+ sem framleiðir skemmtileg og vönduð tréleikföng. Leikfangahúsið er úr tré og hægt er að setja það saman á ótal vegu og leyfir það þannig ímynd- unaraflinu að ráða för. Kubbar fylgja svo með sem hægt er að breyta í húsgögn eða hvað sem er! Sjálflýsandi plánetupúsl „Önnur jólagjöf sem er alltaf vinsæl hjá okkur eru spilin og púslin frá Londji sem eru búin til úr endurunn- um pappa. Spilin henta börnum alveg frá þriggja ára og upp í tólf ára. Vinsælasta púslið okkar hefur verið geimpúslið þar börnin púsla pláneturnar. Þegar búið er að púsla spilið eru svo ljósin slökkt og þá lýsir það í myrkri.“ Bakpokar úr endurunnum efnum Bakpoki frá Petit Monkey er önn- ur falleg gjöf sem hægt er að gefa. Bakpokarnir eru búnir til úr endurunnum plastflöskum, en þeir koma í tveimur stærðum en þeir eru fullkomnir fyrir sund, ferðalagið, íþróttafötin, leikskólann og fleira. Lífrænn leir Leirinn frá Ailefo hefur líka verið mjög vinsæll, en hann inniheldur einungis náttúruleg efni og er fyrsti lífræni leirinn á evrópskum markaði. Þar af leiðandi geta börn frá allt að tveggja ára aldri notað hann. Komdu og upplifðu alvöru jóla- markaðsstemningu „Við erum dugleg að mæta á mark- aði, sérstaklega nú um jólin. Næsti markaður er Jóla Pop-Up núna um helgina þar sem við verðum með Black Friday- og Cyber Monday-til- boðin. Þar ætlum við líka að sýna nýjustu vörnurnar okkar frá Timboo, en það eru meðal annars handklæði, þvottapokar og baðsloppar sem búnir eru til úr bambus. Bambus dregur 60% meira vatn í sig en venjuleg bómull og er einstak- lega mjúkur. Þessar vörur eru full- komnar í jólapakkann og um að gera mæta um helgina á markaðinn og nýta sér afsláttinn sem verður í boði. Einnig verðum við á umhverfisvæna jólamarkaðnum á Eiðistorgi 7. og 8. desember klukkan 11–17. Við erum með flestallar vörurnar okkar á mörk- uðum og svo er alltaf hægt að panta fyrirfram og sækja á markaðinn.“ Skoðaðu úrvalið í vefversluninni hrafnagull.is. Við sendum hvert á land sem er. Hrafnagull er með lager að Miðvangi 41, 220 Hafnarfirði Tölvupóstur: hrafnagull@hrafnagull.is Fylgstu með Hrafnagulli á Facebook. Instagram: @hrafnagull

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.