Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 35
Góð kaup29. nóvembert 2019 KYNNINGARBLAÐ Hættum að skrópa, Noona Þegar við fengum fyrst símtal frá sölumanni DV vorum við efins um ágæti þess og tilgang að borga fyrir að kynningarfulltrúi myndi skrifa um okkur svokallaða „kynningargrein“. Auðvitað væri frá- bært ef fjölmiðlar landsins tækju sig til og skrifuðu meira um Noona og það sem við erum að gera, en það er frekar á okkur en þeim að gera eitt- hvað sem getur talist fréttnæmt. Eftir nánari íhugun kom þó í ljós að þetta gæti verið góður vettvangur til þess að fræða almenning, og þar með talið þig, kæri lesandi, um eitt stærsta vandamálið sem við erum að takast á við. Vandamál sem fáir velta mikið fyrir sér en veldur miklum þjóðfélagslegum skaða. Vandamál sem viðskiptavinir okkar, aðilar sem taka við tímabókunum, glíma við á hverjum einasta degi. Viðskiptavinir okkar bera enga sök á þessu vandamáli sjálfir. Öllu heldur eru það viðskiptavinir þeirra sem valda þessu, oft ómeðvitaðir um afleiðingarnar sem fylgja. Milljarðar tapast árlega vegna þessa og það er tímabært að við opnum á um- ræðuna. Vandamálið sem um ræðir er skróp. Þegar tímar eru bókaðir hjá fagaðilum eða sérfræðingum, sem síðan voru ekki nýttir. Getur verið að þú sért hluti af vandamálinu? Stærra en þú heldur Skróp hefur áhrif á stóran hóp þjóðfélagsins. Stéttir sálfræðinga, kírópraktora, hársnyrtifræðinga, snyrtifræðinga, fótaaðgerða- fræðinga, ráðgjafa og fleiri glíma allar við þetta skæða vandamál. Vandamálið er stærra en flestir halda. Samkvæmt gögnum okkar er skrópað í u.þ.b. 5% allra tíma á Íslandi og ef þú skrópaðir ekkert á árinu sem var að líða ert þú í minni- hluta. Á verstu mánuðum sem við höfum séð, yfir 5 ára sögu okkar við að þjónusta einstaklinga og fyrir- tæki sem taka við tímabókunum, var skrópað í 20% af öllum tímum mánaðarins. Getur þú ímyndað þér að fá óvænt 20% minna útborgað en þú gerðir ráð fyrir? Fyrir marga getur það haft í för með sér mikla óvissu varðandi hvort hægt sé að mæta útgjöldum mánaðarins. Þjónustuaðilar um allt land verða af þúsundum, ef ekki tugum þúsunda króna, við hvert einasta skróp. Eftir því sem mánuðirnir líða breytast tugir þúsunda í hundruð þúsunda. Yfir árin tapast milljónir. Fjármunir sem betur væru nýttir í viðgerðir á húsinu, utanlandsferðir með fjölskyldunni eða eitthvað fal- legt handa krökkunum. Óásættanlegur raunveruleiki Skróp veldur þjónustuaðilum flóru af erfiðum tilfinningum. Sífelld óvissa um tekjur mánaðarins valda áhyggj- um sem aðrir þegnar atvinnulífsins þurfa blessunarlega ekki að glíma við. Vonbrigðin þegar hugsað er til tekjutaps seinustu viku, mánaðar og ára skjótast upp í huga margra með reglulegu millibili. Skiljanlega upplifa margir reiði í hvert skipti sem einhver skrópar. Sérstaklega ef viðskiptavinurinn hr- ingir ekki einu sinni til að afboða tíma sem aðrir hefðu glaðir vilja mæta í og tekjutapið því algjörlega tilgangs- laust. En þetta er því miður raun- veruleikinn sem flestir innan þjón- ustugeirans glíma við. Þetta eru aðstæður sem enginn annar hópur innan samfélagsins þarf að sætta sig við. Þessar aðstæður eru óá- sættanlegar. Hvað er sanngjarnt? Stór vandamál krefjast lausna. Sú lausn sem oftast hefur borist í tal innan þjónustugeirans eru skróp- gjöld. Gjald á milli 50–70% af and- virði tímans sem leggst á viðskipta- vin ef hann skrópar. Sú lausn gengur upp af nokkrum ástæðum. Ef viðskiptavinir bera fjárhagslegan hvata af því að mæta í tíma mun skróp minnka. Einstak- lingar sem ætla sér ekki endilega að mæta í tíma hugsa sig tvisvar um að bóka ef þeir eiga á hættu að þurfa að greiða skrópgjald*. *Ef skróp á sér stað, þarf þjónustuaðilinn ekki einn að bera kostnaðinn af mistökum viðskiptavinarins. Við munum þó alltaf berjast fyrir sanngjörnum viðskiptaháttum. Þegar kemur að skrópgjaldi þarf að taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Ákvörðun sem varðar framkomu fyrirtækja við viðskiptavini sína þarf að horfa á með linsum siðferðisins, sannleikans og sanngirni. Því hvað er raunverulega sann- gjarnt? Er það sanngjarnt að þjónustuaðili tapi peningum mánað- arlega því fólk sefur yfir sig? Er það sanngjarnt að þú þurfir að greiða fyrir tíma sem þú komst ekki í vegna þess að þú lentir í bílslysi, eða þurftir að bíða með barninu á slysó? Þetta eru erfiðar spurningar, því þær kljást hvor við aðra. Hvorugt er sanngjarnt. Hvort rukka eigi skróp- gjald er því spurning sem býður upp á tvö sönn svör sem eru í beinni þversögn hvort við annað. Það er sanngjarnt að þjónustu- aðili fái greitt fyrir tíma sem fólk bókar. Sama hvort þjónustan er veitt eða ekki, þá eiga allir rétt á því að fá greitt fyrir að lofa tíma sínum og sérþekkingu í þágu annarra. En það er heldur ekki sanngjarnt að þú þurfir að greiða fyrir tíma sem þú komst ekki í vegna einstakr- ar óheppni. Það er nauðsynlegt að geta sýnt samúð í viðskiptum. Skrópgjaldið ætti því einungis að vera rukkað undir sanngjörn- um kringumstæðum. En hvenær er það þá sanngjarnt að rukka skróp- gjaldið? Það er spjallið sem við sem samfélag þurfum að eiga. En það spjall ætti frekar að snú- ast um hvenær, en ekki hvort, eigi að rukka skrópgjald. Nýtt viðhorf Við hjá Noona höfum eitt markmið: Að auka heildarveltu á þjónustu- markaði. Okkur langar að hjálpa öll- um sem taka við tímapöntunum að lifa þægilegra lífi, minnka tímaeyðslu sem fer í símsvörun, draga úr skrópi og leyfa fólki að einbeita sér að því sem það er best í, að þjónusta þig. Skróp er flóknasta vandamál sem við höfum tæklað enda engin augljós lausn í sjónmáli. Við munum aldrei eyða skrópi algjörlega þótt okkur dreymi um það. Óhöppin gerast án fyrirvara og stundum er skróp óhjákvæmilegt. Ef þú lendir í slíkum aðstæðum hvetjum við þig til að láta vita með eins löngum fyrirvara og mögulegt er. Stundum skrópar þú vegna gleymsku. Allir gera mistök. Við erum mannleg, eftir allt saman. Er þá ekki sanngjarnt að greiða skrópgjald? Við ættum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skrópa ekki. Kæruleysislegu viðhorfi okkar gagn- vart skrópi þarf að breyta. Við getum hjálpað Ef þú bókar tímann þinn í gegnum Noona þarf þjónustuaðili ekki að taka sér tíma frá viðskiptavini til að svara símanum. Þá eru líka minni líkur á að þú skrópir að óþörfu, því Noona-appið sendir þér áminningu klukkutíma fyrir tímann. Ef upp kem- ur sú staða að þú þurfir að afbóka eða færa tíma getur þú svo gert það hvenær sem er dagsins á Noona, í staðinn fyrir að hringja enn eitt sím- talið í viðbót. En sama hvernig þú bókar tímann, mundu bara að það er manneskja á hinum enda línunnar sem er að taka frá verðmætan tíma sinn fyrir þig. Mætum eða látum vita. Samfélag okkar verður ríkara og sanngjarnara fyrir vikið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.