Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 42
Bækur og menning 29. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár Sumir lenda í ævintýri á hverju götuhorni og Rósa hjá Rauðu seríunni er klárlega ein af þeim manneskjum. „Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri og hófst fyrir hart- nær 35 árum af því að okkur vantaði vinnu í prentsmiðjuna Ásprent, sem við Kári maðurinn minn áttum á þeim tíma. Það skemmtilega er að gamla prentsmiðjan mín, Ásprent á Akureyri, prentar ennþá allar bækurnar fyrir mig í dag og gengur frá öllum áskrifendum. Þau standa sig með mikilli prýði og í mínum huga vil ég frekar láta prenta bækurnar mínar hér á landi heldur en erlendis,“ segir Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir. „Ég væri löngu farin á hausinn“ Sagan af upphafi Rauðu seríunnar og því hvernig Rósa náði samn- ingi við bandaríska útgefandann Harlequin Enterprises um útgáfu á bókum frá Mills & Boon á íslensku er æsileg og jafnvel efni í heila bók. „Ég vissi það ekki þá, en samn- ingamaðurinn sem kom með mér á bókamessu í Frankfurt og átti að aðstoða mig við að ná samningi við útgefanda sagnanna, var þurr alki. Hann datt svona hressilega í það á leiðinni út – og ég var nánast mállaus, kunni litla sem enga ensku, bara með gagnfræðaskólapróf.“ Eftir rútuferð frá Lúxemborg til Frankfurt var farangurinn týndur, samferða- maðurinn ofurölvi og Rósa vissi ekkert hvar hótelið var eða hvernig kaupin gerðust á eyrinni. „Ég fór án karlsins á messuna að reyna að fá samningana beint – og það tókst. Þau frá Harlequin hlógu reyndar að mér. Þeim fannst svo ruglað að láta sér detta í hug að halda að þetta gengi á Íslandi, en samþykktu. En svona eru örlögin. Ef karlinn hefði ekki verið svona fullur hefði hann haft milligöngu um samningana og kannski fengið 20 prósent af sölunni í öll þessi ár – þá væri ég löngu farin á hausinn,“ segir hún og hlær. „Frá upphafi, árið 1985, höfum við hjá Rauðu seríunni gefið út alls 2.714 bækur. Af þeim eru 407 Ástarsögur, en þær voru fyrstar til að koma út, 399 Ástar- og afbrotasögur, 381 Sjúkrasaga, 368 Örlagasögur. Ást og óvissa, 318. Ást og undirferli, 70. Samtals eru þetta hátt í tvö þús- und prentaðar bækur. Ofan á þetta koma svo allar 743 rafbækurnar og 28 hljóðbækur!“ Fjórða kynslóðin kynnist Rauðu seríunni Það finnst varla sá sumarbústaður á Íslandi þar sem ekki má finna nokkr- ar út úr lesnar kiljur í sterkum litum og með dramatískum uppsettum kápumyndum af kúrekum og fögrum fljóðum, og titlum á borð við Leikur ástarinnar, Tilboð Luke eða Leyndar- mál hennar. Kynslóð eftir kynslóð hefur fengið að kynnast þessum stórskemmtilegu, þýddu ævintýrum og nú er svo komið að fjórða kyn- slóðin er að taka við. Fyrsta íslenska útgáfan „Þegar ég horfi til baka hafa orðið ótrúlegar breytingar á þessum 35 árum. Samt erum við alltaf að leita að því sama. Það er gleði og ham- ingja. Ástin breytist aldrei og hún eldist ekki heldur. Við viljum öll að börnin okkar fái allt það besta, góða heilsu og frábæra framtíð.“ Þetta endurspegla bækur Rauðu seríunn- ar. „Bækurnar byggjast á spennu og gleði og þær enda allar vel þannig að lesandinn situr ekki eftir með hugann í uppnámi. Þær uppfylla það sem lesandinn leitar eftir þegar hann sest niður til að lesa bók. Sam- kvæmt nýjustu tölum eru Íslendingar duglegir að lesa spennusögur, en fjórar af hverjum sex bókum Rauðu seríunnar eru spennusögur. En ég gef líka út mýkri sögur eins og Ást- arsögur og Sjúkrahússögur fyrir þá sem vilja lesa þannig sögur. Bók- menntaelítan þrjóskast enn við að telja þetta til bókmennta og Kiljan hefur t.d. aldrei fjallað um eina ein- ustu bók frá okkur. Mér finnst þetta móðgun, ekki bara fyrir mig heldur fyrir alla mína lesendur sem skipta þúsundum á hverjum mánuði og mínar bækur eru yfirleitt lesnar að meðaltali 5–7 sinnum hver bók. Ef svo vel lesnar bækur teljast ekki til bókmennta, hvað gerir það þá?“ „Ertu viss um að þetta geti gengið?“ „Þetta byrjaði allt af rælni í mér. Við Kári vorum að keyra til Reykja- víkur. Ég var að lesa dagblaðið og var með áhyggjur yfir því að okkur vantaði meiri vinnu. „Við skulum fara að prenta kiljur,“ sagði ég og braut blaðið saman eftir endilöngu, „við prentum bara tvær bækur í einu og fáum Dagsprent til að prenta þær fyrir okkur á meðan við erum að kaupa stærri prentvél, þá þurfum við bara að kaupa kápusetningar- vél.“ Kári horfði á mig. „Ertu viss um að þetta geti gengið,“ sagði þessi skynsami maður. „Já, ég er viss um að þetta gengur ef að þær eru nógu ódýrar,“ sagði ég og hló við.“ Ódýri netpakkinn – frábær jólagjöf „Það var eins þegar ég byrjaði með rafbókabúðina fyrir tíu árum. Þá sögðu allir að ég gæti ekki verið með mína eigin rafbókabúð því stærri út- gáfa yrði að vera með hana. Í dag er ég komin með 743 rafbækur og 28 hljóðbækur og hefur þetta gengið ljómandi vel þó að ég sjái um hana ein. Það er alveg nýr lesendahópur sem kaupir rafbækur. Margir brott- fluttir Íslendingar vilja lesa á íslensku. Svo er eldra fólkið sem hefur alltaf lesið bækurnar, en sér illa. En það getur lesið á spjaldtölvu. Ég sendi þeim bækurnar í Word-skjali svo þau þurfi ekki að hala þeim niður af netinu. Það er mjög vinsælt að gefa spjaldtölvu með áskrift að bókum í jólagjöf,“ segir Rósa. Rauða serían er ennþá með „Ódýrustu jólabækurn- ar“ og nú bjóðum við 1.000 króna afslátt fyrir þá sem fara í áskrift að „Ódýra netpakkanum“ í rafbókunum á vefsíðunni.“ Rósa bætir við að til standi að bæta við fleiri hljóðbókum í framtíðinni. „Þá ætla ég að reyna að vera með eina til tvær á mánuði. Eg hef alltaf verið bjartsýn og ætla ekki að hætta því á gamals aldri.“ Samvinnan er fyrir öllu „Ég vil færa Stefnu á Akureyri sér- stakar þakkir. Þeir hjálpuðu mér með vefsíðuna fyrir raf- og hljóðbækurn- ar og hafa reynst mér frábærlega vel. Ég hefði ekki getað þetta án þeirra aðstoðar. Og svo er annað sem er ómissandi. Við Kári höfum alltaf unnið saman í þessu og ég gæti ekki gert það sem að ég er búin að gera án hans. Við sjáum um að dreifa bókunum sjálf, en það tek- ur um þrjá daga að dreifa þeim á suðvesturhorn landsins. Sjálf sé ég svo um að setja inn á vefsíðuna, en rafbækurnar þurfa að koma inn á vefsíðuna á sama tíma og bækurnar í búðirnar, þetta heitir samvinna.“ Bækurnar frá Ásútgáfunni má finna í öllum bestu bókabúðum landsins sem og fjölmörgum mat- vöruverslunum. Nánari upplýsingar má nálgast á asutgafan.is Myndir: Eyþór Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.