Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Page 48
48 29. nóvember SAKAMÁL K völdið á heimili Breanne Autry, í Hyman í Utah-fylki í Bandaríkjunum, var öðr- um kvöldum líkt þann 24. júní, 2000. Breanne tók á sig náð- ir klukkan hálf þrjú um nóttina, en fimmtán ára systir hennar, Trisha, hékk enn yfir tölvunni. Næsti morgun gat þó ekki talist venju- legur því klukkan sex sást hvorki tangur né tetur af Trishu. Reyndar brá öllum íbúum smá- bæjarins í brún, því alla tíð höfðu þeir talið Hyman öruggt og vand- ræðalaust vé. Allir þekktu alla og gátu borið öllum gott vitni. Lög- reglan hóf þegar í stað rannsókn. Lítill, rauður bíll Þegar rætt var við nágranna kom í ljós að í vikunni áður höfðu þeir sumir hverjir séð lítinn, rauðan bíl sem ekið var ítrekað fram- hjá heimili Autry-fjölskyldunnar. Einnig hafði Trisha sést stíga út úr litlum, rauðum bíl nokkrum dög- um áður en hún hvarf. Sama dag og Trisha hvarf sá af- greiðslumaður í Welcome Mart- verslun, í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Hyman, stúlku sem svipaði til lýsingar af Trishu, í versluninni. Að hans sögn stóð hún við gluggann, líkt og hún biði eftir einhverjum. Afgreiðslumaðurinn hafði spurt hana hvort allt væri í lagi og hún kvað já við og fór án þess að kaupa nokkuð. Öskur í morgunsárið Þetta þótti hin mesta ráðgáta og næstu daga bárust frásagnir af því að Trisha hefði mögulega sést hér og hvar í Utah og voru þær kann- aðar í þaula. Foreldrar Trishu sögðu að ólík- legt væri að ókunnug manneskja hefði getað farið inn á heimilið og haft hana á brott með sér án þess að vekja athygli. Ekki var að sjá að brotist hefði verið inn á heimilið og því klóruðu menn sér í hausn- um. Eldri hjón töldu sig hafa heyrt öskur rétt fyrir dögun og eitt vitni sagðist hafa heyrt vein sem bár- ust frá rauðum bíl sem hafði verið ekið hjá árla þennan morgun. Tíminn leið og ekkert spurðist til Trishu og voru foreldrar henn- ar orðnir úrkula vonar um að þeir sæju hana aftur á lífi. Skafin bein Sá ótti reyndist ekki ástæðu- laus því ellefu mánuðum eftir að Trisha hvarf fundu leitarhundar lögreglu sundurhlutað lík henn- ar í í tveimur djúpum gryfjum í Millville, skammt frá rannsóknar- stöð vegna sléttuúlfa. Beinin báru með sér óhugnan- legan vitnisburð; skurði og för eft- ir hníf, öxi og járnsög. Talið var öruggt að allt hold hefði verið fjár- lægt áður en líkið var sundurhlut- að. Í annarri gryfjunni fann lög- reglan eitthvað af fatnaði Trishu og neðra kjálkabein, nánast heilt og skafið hreint. Shannon Novak, sérfræðingur sem kannað hafði sögu mannáts í Bandaríkjunum, sagði að líkams- leifarnar bæru öll merki þess að hafa verið bútuð niður í „meðfæri- legri bita.“ Rafrænn póstur og spjallþráður Hvað sem öllum þeim vangavelt- um leið þá var tölva Trishu tekin til gaumgæfilegrar skoðunar. Í henni var að finna nokkur netföng og samskipti sem átt höfðu sér stað á spjallþráðum. Greinilegt var að Trisha hafði eytt slatta af rafrænum pósti daginn áður en hún hvarf, en lög- reglu tókst þó að finna eitthvað af honum aftur. Sá póstur innihélt nokkrar skuggalegar orðsendingar frá Cody Lynn Nielsen, 28 ára karl- manni sem bjó ekki langt frá. Um Cody þennan var margt hægt að segja, fæst fallegt. Hann átti fjögur börn með tveimur kon- um og höfðu bæði hjónaböndin endað með skilnaði. Á sakaskrá hans var að finna nokkrar nauðganir og ákærur vegna tilrauna til slíks og fórnar- lömbin höfðu öll verið ungar stúlkur. Kynferðislegt skrímsli Móðir fimmtán ára vinkonu Trishu sagði að Cody hefði nauðg- að dótturinni í baksæti bifreiðar hans. Stúlkan sjálf sagði að Cody hefði byrjað að ofsækja Trishu 10. júní, árið 2000, og hún hefði ótt- ast hann. Hún sagði að Cody hefði meira að segja gefið Trishu síma- númer sitt og að hún hefði varað Trishu við; Cody væri kynferðis- legt skrímsli. Nú fór ýmislegt að gerast. Vitni hafði samband við lögreglu og sagðist hafa séð, skömmu eftir hvarf Trishu, Cody grafandi gryfj- ur fyrir aftan rannsóknarstöðina í Millville. Á þeim tíma hafði Cody séð um viðhald í rannsóknarstöð- inni. Cody Lynn Nielsen var hand- tekinn. Hann játaði sig sekan um morðið á henni og var gert að sæta varðhaldi þar til réttað yrði yfir honum. Ljósi varpað á atburðarás Réttarhöldin hófust meira en tveimur árum síðar og innihéldu ákæruatriðin morð að yfirlögðu ráði, mannrán og vanhelgun á líki. Kjaftaskúmur í fangelsinu þar sem Cody var í haldi gat varpað HRYLLINGUR Í HYMAN n Hvarf Trishu var mikil ráðgáta n Líkamsleifarnar fundust eftir ellefu mánuði n Hlutuð niður í „meðfærilega bita“„Í annarri gryfjunni fann lögreglan eitthvað af fatnaði Trishu og neðra kjálka- bein, nánast heilt og skafið hreint. Trisha Autry Hvarf spor- laust snemma morguns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.