Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Qupperneq 61
FÓKUS 6129. nóvember
Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Iron Man 3 (2013)
Ein af vanmetnari Marvel-myndunum
og hér – eina ferðina enn – eru taktar
Shanes Black að verki. Fjörug, óvænt
og fyndin ofurhetjuveisla í gargandi
næntís stemningu. Stundum þarf ekki
meira til að kæta.
Home Alone (1990)
Draumur og martröð sérhvers barns; að
lifa hömlulaust og eitt síns liðs með allt
heimilið, taka málin í eigin hendur og
eigia daginn þegar óprúttnir einstak-
lingar stefna örygginu í voða. Stefið eftir
John Williams er auðvitað löngu orðið
goðsagnarkennt og kemur manni í rétta
skapið, eins og svo oft áður og síðar hjá
þeim manni.
Die Hard (1988)
Venjulegur maður festist í óvenjuleg-
um aðstæðum og breytist skyndilega
í hversdagshetju. Það skiptir litlu máli
þótt Bruce Willis segi sjálfur hið öfuga,
en Die Hard er absólút jólamynd.
Jingle All the Way (1996)
Það gengur hreinlega ekki að taka á
móti jólunum án þess að troða einum
stórlega yfirdrifnum Schwarzenegger
á listann. Jingle All the Way er hin
merkilegasta froða, en kætir með bít-
andi túlkun á hátindi neysluhyggjunn-
ar í kringum þennan tíma árs. Hasar-
kóngurinn Arnold lætur ekkert stoppa
sig í kaótískri leit að heitasta leikfangi
veraldar fyrir son sinn. Sumt er einfald-
lega svo slæmt að það verður að fjár-
sjóði.
Joyeux Noel
Vönduð og bitastæð frönsk mynd með
mikilvægum skilaboðum. Hér sést í
tærri mynd hvernig góðmennskan í
hjarta fólks getur rutt öllu frá, meira að
segja í miðri styrjöld. Joyeux Noel hittir
í mark og gott betur.
Elf (2003)
Will Ferrell jólar yfir sig á hinn viðkunn-
anlegasta máta. Elf hefur alla burði til
að vera yfirþyrmandi og pínleg fjöl-
skyldumynd en reynist vera prýðilega
skrifuð og heillandi saga. Varist þó ís-
lensku talsetninguna eftir bestu getu.
Krampus (2015)
Krampus rekur söguna af býsna hvers-
dagslegri fjölskyldu sem þarf að þola
að ruddalegir ættingjar þeirra mæta í
heimsókn yfir hátíðarnar. Mórallinn er
glataður, rifrildi brjótast út og drengur
nokkur segir skilið við hátíðarandann
og trúna á jólasveininn. Þetta er einmitt
tilkall sem kallar á Krampus, sem er
ógeðfelld andstæða við hefðbundna
jólasveininn, til að sýna fram á það með
öllum mögulegum ráðum að til eru
verri hlutir við jólin en að deila fríinu
með ættingjum sem þú þolir ekki. Jóla-
kötturinn á ekkert í þennan djöful.
Go (1999)
Hvernig væri Pulp Fiction ef hún gerð-
ist í kringum jólin og hefði verið gerð
sem unglingamynd? Go er að ein-
hverju leyti svarið við þeirri spurningu
og er löngu kominn tími til að fleiri leiti
upp þennan týnda glaðning sem hefur
reglulega farið framhjá fólki síðastliðin
tuttugu ár.
It’s a Wonderful Life
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. It’s a Wonderful Life er einfald-
lega mynd sem er samtvinnuð við jólin.
Af hverju? Jú, vegna þess að hún er ein
gígantísk sjarmagryfja sem togar stíft í
hjartarætur og skilur áhorfandann að
lokum eftir með botnlausa gleðitilfinn-
ingu. Stórkostleg perla sem ætti helst
ekki að fara framhjá neinum. Nokkurn
tímann.
Eyes Wide Shut (1999)
Fátt segir gleðileg jól eins og
svanasöngur meistarans Stanleys
Kubrick, þar sem brestir í trausti hjóna,
drungalegt kynsvall og dáleiðandi til-
vistarkreppa Toms Cruise ræður ríkj-
um. Höfuðverkur lykilpersónunnar
á sér stað í kringum jólin og er aldrei
betri tími til að gleðja sjálfið og spúsuna
en á einmitt þeim tíma.
Love Actually (2003)
Á jólunum er nauðsynlegt að gúffa í sig
sykur og sætindi. Love Actually er ná-
lægt því að vera fullkomin jólagjöf sem
hefur skellt fjöldanum öllum af litlum
rómantískum gamanmyndum í einn
pakka. Umbúðirnar þorir maður ekki
einu sinni að tæta í sundur, heldur eru
þær opnaðar af vandvirkni og áhuga, að
ógleymdri slaufu sem gefur manni ekk-
ert nema spikfeitt glott sem er erfitt að
þurrka af sér í faðmi fjölskyldunnar eða
hvers sem manni er annt um á Jesú-
afmælinu (gæludýr og asískir koddar
í fullri mannsstærð eru að sjálfsögðu
meðtaldir).
Brazil (1985)
Skriffinska, einangrun og ábyrgð bregð-
ur fyrir í grípandi og kolruglaðri mynd
sem þykir með þeim bestu frá skraut-
fuglinum Terry Gilliam. Frá tónlist til
sviðsmynda og handrits er Brazil ekki
aðeins toppmynd, heldur að öllum lík-
indum ein sú óvenjulegasta og súrasta
sem tengja má við hátíðirnar. Það sakar
ekki að setja koma sér vel fyrir, með
fullan maga, á aðfangadagskvöldi og
slaka á yfir heimsklassa meistaraverki
og Brazil er svo sannarlega frábrugðin
öllu öðru sem fyrirfinnst.
13. desember
14. desember
15. desember
16. desember
17. desember 18. desember
19. desember
20. desember
21. desember 22. desember
23. desember
24. desember