Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Síða 62
62 29. nóvemberSTJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 1.–7. desember Ekki loka þig inni og giftast vinnunni þinni. Það er mjög mikilvægt að þú farir út á meðal fólks í desember – mætir í vinnustaðapartí og blandir geði við aðra. Þú ert nefnilega rosalega fær í því sem þú vinnur við. Það eina sem vantar er félagsskapur og traustir félagar þegar þú þarft á hjálp að halda við að leysa erfið verkefni. Það er ekki skömm að leita sér aðstoðar. Þú hefur farið með veggjum undanfarið, en alls ekkert á neikvæðan hátt. Þú ert bara ekki í skapi fyrir fólk og það er allt í lagi. Nú er aðventan byrjuð og þá kviknar á jólaperunum í hausnum á þér og þig langar að láta bera meira á þér. Þú lendir í einhverju stórkostlegu ævintýri í lok vikunnar sem gerir lífið aðeins skemmti- legra. Hvað er í gangi hjá tvíburanum? Það er annaðhvort eða þessa dagana, eins og tvíburans er von og vísa. Eftir mikið „þurrkatímabil“ falla vonbiðlar að fótum einhleypra tvíbura. Þú skalt samt vara þig á því. Það er stundum gott að eiga tímabil með sjálfum sér – án allra ástar- tilfinninga og ábyrgðar. Þú skalt reyna að njóta þess í botn. Þú ert svo mikið jólabarn og þú getur ekki beðið eftir að eyða aðventunni í jólastuði og gleði. Þú ert auðvitað búin/n að skipuleggja hvaða jólamyndir þú ætlar að horfa á, hvernig þú ætlar að skreyta og hvaða sortir þú ætlar að baka. Svo ferðu bara alla leið í jólabrjálæðið. Það góða við þig, elsku krabbi, er að þú missir samt aldrei sjónar á því hvað er mikilvægast í lífinu og um jólin – kærleikurinn. Þú dettur í gírinn þar sem þú setur þig í fyrsta sæti. Þú tekur þér nokkra verð- skuldaða frídaga fyrir sjálfa/n þig, ferð í ræktina eða gerir æfingar heima í stofu, ferð í klippingu, jafnvel dekur og leyfir þér aðeins að vera þú sjálf/ur. Þetta er yndis- legur tími og þú mátt ekki fá samviskubit yfir þínum nánustu – þeir lifa alveg af þótt þú hugsir meira um þig sjálfa/n. Þú hefur verið að reyna að sannfæra sjálfa/n þig um hvað eigi að gera varð- andi tiltekið mál. Þú veist samt innst inni hvað þarf að gera. Það þarf að taka erfiða ákvörðun sem hefur áhrif á allt líf þitt og fjölskyldu. Stundum er sannleikurinn sár og stundum þarf að sleppa til að fólk geti blómstrað. Hafðu það hugfast og ekki fá samviskubit. Fjölskyldulífið blómstrar hreinlega hjá voginni. Þú ert í miklum skreytingargír og vilt koma heimilinu þínu í fallegt lag fyrir jólin. Það er svo margt að bærast um í huga þér og stundum færðu of margar hugmyndir um hvernig þú getur fegrað þitt nærumhverfi. Þá er best að anda djúpt, velja það sem er mikilvægast og takast á við það svo þér fallist ekki hendur. Þú ferð á einhvern stórskemmtilegan viðburð í vikunni og þar kynnist þú manneskju sem virðist við fyrstu sýn vera eins og sálufélagi þinn. Þú skalt samt fara varlega í að treysta fólki frá fyrstu stundu – það getur stundum endað illa. Og hugsanlega er þessi manneskja ekki öll sem hún sýnist, þótt hún meini kannski vel. Ástin er allsráðandi hjá bogmannin- um. Þú ert nýbúin/n að losa þig við manneskju úr þínu lífi sem var ekki að gefa þér það sem þú þarft. Bráðum kynnist þú annarri manneskju sem veitir þér ofboðslega mikla lífsfyllingu og þú kynnist ást sem þú hélst að væri bara til í bíómyndum. Í stuttu máli – næstu vikur verða stórkostlegar! Það er rosalega mikill hávaði í kringum þig, þótt þú hækkir sjaldnast rödd þína. Þú heldur þínu jafnaðargeði í lífsins ólgu- sjó og nærð að taka við alls kyns vanda- málum frá fólki án þess að taka þau inn á þig. Þetta er hæfileiki sem margir öfunda þig af. Þú ert sterkur einstaklingur sem er ekki hægt að brjóta. Þú þarft aðeins að slaka á neikvæðninni. Þú ættir bara að setja á þig rósrauðu gler- augun og sjá heiminn í nýju ljósi í staðinn fyrir að vera síröflandi. Jólin reynast þér oft erfið og þú sérð allt sem gæti farið úrskeiðis eða einblínir á allan peninginn sem þú átt ekki. Hættu því strax í dag og finndu möguleika sem henta þér. Einhleypir fiskar eru afar kærulausir í ástamálunum og kannski tími til kominn til að sleppa sér aðeins. Þú tekur deitlífið alla leið og gefur alls kyns fólki séns á Tinder eða í raunheimi, sem þú hefðir annars horft framhjá. Viti menn – þetta leiðir til góðs en mundu að þetta tímabil er tímabundið. Þú vilt ekki vera kærulaus að eilífu. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 1. desember Sigurður Ragnar Eyjólfsson knattspyrnuþjálfari, 46 ára n 2. desember Logi Bergmann sjónvarpsstjarna, 53 ára n 2. desember Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður, 52 ára n 3. desember Kristján Hjálmarsson gleðigjafi, 44 ára n 5. desember Kjartan Magnússon stjórnmálamaður, 52 ára n 6. desember Hildur Yeoman fatahönnuður, 36 ára n 7. desember Tobba Marinós athafnakona, 35 ára Lesið í tarot Helga Seljan Ástir tveggja rithöfunda – Svona eiga þau saman S igríður Hagalín Björnsdóttir, fjölmiðlakona og rithöf- undur, og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur hnutu nýverið um hvort annað og ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Því fannst DV tilvalið að spá í stjörnumerkin til að sjá hvernig þetta fjölhæfa par á saman. Sigríður er vatnsberi en Jón er bogmaður – þar mætast loft og eldur. Gildi vatnsberans og gáfur bogmannsins gera þessa blöndu afar einstaka þegar kemur að ástarsambandi. Sigríður og Jón eru bæði kappsmikil og getur það stundum valdið spennu á milli þeirra en að sama skapi verður þetta samband aldrei leiðinlegt eða óspennandi. Undir rómantíkinni er traust vinátta. Þau geta vel átt sam- skipti hvort við annað, sem er lykillinn að farsælu sambandi og getur oft komið í veg fyrir stórslys á ástarsviðinu. Þau dást að hvort öðru og njóta lífsins saman. Bogmaður- inn laðast að hugsjón og sköpun vatnsberans á meðan vatns- berinn dáist að innsæi bogmannsins. Bæði merkin þurfa sitt sjálfstæði og virða það. Svo lengi sem þau tapa ekki sam- skiptalistinni mun þetta samband verða langt, traust, gjöfult og umfram allt – stútfullt af skemmtilegheitum. n Sigríður Fædd: 11. febrúar 1974 Vatnsberi n frumleg n vinnusöm n sjálfstæð n mannvinur n á erfitt með að tjá tilfinningar n fjarlæg Jón Fæddur: 17. desember 1963 Bogmaður n gjafmildur n húmoristi n bjartsýnn n æruverðugur n lofar upp í ermina á sér n óþolinmóður Landar vinnu á virtum, erlendum miðli F jölmiðlamaðurinn Helgi Seljan kom sem storm- sveipur inn í blaðamennsk- una eftir stutta fjarveru og setti þjóðfélagið á annan end- ann með uppljóstrunum Kveiks í Samherjamálinu. En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Helga? DV ákvað að leggja fyrir hann tarot en lesendur eru minntir á að þeir geta sjálfir dregið sér tarotspil á vef DV. Einstaklega vel gefinn Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Helga er Sverðkonungur. Það táknar persónuleika Helga, sem hefur marga fjöruna sopið. Hann er einstaklega vel gefinn og vel upp alinn, þótt hann hafi, eins og flestir, misstigið sig í gegnum tíð- ina. Helgi er mjög uppfinninga- samur og nýjungagjarn. Hann er sjálfstæður en þolir illa gagnrýni – hún sest á sálina. En vegna af- burðagáfna og sköpunargáfu er Helgi mjög valdamikill maður og það skal aldrei vanmeta. Hann er metnaðargjarn og lætur ekki kaupa sig hingað eða þangað. Þetta eru miklir umbrotatím- ar hjá fjölmiðlamanninum því þótt hann sé hreykinn af því verki sem hefur verið unnið hjá RÚV þá þreytist sálin við mótlætið frá áhrifamönnum í samfélaginu. Tilfinningaleg ringulreið Næst er það Tunglið. Í raun hef- ur Helgi það á tilfinningunni að hann ráði ekki við eftirköst Sam- herjamálsins. Það er fjarri sanni. Hann má ekki detta ofan í von- leysi heldur verður að standa í lappirnar. Tilfinningar hans eru í einni ringulreið og hann gæti fundið fyrir einmana- leika í kjölfar þessarar miklu vinnu. Einkalífið hefur setið á hakanum og hann þarf að opna hjarta sitt á ný fyrir ást og ham- ingju, þótt vinnan einkennist af dimmu og drunga. Helgi verður að varast að láta innra ójafnvægi og svartsýni villa honum sýn, bæði í leik og starfi. Hann þarf að opna augun, horfa í kringum sig og sjá fegurðina í litlu hlutunum því framtíðin er björt. Ný vinna Loks er það spilið Breytingar. Samherjakaflinn er brátt á enda og nýr kafli við að hefjast. Um- talsverðar breytingar verða á högum Helga fyrr en síðar og eru þetta breytingar til batnaðar. Blaðamennskan togar í hann þótt hann vilji stundum henda henni út um gluggann. Hann fær nýtt og spennandi tækifæri í þessum bransa vegna uppljóstrana um Samherja. Við vinnslu þess máls hefur hann vakið heimsathygli og komið upp góðum samböndum og því verður þessi nýja vinna sem hon- um býðst erlendis. Um er að ræða stór- an og virtan miðil sem þekktur er úti um heim allan. Hann hoppar á tæki- færið eftir ígrunduð sam- töl við fjölskylduna. Nú verð- ur ekki aftur snúið. Helgi gefur fortíðina upp á bátinn og tekur framtíðinni opnum örmum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.