Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Side 4
4 27. september 2019FRÉTTIR É g dauðskammast mín. Mér datt aldrei í hug að ég gæti orðið ein af þeim sem myndi lenda í svona. Ég er venju­ lega mjög varkár, en þarna hrundi ég alveg.“ Svo mælir Margrét, kona á sex­ tugsaldri, sem vildi ekki koma fram undir raunnafni, sem tapaði töluverðum fjárhæðum á auga­ bragði í fjárfestasvindli. Hún til­ greinir ekki upphæðina, sem hún segir vera töluverða, sem hún tapaði sökum þess að hún hefur ekki enn þorað að segja vinum sínum og fjölskyldu frá óhapp­ inu. Skömmin sé of mikil, en til stóð hjá henni að koma fjölskyldu sinni á óvart ef eitthvað hefði ræst úr tækifærinu. Íslendingar hafa margir tapað miklu fé á undanförnum árum í svonefndum fjárfestasvikum, þar sem netglæpamenn plata fórnar­ lömb sín til að kaupa hlutabréf á hagstæðu verði með loforði um að verðgildi þeirra muni rjúka upp innan skamms. Þegar net­ glæpamönnum tekst að hafa fé af fórnarlömbum sínum þá eru peningarnir í flestum tilfellum tapaðir. Fræga fólkið innsiglaði svindlið Margrét er annars vegar mennt­ uð í viðskiptafræði og segist vera kunnug Bitcoin­svindli, en að umrætt ávöxtunartækifæri hafi henni þótt fulltraust og sannfær­ andi til að vera í líkingu við raf­ myntarsvindl. Hún segir sann­ færandi auglýsingaherferð svindlaranna, þar sem notast var við fræga einstaklinga – erlenda sem innlenda – hafa sannfært hana um lögmæti fjárfestingar­ innar. Í fyrra vakti falsfrétt athygli víða þar sem hermt var að af­ hafnamaðurinn Björgólfur Thor hefði grætt 250 milljarða króna með rafmyntinni. Kom síðar í ljós að það var hluti af svikaherferð, en Margrét sagðist einmitt hafa látið blekkja sig af því að nafn auðkýfingsins og margra fleiri þekktra einstaklinga hefðu verið kennd við síðuna þar sem hún lét blekkjast. Margrét skráði sig inn á vefinn Economist, fékk símtöl daglega frá svonefndum ráðgjöfum verð­ bréfamarkaðarins Aspen Holding og hafi þeir hvatt hana til að greiða meira fé sem myndi marg­ faldast, að hægt væri að fylgjast með þróun og gengi alls í gegn­ um vefinn. „Það virtist ekki vera nein til­ gerð yfir þessu. Það voru afar kurteisir og sannfærandi menn sem tóku fram að um ekkert svindl væri að ræða. Ég var sjálf hikandi, því þeir vildu fá að sjá vegabréfið mitt, en það voru einu skilríkin sem dugðu alþjóðlega,“ segir Margrét. Hún hugðist kaupa hlutabréf og selja þau skömmu síðar, en ráðgjafarnir hefðu ekki leyft henni að leysa út fjárhæðina þegar hún vildi gera það. Þeir sögðu að allt væri í vinnslu og tæki sinn tíma. Fyrr en varði voru nokkrir mánuðir liðnir og bólaði hvorki á svörum né peningum Margrétar. Hún hvetur Íslendinga til þess að halda sig fjarri öll­ um tækifærum sem þessu og brýnir fyrir fólki að svona svindl verði sífellt háþróaðra og meira úthugsað. „Þetta er stórhættulegt og ég er miður mín yfir þessu.“ Verið vakandi Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu, sagði í viðtali við DV fyrir stuttu að erfitt væri að hafa hendur í hári netþrjóta þar sem í langflestum tilvikum væri um að ræða erlenda einstaklinga. „Fólk leitar talsvert til okkar, bæði til þess að fá upplýsingar eða leita ráða varðandi áhyggjur sínar. Svo eru alltaf einhverj­ ir sem hafa látið blekkjast og borgað, þeir koma þá til okkar og vilja kæra, það er allur gang­ ur á þessu,“ sagði Þórir og bætti við að ekki væri hægt að slá því föstu hvaða þjóðfélagshópar láti oftast glepjast. „Mín ráð eru fyrst og fremst þau að brýna fyrir fólki mikilvægi þess að vera vakandi fyrir öllu svona og gæta þess að vera gagnrýnið á þau gögn sem berast. Leggja alls ekki inn pen­ inga á einhvern reikning nema að vel ígrunduðu máli og ef það á að greiða fjármuni að greiða þá með viðurkenndum leiðum.“ n Sögulegt fall vonarstjörnu? E flingardramað á dögunum hefur verið eins og eitt­ hvað úr lélegri sápuóperu, sem tekur reglulega upp þráðinn á opnum vettvangi til að landsmenn veltist um af sí­ endurtekinni undrun. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með fólki sem á að teljast full­ orðið missa svona stjórn á skapi sínu, eins og undanfarin dæmi hafa sýnt – bæði stjórnmálafólk og fyrrverandi starfsmenn. En formaðurinn í stjórn er trúlega versta brotamanneskjan í þessu öllu. Ekki man Svarthöfði hvenær síðasta táknmynd jafnmikillar vonar og breytinga var eins fljótt komin í súginn og formaður Efl­ ingar, Sólveig Anna Jónsdóttir. Það voru mikil tímamót í mars á síðasta ári þegar hún tók við formennsku í stéttarfélaginu en aldrei hafði áður verið kosið um nýjan formann. Það var löngu kominn tími á nýtt blóð, ný tæki­ færi, en þá fengum við Sólveigu eftir að hún hlaut yfirburðasigur í stjórnarkosningunum. Möguleikar Sólveigar voru ótakmarkaðir og reyndist það vera súrsætur sigur fyrir konu sem átti að vera tákn almúg­ ans þegar stór hluti stjórnunar­ innar gengur út á að hrökkva í vörn þegar háttsemi Eflingar er tekin fyrir. Sólveig hefur hvað eftir annað sagt boðskap sinn byltingarkenndan meðal annars á Facebook, 21. október 2018, þegar hún hrópaði „… kallið mig byltingarkonu, í guðanna bæn­ um! Megi þá helvítis byltingin lifa.“ Til að bæta gráu ofan á svart skrifar formaðurinn hverja rit­ gerðina á fætur annarri á sam­ félagsmiðlum til að blása á allar kjaftasögur sem fjúka í átt til hennar, eða almenna gagnrýni sem á rétt á sér. Svarthöfði hef­ ur alltaf gaman af hvössum for­ mönnum innan marka en þegar penninn er kominn á loft hjá Sólveigu er hættulega stutt í að jafnaðargeðið hverfi út fyrir völl­ inn. Uppstökk hegðun rennur kannski í ættinni þegar faðir við­ komandi er frægur kommúnisti sem hélt uppi skýrum vörnum fyrir Stalín. Ráð Svarthöfða fyrir Sólveigu er að kæla ofsann, anda dýpra og sleppa uppnefnum. Það eru nú börn á meðal vor. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Hundar eru með greind á við 2 ára barn. Á meðalævi mun hjartað dæla næstum 1,5 milljónum tunna af blóði sem er nóg til að fylla 200 tankbíla. Það tekur líkamann um 12 klukku- tíma að melta máltíð til fulls. Í Japan er það talið vera góðs viti ef súmóglímukappi grætir barnið þitt. Hver er hún n Hún er fædd í Reykjavík 4. október árið 1942. n Faðir hennar var forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. n Hún starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. n Einnig sinnti hún starfi sem skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971–1978. n Árið 2009 valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. SVAR: JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „Þarna hrundi ég alveg“ n Margrét lét blekkjast af frægu fólki n Tapaði stórfé í svikamyllu„Ég dauðskammast mín. Mér datt aldrei í hug að ég gæti orðið ein af þeim sem myndi lenda í svona. Í áfalli Margrét skammast sín. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.